blaðið - 28.07.2006, Side 19

blaðið - 28.07.2006, Side 19
blaðið FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 VIÐTALI 19 Gróska í íslenskri hönnun í Kron og Kronkron er mestmegn- is fatnaður eftir erlenda hönnuði en um þessar mundir eiga þrír íslenskir hönnuður föt þar, Eygló, Mundi og Vik Prjónsdóttir sem er samstarfsverkefni nokkurra listamanna. Hugrún segir að henni finnist sem það séu spennandi tímar framundan í íslenskri hönnun. „Það er frábær gróska í íslenskri hönnun. Síðustu ár hafa verið miklar brey ting- ar í Listaháskólanum og það er búið að halda flottar sýningar ár hvert. Það er verst að iðnaðurinn er ekki til staðar hérna en það á vonandi eftir að breytast. Það er erfitt að vera fata- hönnuður á Islandi en þetta er undir þér sjálfum komið. Islenskir fata- hönnuðir þurfa að vera snjallir til að finna út hvernig þau ætla að gera hlut- ina og það má alls ekki gefast upp. En svo verður þetta vitanlega þannig að þeir sterkustu halda áfram enda þarf að hafa fyrir þessu. Þegar horft er á Norðurlöndin eru ótrúlega margir hönnuðir að gera góða hluti og það er mikið af hönnuðum þaðan sem eru orðnir ótrúlega sterkir, sérstaklega í herrahönnun. íslendingar eiga ekki að vera neinir eftirbátar þeirra, þvert á móti. íslenskir hönnuðir í dag nýta þjóðerni sitt. En á sama tíma sést ekk- ert endilega á hönnuninni að hún sé íslensk. Hönnuðirnir geta því frekar staðist jafnfætis við aðra hönnuði er- lendis.“ Skapandi starf Eins og áður kom fram var það hálfgerð tilviljun að Hugrún varð verslunareigandi og hún hefur því lært rekstur af reynslunni einni sam- an. Hún segir að þessi ár hafi kennt sér heilmikið og það var margt sem kom henni á óvart. „Ég hef kennt sjálfri mér í áranna rás. Alveg frá byrjun trúði ég að ég gæti þetta og það er nauðsynlegt. Þetta á vel við mig en ég er alltaf að læra eitthvað' List „Þetta er ekki bara einhver fatnaður heldur list frá ungum hönn- uöum og kallarþvíá meira rými.“ HAGKAUP og apótek um land allt Rapid white Tannhvítunarefni Virkar strax Auðvelt í notkun Meömæli tannlækna BM Umboðsafiili é fslandi nýtt.“ Það þarf ekki annað en að líta í kringum sig í Kronkron til að sjá að Hugrún er mjög skapandi persónuleiki en hún og Magni hönn- uðu og smíðuðu allar innréttingar ásamt góðum vinum. Útkoman er glæsileg búð á góðum stað. Hugrún nýtir sköpunargáfu sína heilmikið enda segir hún starfið mjög skap- andi. „Það eru alltaf einhverjar hug- myndir að gerjast innra með mér og mér virðist ekki skorta þær. Ég þarf vitanlega líka að sinna hinni hliðinni, bókhaldi og þess háttar, en það er stór hluti rekstrarins. Ég tel að við séum með sanngjarnt verð í búðinni og til þess er leikurinn gerð- ur, að vera með besta verðið á góðri vöru. Enda er það ekki mín stefna að verða að einhvers konar veldi eftir nokkur ár, það er ekkert til að stefna að. En það er alltaf góð tilfinning að sjá einhvern í okkar fötum og skóm, það er rosalega gaman og viss viður- kenning," segir Hugrún að lokum. svanhvit@bladid.net Ótroðnar slóðir „Þegar við opnuðum Kronkron upphaflega fórum við algjörlega ótroðnar slóðir ífatavali og við veltum því fyrir okkur hvernig verslun in legðist í fólk.“ AEG Kr. 282.316.- CLASSIK HVID/KL 3 sýningarsalir: Smáralind, Akureyri og Selfoss HEIMIUSTÆKIÁ TILBOÐSVERÐI ÞEGAR KEYPTAR ERU „SETTUÞAÐSAMAN" INNRÉTTINGAR ■■flSSm mA0(ÍH5« Kr. 228.390.- SOFT HVID/KF ■smm : ... StX FALLEGT, VANDAÐ, ÓDÝRT OG TILÁLAGER -NÚNA ----- —

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.