blaðið - 02.05.2006, Síða 8

blaðið - 02.05.2006, Síða 8
8IFRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 blaðið Reuters Beðist fyrir á 1. maí Vera kann að de Villepin neyðist til að segja af sér Forsætisráðherra Frakklands hefur verið bendlaður við rannsókn á meintri spillingu Nicolas Sarkozy, mannsins sem er helsti keppinautur hans í frönskum stjórnmálum. Vangaveltur magnast nú í Frakk- landi um að Dominique De Villepin kunni að neyðast til að segja af sér embætti forsætisráðherra. Herforingi einn sagði dómurum sem rannsaka spillingarmál að de Villepin hefði falið sér að kanna hvort ásakanir um að Nicolas VANDAÐUR FATNAÐUR FYRIR VANDAÐAR KONUR Lauqaveqi 58 • Simi 551 4884 • stillverslun.is Sarkozy innanríkisráðherra hefði þegið mútur. Forsætisráðherrann segir það ekki rétt vera að hann hafi beint rannsókninni að Sarkozy sem er helsti keppinautur hans í frönsku stjórnmálalífi. Nú hefur verið leitt i ljós að Sarkozy tengdist ekki spilling- armálinu og sætir nú de Villepin vax- andi þrýstingi um að láta af embætti. Málið gæti reynst forsætisráðherr- anum erfitt ekki síst í ljósi þess að hann þurfti að draga til baka breyt- ingar sem ríkisstjórnin hugðist gera á vinnulöggjöfinni í Frakklandi. Þótti sú niðurstaða mikið áfall fyrir de Villepin. Þetta er í fyrsta skipti sem nafn de Villepin er tengt við Clearstream- hneykslið svonefnda. Clearstream er fjármálafyrirtæki í Lúxemborg og er því haldið fram að það hafi annast mútugreiðslur til franskra stjórnmálamanna árið 1991 þegar franskar freigátur voru seldar til Tai- wan. Fyrir tveimur árum kom fram listi með nöfnum stjórnmálamanna sem sagðir voru hafa þegið slíkar greiðslur í gegnum Clearstream. Á listanum var að finna nafn Nicholas Sarkozy, núverandi innanríkisráð- herra. Líklegt hefur verið talið að hann og Dominique De Villepin muni keppa um forsetaembættið í Frakklandi á næsta ári. Franskur herforingi, sem forðum starfaði fyrir leyniþjónustuna, hefur sagt dómurum sem rannsaka málið að de Villepin hafi sérstaklega beðið sig um að athuga hvernig Sarkozy tengdist málinu. Nú hefur komið í ljós að nafn hans á listanum var fölsun. Er de Villepin því nú víða vændur um að hafa ætlað að ná sér niður á keppinauti sínum með því að nýta sér ríkisstofnanir. Sarkozy nýtur umtalsverðra vin- sælda og hafa þær haft tilhneigingu til að aukast í réttu hlutfalli við vanda Dominique De Villepin. Þykir málið því áfall fyrir forsætisráðherr- ann og telja margir í Frakklandi að hann geti nú hætt að láta sig dreyma um að verða eftirmaður Jacques Chirac forseta. Grunaðir um fjölda innbrota mbi.is | Lögreglunni í Kópavogi barst í gærmorgun tilkynning um innbrot í fyrirtækið Pap- ino's pizzur við Núaplind 1 og fylgdi tilkynningunni lýsing á bifreið þeirra sem þar voru að verki. Skömmu síðar stöðvaði lögregla bifreið skammt frá, en í henni reyndust vera fjórir menn um tvítugt sem allir voru hand- teknir og færðir í fangageymslu lögreglu. Þeir eru grunaðir um innbrotið, sem og fjölda ann- arra innbrota. g? 9.maí 1 w w + 5 milljónir í skottinu á tvöfaldan mlða Hringdu núna 561 7757 Kiktu á netið WWW.daS.ÍS HAPPDRÆTTI dae -r/sn/ngirr / Itierri ilti Bflaínnflytjandi ÍSBiSBPtND.IS Kínverskur drengur fer með bænir sína i Lunghua-hofinu í Shanghai í Kína. Kínverjar halda 1. maí hátíðlegan en fríið sem menn fá þar í landi en öliu lengra en tíðkast í öðrum heimshlutum. Hátíðarhöldin standa yfir i viku. Algengt er fólk noti tækifærið og haldi til stærri borga og njóti margvíslegra skemmtana og hátíða sem efnt er til af þessu tilefni. Opnun vinnumarkaða veldur deilum í Evrópu Nokkur af eldri aðildarríkjum Evr- ópusambandsins (ESB) hyggjast opna vinnumarkaðinn fyrir fólki frá þeim ríkjum sem gengu í sam- bandið 1. maí árið 2004. Finnar, Spánverjar og Portúgalir hafa lýst yfir því að hömlum verði aflétt i þessu efni og um helgina skýrðu stjórnvöld í Grikklandi frá því að þau hygðust gera slíkt hið sama. Þessi ríki bætast nú í hóp Bret- lands, Irlands og Svíþjóðar sem opn- uðu vinnumarkað sinn fyrir fólk frá nýju aðildarríkjunum um leið og þau gengu í sambandið. Frakkar, Þjóðverjar og Austurrík- ismenn hyggjast á hinn bóginn ekki opna vinnumarkaðinn. Austurríkis- menn og Þjóðverjar segja að staða þeirra sé önnur en þjóða á borð við Breta og Portúgali. Landfræðileg nálægð við nýju aðildarríkin í Mið- og Austur-Evrópu geri að verkum að varlega verði að fara í þessum efnum. í Austurríki nýtur sú skoðun fylgis að fátækari ríki á borð við ná- grannalandð Slóveníu þurfi lengri tíma til að byggja upp hagkerfi sín. Gríðarlegur lífskjaramunur sé nú ríkjandi og Austurríkismenn geti ekki opnað vinnumarkað sinn fyrir aðkomufólki á meðan hann sé svo mikill sem raun ber vitni. Ákvæðið um frjálst flæði vinnu- aflsins er eitt af lykilatriðum þeirra sáttmála sem liggja Evrópusam- bandinu til grundvallar. í mörgum ríkjum ESB, sérstaklega Þýskalandi og Austurríki, óttast margir að bylgja ódýrs vinnuafls frá Mið- og Austur-Evrópu ríði yfir. Þetta muni hafa í för með sér að atvinnu- tækifærum ríkisborgara í þessum löndum muni fækka til muna. Áhyggjur þessar urðu til þess að samið var um það á vettvangi Evr- ópusambandsins að skilgreindur skyldi ákveðinn aðlögunartími. Gátu aðildarríkin útilokað, tíma- bundið, vinnuafl frá átta afþeim tíu ríkjum sem bættust í hópinn 1. maí árið 2004. Maltverjar og Kýpurbúar voru undanskildir og hefur því fólk þar getað haldið þaðan í atvinnuleit til annarra Evrópuríkja frá fyrsta degi. Hvað hin ríkin átta varðar var ákveðið að eldri aðildarríki gætu valið um að opna vinnumarkað sinn strax, líkt og Svíar, Bretar og Irar gerðu, eða að takmarka flæði vinnuafls til viðkomandi lands í tvö ár. Nú er sá tími liðinn en tak- markanir má framlengja um þrjú ár til viðbótar og síðan í tvö ár að þeim þremur loknum. Hvað síðustu tvö árin varðar þurfa stjórnvöld í viðkomandi ríki á hinn bóginn að leggja fram sannanir fyrir því að hið frjálsa flæði vinnuaflsins myndi skaða vinnumarkaðinn. Stjórnvöld í gömlu kommúnista- ríkjunum í Mið - og Austur-Evrópu hafa lagt hart að eldri aðildarríkjum að falla frá takmörkunum að þessu leyti með þeim rökum að i þeim fel- ist mismunun.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.