blaðið - 02.05.2006, Side 30

blaðið - 02.05.2006, Side 30
38 I FÓLK ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 blaöið AF VEIKINDUM, PIRRINGI OG ÁST Smáborgarinn er vægast sagt að tapa geöheilsunni þessa dagana og á erfitt með að missa sig ekki út í pirring og leið- indi. Þannig er mál með vexti að maki Smáborgarans er veikur. Það væri svo sem ekki í frásögurfærandi nema að þeg- ar makinn verður veikur þá verður hann virkilega veikur og breytist í raun aftur í barn. Makinn heldur því að heimurinn snúist um hann og hann einan þá daga sem hann er veikur. Reyndar er makinn ansi veikur, svo veikur raunarað Smáborg- arinn hefur aldrei séð hann svo slappan. Samt sem áður er þetta bara pest sem líður hjá en makanum líður sem hann sé við dauðans dyr og vill að Smáborgarlnn þjónusti sigframog aftur. Senditík Helst vill makinn að Smáborgarinn sitji heima allan daginn og haldi f hendina á sér, svo ekki sé minnst á reglulegt knús og alls kyns sendiferðir eftir vatni, verkja- lyfjum og hóstasafti. Makinn rétt svo fyrirgefur Smáborgaranum fyrir að fara í vinnuna en þegar Smáborgarinn þarf að eyða kvöldum sínum annarsstaðar fær hann aumingjalegt augnaráð sem vitan- lega veldur samviskubiti. Þótt skynsemi Smáborgarans segi honum að fullvaxta einstaklingur geti fullvel séð um sig sjálf- ur, þrátt fyrir að vera með skæða flensu, bera tilfinningarnar hann ofurliði og hon- um finnst helst sem það sé hans verk að annast fullorðinn karlmann í veikindum sínum. Smáborgarinn hefur því gert sitt besta og þolinmóður hlaupið eftir lyfjum í apótekið, mat í búðina og videóspólum í sjoppuna og á einhvern hátt tekist að rómantísera fórn sína fyrir ástina. Pestin Það tókst vel fyrsta daginn, nokkuð vel annað daginn og sæmilega þriðja daginn. I dag hefur makinn verið veikur í fimm daga og Smáborgarinn er búinn að send- ast, knúsa og haldast í hendur svo mjög að það nægir honum út ævina. Það sér ekki fyrir endann á #%&#$% pestinni þótt makinn sé vitanlega að verða hress- ari. Þó ekki svo hress að hann horfi ekki ásökunaraugum á Smáborgarann þegar hann vogar sér að stinga upp á að mak- inn búi sér sjálfur til samloku þar sem Smáborgarinn þarf að skjótast úr húsi. „Ég erfárveikur, hvernig á ég að geta búið til samloku?" HVAÐ FINNST ÞÉR? Gylfi Arnbjörnsson, framkvœmdastjóri Alþýðusambands íslands Er kröfugangan tímaskekkja? Nei, hún er alls ekki tímaskekkja, enda mætti ég sjálfur í gönguna. Þvert á móti tel ég mjög mikilvægt að til sé svona vettvangur fyrir verkafólk, þar sem tækifæri myndast til að safnast saman og leggja áherslu á sam- eiginleg vandamál. Mikiö hefur verið rætt um framkvæmd og skipulagningu hátiöarhalda og kröfugöngu á baráttudegi verkafólks 1. maí. Telja sum- ir aö breyta eigi fyrirkomulaginu, hætta aö fara í kröfugöngu og bjóða frekar upp á kaffi og meö því. Útgáfupartí Silvíu Nóttar BiöM/friiáí Silvía Nótt gaf á dögunum út Ijóðabók og í tilefni þess var haldið heljar mikið útgáfupartí um helgina. Þar var aö sjálfsögöu mikiö um dýröir, enda ekki á hverjum degi sem ein skærasta stjama landsins kynnir ritverk á þennan hátt. Þar heiðruðu margir þjóðþekktir íslendingar Silvíu meö nærveru sinni og lásu upp úr nýju bókinni. Hrœrt upp í grugginu Seattle rokksveitin Pearl Jam sendir frá sér sína áttundu stúdíóplötu í dag en platan er sú fyrsta í heil fjögur ár eða frá því Riot Act kom út árið 2002. Fyrsta smáskífan er þegar komin í mikla spilun en það er lagið „World Wide Suicide“. Þetta er einnig fyrsta platan hjá nýju útgáfufyr- irtæki en Pearl Jam gefa núna út hjá J Records sem stofnað var af Clive Davis. Upptökustjórn á nýju plöt- unni var í höndum Adam Kasper og Pearl Jam en Kasper og Pearl Jam sáu einnig um upptökustjórn á síðustu plötu sveitarinn- ar. Allar götur frá því sveit- in steig á sjónarsviðið árið 1991 með plötu sinni Ten hafa þeir selt yfir 60 milljónir eintaka af plötum sínum. Þeir hafa sent frá sér 7 stúdíóplötur, 2 tónleikaplötur, eina tvöfaldab-hliðar plötu og eina tvöfalda safnplötu. Langþreyttir aðdáendur geta tekið gleði sína á ný með fyrstu plötu Pearl Jam í heil fjögur ár. eftir Jim Unger Hvað ertu með fyrir aftan bak? © Jim Unger/dist. by Unlted Media, 2001 HEYRST HEFUR... Farið mun að hitna í kolun- um á Nýju fréttastöðinni (NFS) og það í fleiri skilningi en einum. Áður hafa menn kvart- að undan þröngu rými í Skaftahlíð- inni, en nú er nýr vandi kominn í ljós. Er sumarið kom yfir sæ- inn og sólskinið ljómaði um bæinn síðastliðinn föstudag fögnuðu flestir Reykvíkingar en ekki starfsmenn NFS. Ger- samlega ólíft mun hafa verið fyrir hitasvækju, enda feiki- legir gluggar eftir endilöngum suðurvegg hússins og loftræst- ingin mun engan veginn hafa haft undan. Þegar menn opn- uðu glugga tók svo ekki betra við, því umferðarniðurinn frá Miklubraut rauf vinnufriðinn og mengunin flæddi inn. Segja menn að Róbert Marshall þurfi greinilega að hreinsa loftið á vinnustaðnum... Guðfaðir pönksins Iggy Pop heldur tónleika í Reykjavík annað kvöld og ber vitaskuld að lofa þann menn- ingarauka. Hins vegar virðast menn ekki hafa tekið við sér sem skyldi, því eftir- spurnin eftir miðunum reynd- ist ekki meiri en svo, að flytja þurfti tónleikana niður í Lista- safn Reykjavíkur í Hafnarhús- inu. Meistarinn er hins vegar fullsæmdur af því að stíga á stokk í því musteri hámenn- ingarinnar og má raunar segja að sæmdin sé ekki minni fyrir Listasafnið... Fjármálaspekingar lýðveld- isins hafa haft nóg að gera að undanförnu, en um liðna helgi ræddu þeir ekki síst greinaskrif Arnórs Sighvats- sonar aðalhag- fræðings Seðla- banka íslands í Fréttablaðinu. Arnór drap niður penna til þess að svara grein llluga Gunnarssonar, hagfræðings og fyrrverandi aðstoðarmanns Davíðs Odds- sonar, þar sem hann vék að verðbólgumælingum og gengi. Arnór gekk svo langt í svörum sínum að segja ávinninginn af íslensku krónunni minni en engan. Það eru vitaskuld stórtíðindi, þegar aðalhagfræð- ingur Seðlabankans gefur frat í krónuna með þessum hætti, en aðalhlutverk bankans er vitaskuld að verja gjaldmiðil- inn. I öðrum löndum hefði yf- irlýsing sem þessi sjálfsagt ver- ið krónunni verulegt áfall og orsakað gengisfall. Það gerðist nú ekki og er óvíst hvort það er vegna þess að markaðurinn tekur ekki mark á Arnóri eða vegna þess að hann tók fram í neðanmálsgrein að skoðanirn- ar í greininni væru höfundar og endurspegluðu ekki endi- lega stefnu Seðlabankans. Svo segja aðrir að aðalhag- fræðingur Seðlabankans geti einfaldlega ekki haft uppi neinar sjálfstæðar skoðanir i þessum efnum, nema kannski við konuna sína og það í ein- rúmi. Kona Arnórs heitir Edda Hrönn Atladóttir og telja gárungarnir það afar viðeig- andi að aðalhagfræðingurinn Seðlabankans viðri þessi mál við hana, enda er hún fram- kvæmdastjóri Atsons, umsvifa- mesta seðlaveskjaframleið- anda landsins...

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.