blaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 19
blaöið ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 HEILSA I 27 Farsæl leið til þróunar í starfi og meiri lífsgæða. Gottnám Félagsvísindadeild Háskóla íslands býður spennandi námskost: J5 eininga diplómanám á meistarastigi ' NÁMSGREINAR: ® V^^^Afbrotafræði Fötlunarfræði Alþjóðasamskipti Opinber stjórnsýsla Atvinnulífsfræði Kynjafræði Áhættuhegðun Rannsóknaraðferðir og forvarnir félagsvísinda Fræðslustarf og stjórnun Þróunarfræði Fjölmiðlafræði Inngönguskilyrði er BA- próf eða sambaerilegt próf. Diplómanám er metið inn í viðkomandi meistaranám fái nemendur inngöngu í það. Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar eru á heimasíðu deildar: www. felags.hi.is Umsóknum skal skilað til Kolbrúnar Eggertsdóttur, deildarstjóra framhaldsnáms, skrifstofu félagsvísindadeildar, Odda við Sturlugötu, sími 525-4263, tölvupóstfang kolbegg@hi.is. Umsóknarfrestur ertil ó.júní Félagsvísindadeild Háskóla Islands Hér ganga galvaskir ferðafélagar um Leggjabrjót en farið verður i siíka ferð á þjóðhátíðardaginn. Leggðu ísland undir fót Margir vitafátt betra en góða gönguferð Ferðafélagið Útivist stendur fyrir hressandi gönguferðum í sumar og því er um að gera að taka frá daga sem fyrst því svona göngur létta lund og styrkja skrokkinn í leiðinni. Um hvítasunnuhelgina stendur ferðafélagið fyrir hressandi ferða- lagi á landinu okkar fagra en það er sigling um eyjarnar í Skaga- firði.M.a.verður 99 farið í Drangey, Málmey, Þórðar- höfða, Glerhalla- vík o.fl. Þátttakendur þurfa að aka eigin bílum norður en svo verður gist í húsi að Hólum í Hjaltadal. Út- ivistarfélagið benti á að þetta væri rétti árstíminn til þess að fara út í eyjarnar á Skaga- firði því fuglalífið er í algleymingi um þessar mundir. Það er kannski réttast að taka það fram að það hafa margir tekið Útivist á orðinu, því uppselt er í ferðina. Augljós- lega lítill ótti við fuglaflensu hjá ferðalöngunum. Brot af dagskrá Útivistar næstu vikurnar: Mánudagur 5. júní Vindáshlíð og Reynivallaháls Frá sumarbúðunum í Vindáshlíð verður gengið á hið formfagra Sand- fell (384 m). Alfaraleiðinni að Dauðs- mannsbrekkum verður fylgt en þar sátu stigamenn forðum fyrir ferða- mönnum. Þaðan liggur svo leiðin út hálsinn yfir Kirkjustíg að Grens- hæðum, hæsta hluta hálsins (421 m), en þaðan er gott útsýni yfir Kjósina og nærsveitir. Gengið verður niður Hálsenda, aflíðandi rana vestast á hálsinum. Vegalengd er 14 km. Hækkun 400 metrar og göngutimi 5-6 klst. Helgin 9.-11. júní Fimmvörðuháls Næturganga Útivistar yfir Fimm- vörðuháls hefst á BSl kl. 17:00 á föstudagskvöldi. Ekið verður að Skógum þar sem gangan hefst hjá hinum tignarlega Skógafossi. Brekkan upp með fossinum reynir nokkuð á fæturna og heppileg til að hita vöðvana fyrir gönguna, en eftir það er nokkuð aflíðandi hækkun upp á Hálsinn. Eftir sex til sjö klukkutíma göngu verður komið í skálann og þar verður gist um nóttina. Á laugardagsmorgninum verður gengið í Bása um Goðalandsbrúnir, á Þrívörðusker og niður Bröttufönn. Frá Bröttufönn verður haldið um Heljarkamb, eftir Kattahryggjum niður í Strákagil við Bása þar sem göngunni lýkur. Gist verður í Básum seinni nóttina og gefst þá gott tæki- færi til stuttra gönguferða og slök- unar í fögru umhverfi. Sunnudagur ll.júní Móskarðshnúkar og Möðruvallaháls Frá Hrafnhólum verður haldið á brattann austan Þverárdals og farið að Laufskörðum sem tengja Esju við Móskörð en Eyjadalur í Kjós gengur upp að þeim. Síðan verður farið austur yfir Móskarðshnúka og yfir á fjallið Trönu norðan þeirra. Þetta er skemmtilegt land að ganga um. Mikið útsýni og litadýrð er í Móskarðshnúkum. Af Trönu liggur leiðin um sérlega skemmtilegan hrygg norður Möðruvallaháls á milli Eyjadals og Svínadals niður að Sandi í Kjós. Gömul leið um Svína- skarð og Svínadal liggur austan Mó- skarðshnúka. Vegalengd er 15 km og göngutími 7-8 klst. Laugardagur 17. júní Leggjabrjótur Margir hafa lítinn áhuga á því að vaða mannfjöldannímið- bænum á sautjánda júní. Því er tilvalið að skella sér í þjóð- hátíðargöngu með útivistarköppum. Farin verður ferð um Leggjabrjót milli Hvalfjarðar og Þingvalla. Úr Botnsdal í Hvalfirði verður gengið með Hvalskarðsá suður með Sandvatnshlíðum og með Sandvatni að austan yfir smá- hrygg sem er hinn eiginlegi Leggja- brjótur. Súlá og síðar Öxará verður fylgt niður að Orrustuhól og þaðan að Svartagili. Vegalengd 15 km og göngutíminn er 5-6 klst. Sunnudagur 18. júní Gengið á milli hella í ná- grenni Reykjavíkur Gengið verður á milli nokkurra þekktra hella í nágrenni Reykja- víkur. Skátahella nyrðri og syðri, Selgjárhella nyrðri og syðri, Norður- hellis, Hamarskotshellis, Kershellis, Hvatshellis og Ketshellis, Nítíu- og Hundraðmetra hella, Vatnshellis, Fosshellis og Rauðshellis, Kaldársels- hella, Kaðalhellis og endað í Hreiðr- inu. Ekki er um eiginlega hellaskoð- unarferð að ræða heldur verður kíkt ofan í nokkra hella. Gott er að hafa með sér ljós og hjálm. Vegalengd 11 km. Hækkun 100 m. Göngutími 4-5 klst. Helgin 16.-18. júní Fimmvörðuháls, vestan ár Þegar gengið er yfir Fimmvörðuháls vestan ár er fossunum í Skógaá fylgt vestan megin árinnar í stað þess að fylgja þeim að austan eins og í hefð- bundinni göngu yfir „hálsinn“. Getur það nú breytt miklu spyrja líklega flestir og svarið er afdráttar- laust já - því það er alveg með ólík- indum hversu glænýr heimur blasir við. Foss getur gerbreyst í útliti eftir því hvaðan á hann er horft og í þess- ari göngu blasir við alveg glæný hlið á aragrúa af stórkostlegum fossum. Gist verður í skála félagsins á Fimm- vörðuhálsi en þaðan liggur svo leiðin í Bása um Hvannárgil. Allar nánari upplýsingar um þessar ferðir má fá á vefsíðu útivistar www.utivist.is eða í síma 562-1000. margret@bladid. net Auglýsingadeild 510-3744 Ritstjórn 510-3799 blaðið Foss getur gerbreyst í útliti eftirþví hvaðan á hann er horft og í þessari göngu blasir við alveg glæný hlið á aragrúa af stórkostlegum fossum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.