blaðið - 28.07.2006, Side 14

blaðið - 28.07.2006, Side 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjóri: Erna Kaaber Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Þreytandi fólk Þau sem nú sitja í meirihluta í borgarstjórn virðast nota flest tækifæri sem þeim gefast til að finna að öllu sem forverar þeirra gerðu, benda á þetta og benda á hitt, allt til að gera hlut sinn meiri og hinna minni. Þetta eilífa tuð um þau sem voru á undan er þreytandi og reyndar ekki bjóðandi. Stjórn- málamenn verða að nota lokaða sali til að rífast um það sem ekkert er og hlífa okkur hinum við karpinu. Gísli Marteinn Baldursson hefur hugsanlega verið manna duglegastur við þessa iðju. Hann virðist ekki komast úr kosningahamnum. I Blaðinu í gær er hann spurður, í annars merkilegri frétt, um bensínstöðvarklúðrið mikla. Öllum er Ijóst að fulltrúar R-listans bera ábyrgðina á vandanum, það hefur margsinnis komið fram. Gísli Marteinn er fastur í kosningafarinu, hann segir ekki hægt að hætta við framkvæmdina og orðrétt segir hann: „Ég hef verið á móti þessu máli frá upphafi. Mér finnst þetta ákaflega vond stað- setning og að mínu mati er það algjörlega óskiljanlegt hvað gamla meirihlut- anum gekk til þegar þetta var ákveðið. Vegir R-lsitans virðast órannsakan- legir en við sitjum uppi með þetta og ef við ætluðum okkur að breyta þessu gætum við átt yfir höfði okkar stórt skaðabótamál.“ Vissulega ber að benda á alla þá óhæfu sem gerð hefur verið. En samt sem áður þurfa þeir, sem hafa verið kjörnir til að stjórna og hafa gengist við hlutverkinu, að horfa fram á við án þess að vera sífellt að tuða um það sem liðið er. Reykjavíkur bíður margt. Ekki síst að sem flestir finni til þess að borgin er eign allra borgarbúa og um leið allra landsmanna. Margt er ógert og þaðer full ástæða til að þeir sem stjórna borginni hafi glögga framtíðar- sýn og láti til sín taka í þeim verkum sem þarf að vinna og hætti að líta eilíft um öxl. Kosningaloforðin voru mörg og mikil og reyndar er það svo að borgarbúar almennt ætlast ekkert til að við þau verði staðið, það er ekki vaninn, enda flest gleymd. Gagnslaust er að rifja upp flugvöll á Lönguskerjum, hraðbraut undir Sundin og fleira tröllslegt. Þeir sem lofuðu vissu að kjósendur trúðu fáu, þannig hefur það verið og þannig er það og þannig verður það. Kjósendur láta eitthvað óþekkt ráða afstöðu sinni. Ekki trúverðugleika og orðheldni. Þess vegna geta frambjóðendur lofað og lofað, enginn ætlast til þess að við orðin verði staðið, hvorki þeir sem lofa né þeir sem lofað er. Meirihlutafólkið í Reykjavík verður að hætta líta að til baka, bæði til þess sem þreyttur R-listi gerði og gerði ekki. Verkefnin eru næg og þau sem voru kosin voru kosin til að vinna að því sem þarf að leysa, ekki til að vera upp- tekin af því sem klaga upp á þá sem fengu langþráða hvíld. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kárí Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Islandspóstur Ný og stærri verslun! Aldrei meira úrval: Fatnaður á alla fjölskylduna Snyrtivörur Gjafavörur Heilsuvörur Skartgripir Rafmagnsvörur Leikföng Búsáhöld Golfvörur ofl. ofl. Vöruumboð B.Magnússon: Alltaf tilboð og útsala í gangi! Opið 10-18 alla virka daga. wmm Austurhraun 3 - 210 Garðabær - Sími 555 2866 bm@bmagnusson.is - www.bmagnusson.is 14 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 blaAÍÖ 3pijA:,EFiRi?... DbRi 6 er *m Ao UvEflÆR. Fíiiltf Vit> JFtUR VETTfl SflLTf í ÖRYCGÍSkWiIVu? W iLr&A flLVBG TÍL í AP TARft Av PR/ffl MiG T(L NEWrodK oG BjnRGfí Framsóknarflokkurinn in memoriam Illvígastir drauga á íslandi voru þeir sem ákváðu að gera það dauðir sem þeim ekki tókst lífs. Við slíkan draug glímir nú Framsóknarflokk- urinn og óvíst að hann lifi þá glímu af. Halldór Ásgrímsson hefur í ára- tugi reynt að breyta Framsóknar- flokkinum í eitthvað sem kalla má þéttbýlissinnaðan Evrópuflokk. Úr því að vera dreifbýlissinnaður þjóðræknisflokkur. Klofinn og minnkandi flokkur Þessa baráttu hefur Halldór háð af þrautseigju og að mestu í heið- arleika. Að vísu af slíku offorsi að hann hefur úthýst úr velþóknan- legri hirð sinni öllum þeim sem ekki hafa verið hrifnir af Evrópu- sambandsaðild. En engum blandast hugur um að þetta verkefni hefur mistekist. Mestu munar þar um varaformanninn sem staðið hefur sem klettur fyrir hinum gömlu þjóðræknu gildi sveitamennsku og sjálfstæði. Tvískinnungur flokks- forystunnar og þar með flokksins hefur smám saman dregið máttinn úr Framsókn. Við broslega afsögn á síðastlið- inni Hvítasunnu gerði Halldór loka- tilraun til að taka varaformanninn með sér í fallinu en mistókst. Næstu vikur þar á eftir hafa verið rauna- legar þar sem varaformaðurinn gerði vilja Halldórs Ásgrímssonar að áhrínisorðum. Hann hefur ít- rekað látið fram hjá sér tækifæri til að taka við formennsku í flokknum, nú síðast með yfirlýsingu um áfram- haldandi setu í varaformannsstóli. Vanhæfur varaformaður Halldór og hans menn hafa á sama tíma ekki setið auðum höndum og nú er loksins kominn fram erfðaprins þó sá sé óvart ár- inu eldri formanninum fráfarandi. Jón Sigurðsson er sami maður og Halldór setti í forsvar fyrir Evrópu- nefnd flokksins og reyndar sjávarút- vegsnefnd líka. Enginn sem þekkir Halldór Ásgrímsson og hugsjóna- hita hans í Evrópumálum þarf að ætla að hann hefði falið þetta verk öðrum manni en þeim sem hann treystir fullkomnlega í afstöðunni til Evrópusambandsaðildar. Orð Jóns sjálfs í sjónvarpsviðtölum taka hér af öll tvímæli. Næsta verk samverkamanna Hall- dórs verður að hanna þá atburðarás að Guðni Ágústsson komist ekki í stól varaformanns. Mér er sagt að fyrsti fundur þar um hafi verið hald- inn í Vesturkotinu hér á Skeiðunum í vikunni. Raunar telja allir sem til þekkja að barátta Guðna fyrir sínum gamla stól sé honum miklu mun erfiðari heldur en barátta fyrir formannsstóli. Enda hvað á flokkur að gera við varaformann sem hefur sannað að hann er undir þeim álögum að geta ekki setið sjálfan formannsstólinn. Þar fyrir utan er það þreytt andlit flokksins að for- mannsstólana skipi tveir sextugir karlmenn og líklegt að Jónína Bjart- mars eða þá Siv Friðleifsdóttir nái að skáka Guðna í varaformannsslag. Krataflokkur á rústunum Fyrsta verk hinnar nýju flokks- forystu verður svo að taka upp á sína arma Evrópusinnaða matvæla- skýrslu sem Halldór Ásgrímsson stendur bakvið. Þar með verður íslenskum landbúnaði greitt það náðarhögg sem margir kratar hafa beðið eftir. Næsta skref verður svo Evrópustefnan og ríkisstjórnarsam- starf við Samfylkinguna. Gangi þetta eftir hefur Halldóri tekist í lokasprettinum sem hann aldrei gat áður. En það er að breyta andliti Framsóknarflokksins og skapa þar með raunhæfan vettvang fyrir þann fjölda hægrimanna sem ekki hugnast andstaða Sjálfstæðis- flokksins við Evrópusambandsað- ild. En sá gamli Framsóknarflokkur Steingríms, Eysteins og Jónasar er um leið endanlega dauður og grafinn. Höfundur er ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins. Klippt & skorið Undanfarna daga hefur umræða um Strætó fullkomlega lagst yfir þjóðfé- lagið eins og mara og ótrúlegasta fólk virðist sérfræðingar um þéttleika byggðar, sætanýtingu, umferðarrýmd og hvaðeina. Flestir virðast hins vegar sammála um að [ breytingar hjá Strætó hafi ekki tekist sem skyldi, almenn- ingurhafi hafnað þessumsam- göngukosti og að þetta sé allt í voða. Það er því gleðilegt að lesa pistil Jóns Gnarrs á baksíðu Fréttablaðsins í gær, þar sem hann minnist á Strætó án þess að minnast á nein af þessum leiðindum. Þar greinir Jón frá ótímabæru fráfalli Fíats síns og blöskrun sinni yfir verði á nýjum bílum. Niðurstaða Jóns var að kaupa sér Græna kortið á 5.000 krónur og taka vagninn héðan í frá. Strætó bs. ætti kannski að fá Jón til þess að gerast talsmaður fyrirtækisins í nýrri áróðursherferð: Allir með strætó! Eftir að Dagur B. Eggertsson sigraði glæsilega í prófkjöri Samfylking- arinnar síðastliðið vor, virtist honum ganga illa að finna fjölina sem oddviti listans og fór svo, að Samfylkingin fékk aðeins tæp 27% atkvæða og fjóra menn kjörna. En það er engu líkara en að eftir kjördag- inn hafi Dagur loksins byrjað ■ — m | póijtfk, því nú heldur hann úti eins manns stjórnarandstöðu í Ráðhúsinu og notar um sumt nýstárlegaraöferðirtil þess. Hann bloggar ótt og títt (dagur.is) um borgarmálin og sendir skrifin jafnóðu m á alla fjölmiðla. Lögmaðurínn Árni Páll Árnason kveður sér hljóðs á miðopnu Morgunblaðs- ins í gær og hvetur til „Þjóðarsáttar um búvöruframleiðslu". Þarstígursá alþjóðasinnaði krati furðulétt til Jarðar þegar hann fjallar um vanda bænda og hátt matvöruverð, en á þeim bænum hafa menn áratugum saman talað næsta skýrt um upprætingu landbúnaðarkerfis- ins. Árni Páll tekur hins vegar undir hugmyndir ASÍ um beingreiðslurtil bænda meðan þeiraðlag- ast innflutningi búvöru og telur þjóðarsátt geta orðið um, bændum til hagsbóta. Af þessu öllu ræður klippari að Árni Páll sé kominn í prófkjörs- baráttu Samfylkingarinnará Norðvesturlandi. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.