blaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 24
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 blaðið 32 i Kvikmyndastjarna sýndi kúrekatakta í Laxnesi Bandariski kvikmyndaleikar- inn John C. Reilly var hér á ferð á dögunum til að kynna kvikmyndina A Prairie Home Companion og koma fram í sam- nefndum útvarpsþætti. Hann brá sér meðal annars á hestbak í Laxnesi í Mosfellsdal þar sem vel var tekið á móti honum. f fylgd með Reilly var eiginkona hans, Alison Dickey, og Róbert Garcia, sem sýndi þeim hjónum Reykjavík og nágrenni á meðan á dvölinni stóð. Atvik höguðu því þannig að Karl Th. Birgisson var leiðsögumaður í reiðtúrnum, en hann starfaði sum- arlangt í Laxnesi fyrir mörgum árum. „Þetta var mesta indælis- fólk og hreint engir stjörnustælar í þeim. Hann kom mér fyrir sjónir sem venjulegur strákur frá Chi- cago, en í samtölum var hann bæði íhugull og skemmtilegur. Hann er greinilega vel kvæntur líka,“ segir Karl. Reiðtúrinn var þó ekki tíðinda- laus. „John reið vökrum klár, Stjörnu, í eigu Sigurðar Björg- vinssonar, tannlæknis, og varð fyrir því óhappi á heimleiðinni að missa annan fótinn úr ístaðinu. fstaðið hefur líklega slegist í klár- inn og hann litið á það sem ærlega hvatningu því að hann gaf hressi- lega í. Við sáum á eftir Hollywood- stjörnunni þar sem hún reyndi að gera þrennt í senn, koma fæt- inum í ístaðið, stöðva klárinn og halda sér á baki. John sýndi af sér aðdáunarverða reiðhæfileika því að honum tókst þetta allt, sem er hreint ekki sjálfgefið og hefði ekki öllum tekist. Ég bíð spenntur eftir að sjá hann í næstu kúrekamynd.“ Að sögn Karls hyggja þau hjón á aðra ferð til íslands. „Þau voru yfir sig hrifin af landinu og voru greini- lega í góðum höndum hjá Róberti, því að þau ætla að koma aftur hið fyrsta og vera lengur, og taka þá drengina sína tvo með sér.“ Að loknum viðburðaríkum reiðtúr: Karl Th. Birgisson, John. C. Reilly, Róbert Garcia og Alison Dickey. Fagurírœði Schillers Friedrich Schiller. Eitt helsta heimspekirit hans er komið út í Lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags. Út er komið ritið Um fagurfrœði- legt uppeldi mannsins eftir Friedrich Schiller í þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar og Þrastar Ásmundssonar sem einnig ritar inngang. Bókin er í flokki Lærdóms- rita Hins íslenska bókmenntafélags. Friedrich Schiller var eitt af höfuðskáldum Þjóðverja og stóð jafnframt í fremstu röð þeirra heimspekinga er kenndir hafa verið við þýska hughyggju. Þótt Schiller hafi ætíð verið dáðastur fyrir ljóð sin og leikrit höfðu skrif hans um heimspeki, sér í lagi fagurfræði, rík áhrif, meðal annars á hugsuði á borð við Hegel, og hugmyndir hans um sjálfræði listarinnar og hlutverk listamannsins í mann- legu samfélagi eiga tvímælalaust erindi í umfjöllun um nútímalist. Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins er eitt helsta heimspeki- rit Schillers og skýrasta framsetn- ing hans á fagurfræði sinni, enda þótt stíllinn beri skáldskapargáfu höfundarins vitni. Verkið birtist í tímaritinu Die Horen árið 1795 og var tilefni þess vonbrigði Schillers með afdrif frönsku byltingarinnar og þann farveg sem hún lagðist í. Hann gagnrýnir harkalega siðmenningu samtímans, greinir ástand stjórnmála og samfélags á þessum umbrotatímum og byggir á þeirri greiningu kenningu sína um hlutverk listarinnar jafnframt því sem hann leitast við að setja fram nýja skilgreiningu á fegurðinni. Samkvæmt kenningu Schillers, sem var í rökréttu framhaldi af fagur- fræði Kants, hefur jafnvæginu milli frumhvata mannsins, efnishvatar og formhvatar, verið raskað í samfélagi þar sem menn hafa fjarlægst nátt- úruna og ofuráhersla er lögð á skyn- semina. I slíku ástandi nær fólk ekki að þroskast og verða heilsteyptar sið- ferðisverur. Til þess þarf þriðja aflið að koma til, það sem Schiller nefnir leikhvöt, eða listræna reynslu, sem tengi aftur skynsemi og skynjun, opni augu mannsins fyrir hinu fagra og geri hann heilan. Listin gegnir þannig, í augum Schillers, lyldlhlut- verki fyrir þróun einstaklinga og mannlegs samfélags í átt til heil- brigði og frelsis. Fegurðin er, eins og sannleikurinn, sjálfstæð og óháð geðþóttavaldi og hana er ekki hægt að nýta í þágu tdfallandi markmiða. Þröstur Ásmundsson, annar þýðenda verksins, ritar að því greinargóðan inngang um lífshlaup Schillers, ritferil hans og viðtökur, og skýrir ítarlega lykilatriðin í kenningu hans um fagurfræði. Ný SUDOKU bók Eftir langa mæðu kemur nú loks Bókfjögurkemurútnúívorsvoað fjórða 109 SUDOKU bókin út, hægt verði að njóta hennar í sumarbú- mörgum hörðum Sudoku aðdá- staðnum, á ströndinni, í flugvélinni, endum til mikillar gleði. Þessi í rútunni, út í garði eða í sófanum. bók sver sig í ætt við fyrri 109 Sudoku leikurinn sló hressi- SUDOKU bækurnar en þó hafa lega í gegn hér á landi þegar verið gerðar nokkrar breytingar. .,„Q fyrsta 109 SUDOKU hókin Þannig er auðveldum gátum <*+,:,■ kom út og Islendingar gátu fækkað í fjórðu bókinni og þeim hreinlega ekki fengið nóg afjap- erfiðu fjölgað. Þáeruaftastíbók- ; önsku talnaþrautinni. 1 allan inni svo kallaðar Samurai gátur vetur sat ein af 109 SUDOKU sem eru fimm hefðbundnar bókunum á metsölulistum bóka- gátur tvinnaðar saman í eina. Það má búðanna, en allar hafa bækurnar, 1,2 kannski segja að Samurai gáturnar og 3, komist á topp 10 listann. séu aðeins fyrir þá allra hörðustu. SU DOKU talnaþrautir Lausn síðustu gátu 2 5 7 1 4 8 3 6 9 4 6 1 5 9 3 7 8 2 3 8 9 6 2 7 1 4 5 8 1 4 7 5 6 9 2 3 5 9 3 8 1 2 4 7 6 6 7 2 4 3 9 5 1 8 7 2 5 9 6 1 8 3 4 9 3 8 2 7 4 6 5 1 1 4 6 3 8 5 2 9 7 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri linu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 9 1 7 8 6 4 2 3 1 8 7 6 4 2 5 1 5 1 8 2 7 4 3 6 6 3 7 8 1 5 9 8 6 3

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.