blaðið - 30.05.2006, Qupperneq 27

blaðið - 30.05.2006, Qupperneq 27
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 AFÞREYING I 35 Blús í öndvegi Akureyri International Music Festival - alþjóðleg tónlistarhá- tíð verður haldin í fyrsta skipti á Akureyri um hvítasunnuhelg- ina, dagana 2.-4. júní. Blúsinn verður þema þessarar fyrstu hátíðar og verða haldnir þrennir blústónleikar. Opnunartónleikar hátíðarinnar verða að kvöldi föstudagsins 2. júní á Hótel KEA þar sem annars vegar kemur fram Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar, sem auk Magnúsar skipa Pálmi Gunnarsson, Gunnlaugur Briem og Agnar Már Magnússon. Með þeim kemur fram gestasöngkonan Hrund Ósk Árna- dóttir, sem sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna á síðastliðnu ári, og hins vegar Park Projekt, sem er samvinnuverkefni Kristjáns Edel- stein, gítarleikara og upptökustjóra, og Pálma Gunnarssonar. Þeim til að- stoðar eru Agnar Már Magnússon og Gunnlaugur Briem. Minneappolis-blús Laugardagskvöldið 3. júní verða tónleikar blússveitarinnar Lamont Cranston Blues Band frá Minneap- polis í Bandaríkjunum í Ketilhúsinu, sem er ein af þeim fremstu á þessu sviði í heiminum í dag. Þriðju og síðustu tónleikar AIM- festival verða á veitingastaðnum Rocco á Akureyri að kvöldi hvíta- sunnudags og það verður sann- kölluð blúsveisla með öllu tilheyr- andi. Fram koma Lamont Cranston Blues Band, Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar og Blúsmenn Andreu, en þá sveit skipa Andrea Gylfadóttir, Guðmundur Pétursson, Haraldur Þorsteinsson, Einar Rúnarsson og Jóhann Hlöðversson. Forsala aðgöngumiða er á vefsíð- unni www.midi.is. Blúshljómsveitin Lamont Cranston Blues Band frá Minneappolis spilar á tónlistarhátíð á Akureyri Ken Loach hlaut Gullpálmann að þessu sinni. Ken Loach með pálmann 1 höndunum Breski leikstjórinn Ken Loach hlaut Gullpálmann í Cannes fyrir myndina The Wind That Shakes The Barley. Myndin fjallar um sjálf- stæðisbaráttu Ira á þriðja áratug 20. aldar en hún þótti standa upp úr af þeim 20 kvikmyndum sem kepptu um pálmann dýrmæta. I dómnefnd- inni sat valinkunnt fólk úr kvik- myndageiranum og má þar nefna leikarana Tim Roth, Samuel L. Jackson og Monica Belluci. Breska leikkonan Helen Bonham Carter, sem sat einnig í nefndinni, segir að myndin hafi snert strengi í sálum dómnefndarmeðlima og því hafi hún farið með sigur af hólmi. Helgi Valur Tónleikar Hveragerðis- kirkju Söngkonan Ragnheiður Gröndal og trúbadorinn Helgi Valur koma fram á tónleikum i Hveragerðiskirkju í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og munu þau bæði spila saman og í sitt hvoru lagi. Frumsamin lög eftir Ragnheiði og Helga verða í aðalhlutverki á tónleik- unum en lög eftir aðra flytjendur fá einnig að hljóma. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. ■iber vel íveiði! Með Veiðikortinu færðu aðgang að 23 veiðisvæðum um allt land fyrir aðeins 5000 krónur Veiðikortið er góður valmöguleiki fyrir þá sem vilja veiða í helstu veiðivötnum landsins án þess að þurfa að eyða miklum tíma og fjármunum í að finna og kaupa veiðileyfi með tilheyrandi fyrirhöfn. Fyrir 5000 krónur er hægt að veiða í 23 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda ókeypis við mörg þeirra. í flestum vötnunum geta börn innan við 14 ára veitt ókeypis í fylgd með fullorðnum. Nánari upplýsingar um Veiðikortið eru að finna á www.veidikortid.is. Þar eru einnig að finna að nýjustu fréttir og hægt að deila upplýsingum á spjallinu sem þar er. ' Hltarvatn (n Hitarvat fnh*nniitM I *** r-.í.-r.-v.r.vra-íaK Baulárvallavatn Haukadalsvatn í landi Vatns Hítarvatn á Mýrum Hraunsfjarðarvatn Hraunsfjörður NÝTT Kringluvatn Langavatn í Borgarfirði Langavatn á Skaga Ljósavatn NÝTT Sandvatn I landi Hamars Skorradalsvatn I landi Indriðastaða Sléttuhlíðarvatn í landi Hrauns Syðridalsvatn Sænautavatn Torfdalsvatn á Skaga Urriðavatn Úlfljótsvatn í landi Efri-Brúar Vatnsdalsvatn Vífilsstaðavatn Víkurflóð Þingvallavatn - þjóðgarður NÝTT Þórisstaðavatn Þveit í landi Stórulág Að auki fylgir handbók með ítarlegum upplýsingum, myndum og nákvæmu korti af öllum veiðisvæðunum. veidikortid.is IVEIÐlKORTIÐl |2 0 0 6l Þú færð Veiðikortið á ESSO www. veidikortid. is og í veiðivöruverslunum

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.