blaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006 blaftiö 10 I fhéttir" Einar Ólafur Jónasson á Akureyri: Hátíðin orðin of mikil geggjun Rúður voru brotnar í þettán bílum við Gránufélagsgötu á há- tíðinni „Ein með öllu,“ sem var haldin á Akureyri. Fimm bílar á bílasölunni bílasalinn.is urðu fyrir barðinu á skemmdarvörg- unum og ljóst er að tjónið nemur hundruðum þúsunda. íbúi á Akur- eyri sem varð fyrir barðinu á vörg- unum segir hátíðina vera komna langt út fyrir skynsamleg mörk. „Mér finnst þetta vera orðin svo mikil geggjun að ég skil ekki til- ganginn með þessu,“ segir Einar ðlafur Jónasson járniðnaðar- maður sem varð fyrir barðinu á skemmdarvörgunum aðfaranótt mánudags. „Það kostar um 40 þús- und krónur að laga rúðubrotið“ segir Einar sem er afar ósáttur við hátíðarhöldin á Akureyri. Um þrettán þúsund manns mættu á hátíðina sem var afar vel sótt í ár. Tvær líkamsárásir voru kærðar og þar af var ein þar sem einstaklingur kinnbeinsbrotn- aði eftir tilefnislausa árás. Ein nauðgun var kærð en málsatvik liggja ekki ljós fyrir. Samkvæmt lögreglunni á Ak- ureyri er enginn grunaður um skemmdarverkin. Hamborgarasósa Þú þekkir brogðið Byggingarverktakar halda að sér höndum: Byggingar settar í bið ■ Byggingarverktakar hægja á ■ Erfitt að fá lán ■ Búast samt við bjartari tímum Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Lánastofnanir halda enn að sér höndum varðandi lánveitingar til bygg- ingaframkvæmda. Greinilegt er að horfúrnar í efnahagsmálum hafa ekki einungis dregið úr opinberum fram- kvæmdum heldur eru farnar að hafa áhrif á framkvæmdir einkaaðila. Erfiðara að fá lán „Bankamir hafa dregið úr útlánum. Fyrir einu til tveimur árum var auðveld- ara að fá lán til nýframkvæmda enda var orðinn uppsöfnuð eftirspurn eftir nýjum íbúðum og vönduðu skrifstofú- og atvinnuhúsnæði" segir Jón Gunnar Sævarsson, fjármálastjóri verktakafyr- irtækisins Ris ehf. „Það hefúr hægst á markaði með lóðir og þróunarverkefni samfara hækkandi vöxtum. Undanfarið hefur verið byggt mikið afgóðu skrifstofú- ogatvinnuhús- næði og meira jafnvægi hefúr myndast á milli framboðs og eftirspurnar. Erfið- ara er að fjármagna atvinnuhúsnæði út í eigin reikning í dag en t.d. fyrir einu ári síðan. Staðsetning er þó farin að hafa meira að segja og ef komnir eru á langtíma- leigusamningar þá ætti fjármögnun að vera trygg." Engar nauðhemlanir Arkitektar era líka farnir að finna fyrir ástandinu, einkum varðandi ný- byggingar atvinnuhúsnæðis. Baldur Svavarsson, arkitekt hjá arki- tektastofunni Úti& Inni, hefur fundið fyrir því að verið sé að hinkra með framkvæmdir. „í staðinn fyrir að rjúka í verkin eins og áður þá hægja verktakarnir frekar á sér. Arkitektar eru greinilega farnir að finna gúmmílykt af bremsunum, þetta eru samt engar nauðhemlanir,“segir Baldur. „Þetta er ekki farið að koma niður á nýbyggingum einstaklinga þannig að það er enn nóg að gera í hönnun einbýl- ishúsa. Það eru verktakarnir sem halda aðsérhöndum." Bjartframundan Byggingaverktakar eru sammála um að rólegra hefúr verið á markaðnum undanfarin misseri en líklegt að birti til á næstunni. „Það hefur verið heldur rólegra hjá okkur undanfarið, hluti af því er árs- tíðabundinn en við höfum fundið fyrir þessu. Við sjáum teikn á lofti að mark- aðurinn muni hressast með haustinu. Þetta virðist ríkja víða en ég get ekki flokkað þetta sem neina kollsteypu,“ segir Eyjólfur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Islenskra aðalverktaka. „Fólkferrólegaryfir. Fyrirtækiðhefúr ekki fúndið fyrir því að bankarnir séu á bremsunni en þeir eru ekki eins öfl- ugir að lána og hér áður. Ég held að þetta muni taka við sér fljótlega," segir Eyjólfúr að lokum um sölu fasteigna. I s g | (3 JS i 3 VOGABÆR Sími 424 6525 www.vogabaer.is K' % tÍ U ZxSSSIs?! 3r- ----V, K*vr*M49oml $3. - - f'<v- ‘ imuih fituskert og eggjalaus gerir gœfumuninn Ossur Skarphéðinsson: Treystir sínum heimildum Geir Haarde forsætisráðherra, sagði í gær að Össur Skarphéðinsson, þing- maður Samfylkingarinnar og fulltrúi í utanríkisnefnd Alþingis færi með rangt mál þegar hann fullyrti að Bandaríkjamenn hafi boðið Islend- ingum 36 milljónir dollara fyrir að sinna ákveðnum verkefnum. Össur segist hins vegar treysta þeim heim- ildum sem hann hafi fyrir þessu fullkomlega. „Viðbrögð Geirs vekja fyrst og fremst spurningar um það hversu virkar boðleiðir eru í utanríkisráðuneytinu,“ segir Össur. „Ég þekki nú ekki vinnu- brögðin í því góða ráðuneyti, en ef Geir segir að hann hafi ekki séð eða heyrt af þessu, þá rengi ég það ekki. Ég sagði hins vegar það sem ég sann- ast vissi, samkvæmt heimild sem ég treysti. Heimildarmanni mínum of- bauð vinnubrögðin í samningaferlinu en mér er sagt að Bandaríkjamenn hefðu, formlega eða óformlega, gefið „Heimildamanni mínum ofbauð vinnubrögðin.” Öasur Skarphéðinsson alþingismaður Varnarliðið á braut Alþingismaðurinn össur stendur við fullyrðingar sínar um að varnarliðið hafi boðið 2,5 milljarða. skýrt til kynna fyrr á árinu áð þeir væru reiðubúnir til að greiða fslend- ingum 36 milljónum dollara, eða um 2,5 milljarða íslenskra króna.“ Að sögn Össurar var honum tjáð að sú upphæð ætti að vera endurgjald fyrir að sjá um tiltekin verkefni sem einkum hafi lotið að viðhaldi og umsjón fasteigna sem að tengjast Atlantshafsbandalaginu. „Hvernig sem að því var komið á framfæri þá tel ég óhjákvæmilegt annað en að formaður sendinefnd- arinnar sem stendur í viðræðunum hafi vitað af því. Samkvæmt mínum upplýsingum urðu viðbrögðin samt sem áður engin af hálfu Islendinga. Ég veit hins vegar að á bakvið þessar tölu voru útreikningar þar sem leitt var með tölum að þeirri niðurstöðu, að kostnaðurinn við þessi verk væri þessi upphæð.“ Össur segist hafa eftir sömu heimildum „að þessi blöð hafi verið afhent utanríkisráðuneytinu þar sem þessi tiltekna tala kemur fram. Sú afhending átti sér stað eigi síðar en í maí eða júní á þessu ári.“ Að sögn Össurar treystir hann heimild sinni fullkomlega. „Það geri ég vegna þess að ég hef nefnt þessa upphæð í óformlegum samtölum við háttsetta embættismenn sem að könnuðust við upphæðina.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.