blaðið - 13.09.2006, Síða 15

blaðið - 13.09.2006, Síða 15
blaðið MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006 15 Friðarvonir vakna á Srí Lanka: Stríðandi fylkingar samþykkja viðræður mbl.is Ríkisstjórn Srí Lanka og uppreisnarmenn Tamil Tígra hafa sammælst um að koma saman til friðarviðræðna. Búist er við því að viðræðurnar muni eiga sér stað snemma í október. Fréttirnar litu dagsins ljós eftir að helstu fjármála- bakhjarlar Srí Lanka hittust á fundi í Brussel í gær. Norskir sáttasemjarar sögðu við breska ríkisútvarpið BBC að báðir deiluaðilar hefðu samþykkt að hitt- ast á fundi í Ósló án skilyrða. Frétta- skýrandi BBC í Srí Lanka segir að fréttirnar séu stórt skref fram á við hvað varðar viðleitni til að binda enda á átökin i landinu. Hann segir að litið sé á vilja hinna stríðandi fylkinga til að hittast við samningaborðið sem fyrsta skrefið af mörgum. Hvorki stjórnvöld né uppreisnar- menn hafa samþykkt um hvað eigi að ræða. Þá hefur hvorugur aðili samþykkt að stöðva þau átök sem hafa geisað í landinu síðastliðna mánuði. Matvælaáætlun Samein- uðu þjóðanna hefur á meðan endur- nýjað ákall sitt um að gripið verði til skjótra aðgerða svo fjölga megi mat- arsendingum til þeirra þúsunda íbúa sem eru innlyksa á Jaffna-skag- anum á norðurhluta landsins. Talskona SÞ segir að báðir aðilar hafi komið í veg fyrir að hjálpar- gögn berist til nauðstaddra. Hermaður í Vavunya Hörð átök hafa geisaö á Srí Lanka og margir saklausir borgarar fallið i valinn. Moammar Gaddafí: Coca Cola er afrísk afurð Mbl.is Moammar Gaddafí Lí- býuleiðtogi fullyrti nýverið að Coca Cola væri afrísk afurð og því bæri framleiðendunum að greiða Afríkuríkjum þóknun fyrir hverja dós eða flösku sem seld er. Gaddafí lét þessi orð falla á há- tíð í tilefni af sjö ára afmæli Afr- íkusambandsins. „Helstu efnin í Coca Cola eru úr afrískum jurtum og því væri eðlilegt að við fengjum greidda þóknun,“ sagði hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Líbýuleiðtoginn lætur út úr sér harla óvenjulegar fullyrðingar. Hann hefur til dæmis haldið því fram að William Shakespeare hafi í rauninni verið arabískur innflytjandi í Bretlandi og rétt nafn hans hafi verið Sheikh Zubeir. Árnastofnun: Vésteinn mun taka við Vésteinn Ólason hefur verið skipaður forstöðumaður Stofn- unar Árna Magnússonar í is- lenskum fræðum. Þetta breytir þó ekki miklu fyrir Véstein því hann hefur verið forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi, einnar fimm stofnana sem heyra undir þá sem Vé- steinn veitir nú forstöðu. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra skipaði hann í starfið í gær og gildir skipunin til t. mars 2009. Vésteinn er prófessor við hugvís- indadeild Háskóla íslands. Ásta Möller: Stefnir á 3. sætið Ásta Möller alþingismaður tilkynnti í gær að hún hyggð- ist bjóða sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi alþingiskosninga. Ásta sat sem þingmaður Reykvíkinga kjörtímabilið 1999 til 2003 en var varaþingmaður til haustsins 2005 þegar hún tók við sæti Davíðs Oddssonar sem þá lét af þingstörfum. viðmið 1 hönnun, útliti og in. wm m H !g! » aksturseiginleikum fólksbíla Suzuki Sw/ift er bíll sem hefur sett ný viðmið í hönnun, útliti og aksturseiginleikum fólksbíla og hefur fengið fádæma góðar viðtökur um allan heim. Suzuki Swift var valinn bíll ársins á íslandi 2006 af BIBB samtökum íslenskra bílablaðamanna. Suzuki Swift var einnig valinn „Car of the Year“ 2005 af virtasta bílablaði Bretlands „Car magazine“. Hann var valinn bíll ársins á írlandi, Nýja-Sjálandi, Astralíu, Kina, Malasíu og Japan. I Japan fékk Suzuki Swift líka „most fun special special achievement award“ og „Design award of the year“. $ SUZUKI ...er lífsstíll! SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFUNNI 17. SfMI 568 51 00. www.suzikibilar.ts ^BILLÍ ÁRSINS

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.