blaðið - 30.05.2006, Síða 1
IMENNING:
Kvikmyndastjarna
j sýndikúreka-
takta í Laxnesi
Sérblað um heimili
og hönnun fylgir
Blaðinu i dag
Vönduð véiðarfæri
10 veiðivörur í næstu sportvöruverslun
Friálst,
óháð &
ókeypis!
Bandaríski leikarinn John C. Reilly
var á (slandi á dögunum.
^höld
■*">w
Laugavegi 52 • Reykjavík
I SÍÐA 32
119. tölublað 2. argangur
þriðjudagur
30. maí 2006
Dýrir dropar
drýgöir
Vilhjálmur borgarstjóri
með stuðningi Björns Inga
Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks myndaður á mettíma. Enn hefur
ekki verið samið um verkaskiptingu flokkanna í helstu ráðum og nefndum borgarinnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar-
flokkur hafa myndað meirihluta í
borgarstjórn Reykjavíkur, sem tekur
til starfa í næsta mánuði í kjölfar
nýafstaðinna kosninga. Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæð-
ismanna, verður borgarstjóri, en
Björn Ingi Hrafnsson, oddviti og eini
borgarfulltrúi framsóknarmanna,
verður formaður Borgarráðs.
Tilkynnt var um þessa tilhögun
í síðdegis i gær, en þeir Viljhálmur
og Björn Ingi boðuðu fjölmiðla
til fundar við sig með skömmum
fyrirvara á heimili Vilhjálms í
Breiðholti. Vel viðraði og fór fund-
urinn fram í garðinum hjá nýja
borgarstjóranum.
Fram kom i máli þeirra að samn-
ingaviðræðurnar hefðu tekið afar
skamman tíma, aðeins nokkrar
klukkustundir. Fullur einhugur og
traust hefði myndast þegar í upp-
hafi viðræðnanna og því hefðu þeir
handsalað samkomulagið skömmu
síðar án þess að fara út í einstök smá-
atriði. Til slíks gæfist nægur tími,
enda líða allnokkrir dagar uns hin
nýja borgarstjórn tekur við völdum
með formlegum hætti. Enn er
ósamið um verkaskiptingu í stjórn-
kerfi borgarinnar, helstu nefndum
og ráðum, auk fyrirtækja á hennar
vegum.
Byrjum strax
,Okkar málefnaskrá grundvallast á
mjög metnaðarfullri framtíðarsýn,
þar sem tekið er á brýnustu málum
Reykvíkinga á sviði málefna eldri
borgara, fjölskyldumála, skipulags-
, samgöngu- og lóðamála," sagði
Vilhjálmur um málefnasamning
flokkanna.
Björn Ingi sagði tíma kominn á
athafnastjórnmál í stað samræðu-
stjórnmála. Hann taldi að einfalt
væri að setja fram inntak málefna-
samningsflokkanna:„Hugsumstórt.
Horfum Langt. Byrjum Strax!“
Þeir Vilhjálmur og Björn Ingi
kváðu engan eiginlegan málefna-
ágreining hafa komið upp í viðræð-
unum. Þeir hefðu rætt flugvallar-
málið, en ekki tekið neina ákvörðuji
um framtíð hans. „En það er mik-
ilvægt að taka ákvörðun um það
hið fyrsta vegna þess að óvissan
um framtíð innanlandsflugsins er
afar slæm fyrir flugið og ferðaþjón-
ustuna," sagði Vilhjálmur á blaða-
mannafundinum. Björn Ingi tók
í sama streng, en sagði brosandi
að hann hefði engan veginn gefið
hugmyndina um flugvöll á Löngu-
skerjum upp á bátinn, þó sú um-
ræða væri ótímabær nú.
Verð mjög góður borgarstjóri
Vilhjálmur var inntur eftir því
hvernig borgarstjóri hann yrði og
hvort vænta mætti breyttra stjórn-
arhátta í Ráðhúsinu. „Ég verð mjög
góður borgarstjóri, ég verð áfram
þessi sami gamli Villi, hæverskur
og góður karl,“ sagði Vilhjálmur við
góðar undirtektir samherja sinna í
borgarstjórnarflokkum Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks.
(slendingar eyða sífellt stærri
hluta af ráðstöfunartekjum sín-
um í rekstur einkabílsins enda
bensínverð í sögulegum hæð-
um. Þannig fóru 7,2% af ráðstöf-
unartekjum íslenskra heimila
í rekstur heimilisbíls árið 2004
og viðbúið að sú tala verði mun
hærri í ár. Margir hafa orðið til
þess að hvetja borgarana til að
draga úr notkun einkabílsins.
Skemst er að minnast nýafstað-
inna sveitarstjórnakosninga
þar sem sumir stjórnmálamenn
gerðu aukna reiðhjólanotkun
og göngur að stefnumálum
sínum. fljósi þessað eldsneytis-
verð er nú í sögulegum hæð-
um hefur Blaðið tekið saman
nokkur góð ráð til að draga úr
bensínnotkun.
| SlÐA 16
Villhjálmur Þ. Villhjálmsson, verðandi borgarstjóri i Reykjavík, og Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna, ræða við fréttamenn fyrir framan heimili Villhjálms síðdegis í gær.
Væmnin bönnuð
Yfirleitt þegar stjórnendur út-
varpsstöðva banna að ákveðin
lög séu leikin er það vegna þess
að þau kunna vera móðgandi
eða særa blygðunarkennd hóps
hlustenda. Útvarpsstöð í Essex
í suðurhluta Englands hefur
ákveðið að banna lög enska
ballöðusöngvarans James Blunt
sökum þess hversu væmin þau
eru og hversu þreyttir hlust-
endur eru á þeim.
Chris Cotton, sem stýrir laga-
vali útvarpsstöðvarinnar, segir
að stjórnendur stöðvarinnar
hafi ekkert á móti James Blunt.
Þeir hafi hinsvegar ályktað að
hlustendur væru búnir að fá nóg
af lögunum „Youre Beautiful”
og „Goodbye My Love” og viljað
lina þjáningar þeirra. Cotton
hvetur fleiri stöðvar til að fara
að dæmi hans og banna spilun
á lögum sem fara í taugarnar á
fólki.
FJARNAM S
Skráning á heimasíðu skólans
f\J\ * Jk ■ * *
2o- mai' 1 • Juni VERZLUNARSKOLlf ISLANDS