blaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 19
blaðið FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006
GOÐSÖGN 27
hefði haft neikvæð áhrif á feril sinn.
Um miðjan þriðja áratuginn féll
kvikmyndaferillinn í skuggann af
sambandi hennar við Hearst sem
stóð í áratugi. Hearst var ákaflega af-
brýðisamur og hafði strangt eftirlit
með Marion. Hún átti í stuttu ástar-
sambandi við Charlie Chaplin. Árið
1924 voru Hearst, Marion og Chapl-
in ásamt fleirum í skemmtiferð á
skútu Hearst þegar framleiðandinn
Thomas Ince varð fyrir byssuskoti
og lést. Aldrei hefur sannast hvað
raunverulega gerðist en opinbera
skýringin var sú að Ince hefði orðið
fyrir slysaskoti. Þrálátar sögusagnir
voru í gangi um að Hearst hefði í af-
brýðiskasti skotið Ince í misgripum
fyrir Chaplin.
Marion lék í síðustu mynd sinni
árið 1937, sama ár og Hearst lenti í
gríðarlegum fjárkröggum. Hann
neyddist til að setja dýrmæta muni á
uppboð, seldi dýragarðinn og sagði
upp starfsfólki. Hann dró einnig
mjög úr umsvifum á blaðamarkaði.
Marion veitti honum mikla fjárhags-
lega aðstoð en hún var ein auðugasta
konan í Hollywood.
Snemma fóru á kreik sögur um
að Marion hefði fætt barn þeirra He-
arst. Sagt er að systir Marion hafi
tekið að sér barnið, Patricu, og alið
upp sem sína eigin dóttur. Patricia
eyddi miklum tíma með Marion og
var alla tíð nánari henni en sinni eig-
in móður. Patricia sagði skömmu
fyrir andlát sitt að Marion hefði
sagt henni þegar hún var ellefu ára
gömul að hún væri dóttir þeirra He-
arst.
Marion Davies Hún þótti hæfi-
leikarík gamanleikkona en leikferill
hennar féll snemma í skuggann af
sambandi hennar viö blaöakónginn
William Hearst
Orson Welles í hlutverki sínu í
Citizen Kane. Myndin skaöaði Willi-
am Hearst en sérstaklega Marion
Davies.
Fékk ekki að kveðja
Árið 1946 hrakaði heilsu Hearst
mjög og hann eyddi síðustu árunum
í hjólastól. Hearst lést árið 1951. Syn-
ir hans höfðu verið í heimsókn hjá
honum og Hearst lést þegar Marion
var sofandi. Synir hans höfðu ekki
fyrir þvi að vekja Marion og fluttu lík
hans brott. Marion hélt því fram að
þeir hefðu byrlað sér svefnlyf. „Þeir
stálu eign minni. Hann tilheyrði mér.
Ég elskaði hann i þrjátiu og tvö ár og
nú var hann farinn. Ég fékk ekki einu
sinni að kveðja," sagði hún.
Ellefu vikum eftir dauða Hearst
giftist Marion í fyrsta sinn, fimm-
tíu og fjögurra ára gömul. Hún var
dauðadrukkin við athöfnina. Eigin-
maður hennar var fjörutíu og sex
ára foringi í sjóhernum. Hann þótti
minna ákaflega mikið á Hearst í út-
liti. Hjónabandið var ekki farsælt.
Marion lést árið 1961 af völdum
krabbameins.
10. ágúst - 14. ágúst
UR KJOTBORÐI
cLambaframpartssneiðar þurrkryddaðar
Frá fimmtudegi til sunnudags:
Grillaður kjúklingur, franskar kartöflur
og 2ja lítra ~
25% affldttur
kr. 1.998 - kr. 1.498
Lambagrillkótilettur þurrkryddaðar
25% affldttur
kr. 2.173 - kr. 1.629
Grísakótillettur djúpkryddaðar
25% affláttyp
- kr. ,1.:
ylsur |
dyHattítP,
- kr. 799