blaðið - 30.05.2006, Síða 8

blaðið - 30.05.2006, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 blaöið Þú gætir sparað tugi þúsunda á ári! e2 Vildarkort er nýtt VISA kreditkort sem veitir korthöfum bæði Vildarpunkta lcelandair og endurgreiðslu - allt í sömu færslunni, hvar sem þú verslar innanlands. Kostir e2 Vildarkortsins: • Þú þarft engu að breyta í innkaupum - þú færð bæði Vildarpunkta og endur- greiðslu hvar sem þú verslar innanlands. • Þú færð Vildarpunkta og endurgreiðslu af öllum boðgreiðslum eins og orku- reikningum, leikskólagjöldum, fasteignagjöldum, sjónvarpsáskriftinni og öllu hinu sem fylgir því að reka heimili. • Þú færð 0,65-25% viðbótarendurgreiðslu eða viðbótarvildarpunkta ogýmis sértilboð hjá næstum 400 fyrirtækjum. Með því að nota e2 Vildarkortið geturðu áunnið þér tugi þúsunda Vildarpunkta sem hægt er að nota til að komast út í heim með lcelandair og tugi þúsunda króna sem þú notar í það sem þér hentar! Þú sækir um á www.e2.is Allir geta sótt um kortið óháð viðskiptabanka Dæmi um ávinning Fertug hjón meó þrjú börn sem bæði hafa Gull e2 Vildarkort. Saman nota þau e ■ Vildarkortin fyrir 250.000 kr. á mánuði. Ávinningur (krónum: Endurgreiðsla í desember: 37.980 kr. Sértilboð hjá samstarfsfyrirtækjum: 30.000 kr. Samtals: 67.980 kr. Ávinningur í Vildarpunktum: Árleg uppsöfnun: 26.480 Þau keyptu tvo flugmiða með lcelandair til Evrópu: 7200 Samtals: 33.680 Vildarpunktar Hefur þú efni á að sleppa þessu einstaka tækifærí? SPRON / Sími: 550 1400 / thjonusta@e2.is / www.e2.is Vildarkort Allt í einu korti Víðir Smári Petersen Sautján ára ofurstúdent Víðir Smári Petersen lauk framhaldsskóla sautján ára gamall. Hann var ósáttur við að fá ekki að kjósa í sveitarstjórnarkosningum Vfðir Smári Petersen náði þeim framúrskarandi árangri að útskrif- ast úr Menntaskólanum í Kópavogi aðeins 17 ára gamall nú i vor. Víðir var ári á undan í skóla og hóf nám í menntaskóla 15 ára gamall. „Ég kláraði skólann á þremur árum,” segir Víðir Smári en á út- skriftinni mátti heyra fólk taka and- köf þegar skólastjóri MK, Margrét Friðriksdóttir sagði gestum frá aldri Víðis. „Ég er að fara í lögfræði í haust,” segir Víðir Smári sem ætlar ekki að hægja á ferðinni þrátt fyrir ungan aldur. Hann ætlar í Háskóla Is- lands í lögfræðina og segir að ef vel gengur þá muni hann klára mast- ersnámið um 22 ára aldur. Hugur Víðis er þó ekki einungis bundinn við námið því hann er einnig að læra á klarinett og mun ljúka burtfaraprófi næsta vor ef allt gengur eftir, „það dreifir huganum að spila á klarinettið,” segir Viðir. Víðir segir aðspurður að hann eigi nú ekki eftir að sakna fram- haldsskólaballanna en öllu verra þótti honum að fá ekki að kjósa í nýafstöðnum kosningum, „maður hafði sína skoðun á pólitíkinni,” segir Víðir en vill þó ekki gefa upp hvar hugur hans liggur í þeim málum. Björgunarstarf við erfiðar aðstæður á Jövu Fórnarlamb jarðskjálftans á Jövu á laugardag borið inn á sjúkrahús i borginni Yogyak- arta í Indónesíu í gær. Talið er að meira fimm þúsund manns hafi beðið bana í jarðskjálft- anum og tugir þúsunda eru á vergangi eftir að heimili þeirra eyðilögðust í jarðhrær- ingunum. Alþjóðleg hjálparsamtök og björgunarlið aðstoða indónesísk stjórnvöld á rústasvæðinu. Miklar rigníngar og tíðar rafmangstruflanir hamla björgunarstarfi. Mikil neyð er á svæðinu og margir án skjóls og matar. Stjórnvöld sæta nú vaxandi gagnrýni vegna þess hve lítil og illa skipulögö neyðaraðstoðin er. Þrengt að enskum trúðum Trúðar eiga í erfiðleikum með að vera fyndnir á Englandi sökum vatnsskorts. Vatnsveitur í Suð- austur-Englandi hafa bannað óþarfa notkun á vatni og hótað meðal annars trúðum í fjölleika- húsi Zippo háum fjársektum haldi þeir áfram að skvetta vatni úr fötum á hvorn annan og sprauta vatni úr blómum sem eru í hnappagati. Yfirvofandi vatnsskortur er á sumum svæðum i Englandi sökum lítillar úrkomu sl. vetur. Trúður- inn Zippo, sem einnig gengur undir nafninu Martin Burton, er afar ósáttur við að mega ekki nota vatn í starfi sínu sem trúður. Hann segir að Bretum þykji ákaf- lega fyndið að sjá fólk blotna og að þeir flykkist í fjölleikahús til þess. Zippo er á þeirri skoðun að yfirvöld vatnsveitna ættu að slaka á. Stuart Hislop, talsmaður vatnsveitna á svæðinu, segir hins- vegar að eitt þurfi að ganga yfir alla. Sökum vatnsskorts leyfist almennum borgurum nú um stundir ekki að sóa vatni og það sama á að gilda um trúða.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.