blaðið - 28.07.2006, Side 16

blaðið - 28.07.2006, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 blaAÍA veiði veidi@bladid.net Varaðu þig á flugunni Það borgar sig að vara varlega í kringum veiðiár. Það er ekki bara fiskurinn sem varast þarf að styggja. Geitungar geta gert veiðimennskuna að mesta kvalræði svo það borgar sig að athuga hvar maður gengur líka! ‘tJtSS&Ss: JX' / Engin maðkaskortur þetta sumarið: Feitir og góðir maðkar Maðkaskortur hefur ekki verið vandræðamál þetta sumarið eins og svo oft áður enda hefur veðrið ekki beinlínis verið í ætt við Spánarveðrið. Fremur kalt og úrkomumikið sum- arið hefur ekki falið ánamaðkana ( iðrum jarðar svo ekki allir sýta sum- arveðrið þetta árið. Veiðimennskan nýtur sifellt meiri vinsælda og það er mikil eftirspurn eftir möðkum á markaðnum en fram- boðið er gott líka. Hafþór Úlfar Erlingsson, maðka- sölumaður, segir að verðið á maðknum sé í kringum 30 kr. fyrir silungamaðkinn en 50 kr. fyrir laxa- maðkinn. Hafþór Úlfar segir nóg að gera í maðkasölunnu hjá sér: „Það er búin að vera þónokkur eftirspurn og framboðið hjá mér er gott. Fyrir einn dag í veiði eru menn að taka þetta 50- 70 stykki fyrir silunginn og svona allt að 100 maðka fyrir laxinn svo menn séu vissir um að vera með nógan maðk og eyðileggja ekki veiðidaginn." Innfluttur maðkur Hafþór Úlfar hefur stundað maðka- sölu í sjö ár og segir að samanborið við fyrri ár sé ástandið mjög gott núna. Hann týnir maðkana i garð- inum sínum. „Það voru á sínum tíma ræktaðir maðkar hérna, innfhittir frá Skotlandi. Þetta eru þykkir og langir maðkar sem vekja meiri áhuga hjá lax- inum. Laxinn er stærri og vill meira. Ég týni þessa maðka og svo aðeins minni silungamaðka líka fyrir minni öngla.“ Hafþór Úlfar segir maðkasöl- una ekki beinlínis vera arðbært starf. „Þetta er meira svona áhugamál. Ég er mikill veiðimaður sjálfur og byrjaði ' upphaflega að týna maðka fyrir migy og vini mína. Svo stækkaði þetta og vatt upp á sig en þetta er ekki mikil gróðastarfsemi." Ekki komist í veiði í sumar Þrátt fyrir veiðiáhugann hefur Hafþór Úlfar þó ekki komist af stað með stöngina í sumar. „Ég hef ekkert komist í veiðina 1 sumar því ég fór til útlanda. Venjulega fer ég ég á sumrin upp á Arnarvatnsheiðina sem er fínn staður. Þar bitur lax og bleikja eftir því hvar maður er. Vænsti fiskurinn sem ég hef fengið er líklega í kringum 8-10 pund. Það er kannski ekki svo mikið miðað við það sem er að veið- ast um þessar mundir en gott fyrir byrjendur.“Best er að gefa maðkasölu- mönnum einn dag í fyrirvara þegar kaupa á birgðir af beitu fyrir veiðiferð- ina þvi stundum gerist það að maðk- urinn er uppseldur um allan bæ og því betra að hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Hafþór Úlfar svarar i síma 8662702 ef menn vantar maðk. Hafþór Ulfar Erilngsson Segir að laxamaökurinn sé stór og vænn biti, alveg eins og laxinn vill hafa hann. BATALEW mtrto * 3,P Reynisvatn er mjög vinsælt hjá veiðimönnum enda nóg af fiski í vatninu og sjaldgæft að fólk fari tómhent heim. í vatninu er aðallega regnbogasilungur en einnig bleikja. Hægt er að leigja stangir og báta og er aðstaðan tilvalin fyrir starfsmannahópa sem og veislur af ýmsu tagi. Á staðnum er veitingasala, fjöldi grilla, innisalur og útipallar. 561 0752 og 693 7101 Góð veiði í Staðarhólsá Veiði í Staðarhólsá og Hvolsá hefur farið vel af stað í sumar. Um þarsíð- ustu helgi náðu veiðimenn 8 löxum á tveimur vöktum og helgina áður veidd- ust 25 sjóbleikjur og 6 laxar. í vikunni gerði einn veiðimaður sér Htið fyrir og náði fjórum löxum en missti tvo. Veiði- tímabilið lofar því góðu og sést mikill fiskur í Lóninu þar sem árnar samein- ast. Þá hafa veiðimenn veitt vel efst í Staðarhólsánni og séð laxatorfu við brúnna yfir Staðarhólsá. Hafa menn misst þar laxa og í næsta hyl þar fyrir ofan. Klapparfljótið, næstefsti hylur Staðarhólsár, hefur enn sem komið er reynst gjöfulasti hylur árinnar Kristjón Sigurðsson, nýr leigutaki árinnar, segir að veiðin sé ívíð betri fæðingunni Hm hmsín en hann hafi vænst og nokkuð fyrr á ferðinni en hann hafi búist við. Það séu ánægjuleg tíðindi. Hann hafi al- ist upp í sveitinni og beri sterkar til- finningar til svæðisins. Með leigunni á ánum vilji hann fá veiðimenn til að sækja í auknum mæli í árnar og það hafi gengið framar björtustu vonum. „Það styrkir samfélagið hérna,“ segir Kristjón, „að fá nýja einstaklinga hingað til að veiða lax og silung og skynja þá náttúrufegurð sem þetta landssvæði hefur upp á að bjóða. Það skapar án efa nýjar hugmyndir og framkvæmd sem nýtist öllum sem hér búa.“ Kristjón segir að mikil áhersla verði lögð á að auka enn frekar fisk- gengd í ánum báðum í samvinnu við reynda veiðimenn og sérfræðinga. Veiðihús eru að sögn Kristjóns í mjög góðu ástandi og þar eru í boði 5 tveggja manna svefnherbergi og tvö eins manns auk rúmgóðrar stofu og borðstofu, eldhúss með öllum bún- aði. Fyrirspurnir um Staðarhólsá og Hvolsá má senda á rafal@rafal.is. Hvolsá og Staðarhólsá falla í einum ósi til sjávar í Saurbæ, Dala- sýslu. Samanlagt vatnasvið 123 km2. Hvolsá sjálf er 9 km löng þangað sem Svínadalsá og Brekkudalsá sameinast. Staðarhólsá er laxgeng og Hvolsá Góður morgunafli Geir Björnsson landaði fallegum sjóbleikjum og laxi ádögunum. 7,5 km að fossi hjá Kjarlaksvöllum. Meðalveiði áranna 1974 til 1999 er 187 laxar. Minnst 1999 eða 18 laxar. Mest 1988 eða 768 laxar. Veiða má með 4 stöngum ( senn. Leigutaki er Veiðiþjónustan Strengir, sími og fax: 567 - 5204. Rúmgott veiðihús með 6 gistiherbergjum - Ársel - er við árnar. Ágæt sjóbleikjuveiði er á svæðinu, með á annað þúsund fiska árlega meðalveiði.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.