blaðið - 30.05.2006, Qupperneq 22
LANDSBANKADEILDIN
30 I ÍPRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 blaöiö
loftkœling
Verð frá 49.900 án vsk
ís-húsið 566 6000
FRJÁLST
ÓHÁÐ
blaðid^
Gunnar Jarl Jónsson
Hugþrautin
Hugþrautin er vikulegur liður á íþróttasíðu
Blaðsins. Tveir menn úr íþróttaheiminum
mœtast í spurningaeinvígi og tengjast allar
spurningarnar íþróttum á einn eða annan
hátt. Reglurnar eru einfaldar: keppend-
urnirfá sömu 16 spurningarnar og sá sem
hefur fleiri rétt svör heldur áfram en sá
sem taparfœr að velja nœsta andstæðing
sigurvegarans. Takist einhverjum að
sigra fimm keppnir í röð verður hann
krýndur Hugþrautarmeistari ogfær að
launum veglegan verðlaunagrip.
Guðmundur Benediktsson
Knattspyrnumaður úr Val
Knattspyrnumaður úr Leikni
1. Hvaða íþróttamaður er sá eini
sem unnið hefur gullverðlaun
í hundrað metra hlaupi á
Ólympíuleikum, Heimsmeist-
aramóti, Evrópumóti og á
Samveldisleikum?
GJ: Carl Lewis.
GB: Linford Christie.
2. Hvað heitir þjálf-
ari tékkneska
landsliðsins í
knattspyrnu?
GJ: Karel
Brueckner.
GB: Tékk-
neskur
Budweiser.
3. Hvað heitir
kínverski
risinn sem
leikur með
Houston Roc-
ketsíNBA?
GJ: Yao Ming.
GB: Yao Ming.
4. Með hvaða liði lék táning-
urinn Theo Walcott áður en
hann gekk til liðs við Arsenal
íjanúar?
GJ: Southampton.
GB: Southampton.
5. Hvaða golfari er iðulega verið
nefndur„Gullbjörninn"?
GJ: Jack Nicklaus.
GB: Þetta er stolið úr
mér. Ég man það ekki.
6. Hvaða tvær þjóðir hafa sigrað
HM í knattspyrnu einu sinni?
GJ: Frakkland og England.
GB: Þýskaland og Italía.
Hvaða þjóð er í öðru sæti
heimslistans í knattspyrnu
um þessar mundir?
GJ: Tékkar.
GB: Frakkar.
Hvaða kamerúnski knatt-
spyrnumaður gekk til liðs við
Hamburger SV frá Totten-
ham ífyrra?
GJ: Pass.
GB: Ég er ekki með
nafnið á honum.
Hver vann gullverðlaun í
stangastökki kvenna á Ólymp-
íuleikunum í Sydney 2000,
þegarVala Flosadóttir varð í
þriðja sæti?
GJ: Ég ætla að giska á Stacy
Dragila.
GB: Hún heitir Stacy, en ég
man ekki eftirnafnið. Ég
kalla hana alltaf bara Stacy.
10. Frá hvaða landi koma hnefa-
leikakapparnir og bræðurnir
Vitali og Wladimir Klitschko?
GJ: Úkraínu.
GB: Úkraínu.
11. Nefnið tvö af þeim þremur
liðum sem hafa tryggt sér
sæti í ensku 1. deildinni á
næsta tímabili.
GJ: Barnsley og Brentford.
GB: Barnsley og Colchester.
12. Fyrir hvaða lið ekur heims-
meistarinn Fernando
Alonso í Formúlu 1?
GJ: Renault.
GB: Renault.
13. Hvar var HM í knattspyrnu
haldið árið 1966?
GJ: I Englandi.
GB: I Englandi.
14. Hvað heitir forseti Alþjóða
ólympíunefndarinnar?
GJ: Pass.
GB: Er það Samaranch?
15. Hvað heitir heimavöllur
enska knattspyrnuliðsins
Sheffield United?
GJ: Bramall Lane.
GB: Bramall Lane.
16. Með hvaða liði lék Djibril
Gaman að vinna átrúnaðargoðið
Gunnar Jarl sigrar Guðmund með 12 réttum svörum gegn 9.
Þetta var erfitt. En það er virkilega
gaman að vinna jafn mikinn knatt-
spyrnuspekúlant og Gumma Ben.
Hann var nú átrúnaðargoð hérna
á yngri árum og mikill heiður að
ná að leggja hann að velli,“ sagði
Gunnar Jarl eftir að hafa sigrað sína
aðra hugþrautarkeppni. Hann sagð-
ist þó hafa verið viðbúinn því að
brugðið gæti til beggja vona.
„Ég var búinn að ákveða að ef ég
tapaði myndi ég biðja Gumma um að
gefa mér starfið sitt á Skjá 1 í samúð-
arskyni. Ég vona að hann reddi mér
samt starfi þó að ég hafi unnið hann,“
sagði Gunnar og bætti við að það væri
draumur að fá aukavinnu við að lýsa
enska boltanum. Hann sagði æðsta
drauminn þó vera að sigra þrjár hug-
þrautarkeppnir í viðbót og verða þar
með fyrsti hugþrautarmeistarinn.
Guðmundur átti ágætan leik en
var fyllilega sáttur með eigin frammi-
stöðu. „Ég er aldrei sáttur þegar ég
vinn ekki, maður getur ekki verið
það. Ég hefði viljað gera betur,“ sagði
Guðmundur. „Ég fattaði það svo
eftir á að maður hefði náttúrlega átt
að sitja bara við tölvu og fletta upp
svörunum,“ bætti hann við í léttum
tón. Aðspurður hvort Gunnar fengi
starfið sagðist Guðmundur þurfa að
ræða það við hann við tækifæri, en
vildi ekkert gefa upp opinberlega.
hjorn@bladid.net
Rétt svör:
1. Linford Christie.
2. Karel Brueckner.
3. YaoMing.
4. Southampton.
5. Jack Nicklaus.
6. Frakkland og England.
7. Tékkland.
8. Timothée Atouba.
9. Stacy Dragila.
10. Úkraínu.
11. Barnsley, Colchester og Southend.
12. Renault.
13. ÁEnglandi.
14. Jacques Rogge.
15. Bramall Lane.
16. Auxerre.
Reulers
Skutiast yfir hraðbrautina. Þetta 65 metra langa skilti hefur verið sett upp við hraðbraut í grennd við flugvöllinn í Munchen í tilefni af
heimsmeistaramótinu sem hefst (Þýskalandi eftir tvær vikur. Um er að ræða auglýsingu frá Adidas en myndin sýnir þýska markvörðinn Oli-
ver Kahn skutla sér á eftir boltanum. HM hefst 9. júní með opnunarleik Þýskalands og Kosta Ríka en Kahn mun sitja á varamannabekknum
þar sem hann hefur misst byrjunarliðssæti sitttil Jens Lehmanns, markvarðar Arsenal.
ínæstu viku...
Gunnar hafði spáð fyrir um að Guð-
mundur myndi skora á samherja
sinn Sigurbjörn Hreiðarsson, þar
sem hann sé þekktur fyrir miklar
gáfur. „Ég veit að Sigurbjörn er mik-
ill heili og vona að hann skori frekar
á einhvern aula,“ sagði Gunnar.
Guðmundur ákvað hins vegar að
skora á Sigurbjörn og sagði engan
mann betri í það verk að leggja hug-
þrautarljónið Gunnar að velii. „Ég
hef trú á að Bjössi geti skákað honum.
Hann er líka kennari og verður nátt-
úrlega að sýna að hann sé hæfur í
það starf,“ sagði Guðmundur. Sigur-
björn tók áskoruninni að sjálfsögðu
og verður spennandi að sjá kennar-
ann og hið bráðefnilega spurninga-
ljón etja kappi.
HM-Hugþraut
I tilefni af heimsmeistaramótinu
í knattspyrnu verður um sérstaka
HM-spurningakeppni að ræða.og
munu allar spurningarnar tengjast
HM á einn eða annan hátt.