blaðið - 13.09.2006, Síða 24

blaðið - 13.09.2006, Síða 24
■ * 36 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006 blaöiö neytendur neytendur@bladid.net Síhringikort kemur sér vel Þaö kostar drjúgan skilding að fara yfir á debetkortinu þó upphæðin nemi að- eins nokkrum krónum. Það er þvi tilvalið að spara með því að fá sér síhringikort til að tryggja að innistæða sé alltaf fyrir hendi. Sorpkvarnir til heimilisnota Verðhækkanir á matvöru Verðlagseftirlit AS( lét fram- kvæma könnun á verði á matvöru í lágvöruverslunum í síðustu viku. Könnunin leiddi í Ijós að umtalsverð hækkun hefur orðið á matvælaverði frá því í upphafi þessa árs. Borin voru saman verð á algengum neysluvörum úr ýmsum flokkum, sem skoðaðar voru í báðum könnunum. [ Ijós kom að verð á langflestum vörunum hefur hækkað á milli kannana, í mörgum tilvikum um vel á annan tug prósenta. Sérstaka athygli vekur hærra verð á mjólk og mjólkurafurðum á tímabilinu. Til dæmis hefur lítri af mjólk hækkað um 16 til 17 prósent í öllum lágvöruversl- ununum nema Nettó þar sem hækkunin ertöluvert meiri. Með- alverð á mjólkurlítra er nú 75 krónur en var 61 króna í upphafi árs. Hækkun á öðrum mjólk- urvörum er töluvert meiri. Til dæmis hefur lítrinn af súrmjólk hækkað um tæp 40 prósent. Verð á brauðmeti hefur hækkað talsvert. Til dæmis hefur ódýr- asta tegund af heilhveitibrauði sem fáanlegt er í hverri verslun hækkað um 32 prósent í Bónus, 16 prósent í Krónunni, 10 pró- sent í Kaskó og um 4 prósent í Nettó frá því í janúar. Þá hafa morgunkorn og kaffi einnig hækkað umtalsvert. Kannanirnar ná til verslana Bón- uss, Krónunnar, Nettó og Kaskó. Minnka umfang sorps Flest könnumst við við svo- kallaðar sorpkvarnir úr bandarískum bíómynd- um. Þær virðast vera hið mesta þarfaþing og sjá um að koma stórum hluta heimilissorps- ins fyrir kattarnef. Hér á íslandi hefur hingað til ekki tíðkast víða að brúka slíkar kvarnir og flestir koma af fjöllum þegar þessi heimilistæki eru nefnd á nafn. Nú eru hins vegar teikn á lofti um að breyting verði á og í mörgum nýbyggingum á höf- uðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir að sorpkvarnir séu jafn sjálfsagðar og þvottavélar eða ísskápar. Reykja- víkurborg hefur þó ekki tekið neina afstöðu í þessum efnum og er ekki útséð um hvernig þessi mál koma til með að þróast á næstu árum. Dóróthea Heiður Grétarsdóttir er eigandi Kvarna ehf., en fyrirtækið selur meðal annars sorpkvarnir fyr- ir heimili og Dóróthea þekkir því tækin betur en margur annar. „Sorpkvarnirnar eru komnar frá Bandaríkjunum þar sem þetta er mjög algengt og á mörgum stöðum er skylda þar að setja sorpkvarnir í nýjar íbúðir. Þar hafa kvarnirnar verið í framleiðslu síðan 1938. Kvarn- irnar eru ætlaðar fyrir allan al- mennan matarúrgang sem fellur til á heimilinu. Það eru ristar í kvörn- inni sem tæta matinn niður í mjög smáar agnir. Sumt ráða þær reyndar ekki við eins og til dæmis skeljar og maískólfa en þær tæta niður allan almennan matarúrgang með vatni. Úrgangurinn fer svo niður í skólpið og er þá um 80 prósent vatn.“ Einfalt og þægilegt D óróthea segir kvarnirnar nokkuð einfaldar í notkun þegar búið er að koma þeim fyrir í eldhúsvaskinum. „Fyrst er skrúfað frá kalda vatninu, svo kveikt á kvörninni sem gengur fyrir rafmagni og síðan eru matar- leifarnar settar ofan í. Síðan er gott að láta kalt vatn renna í stutta stund eftir notkun. Sorpkvarnir eru nær al- veg viðhaldsfríar og passa í vaskaop sem eru 90 millimetrar í þvermál og allt að 20 til 21 millimetri á þykkt. Ef vaskar eru þykkari en það, er hægt að kaupa aukahluti til að bjarga því.“ Dóróthea segir sorpkvarnirn- ar auka mjög þægindin við vinnuna í eldhúsinu og ekki síst við þrifin. Ruslið sem eftir standi á heimilinu þegar matarúrgangar hafa verið fjar- lægðir sé þurrt og lykti ekki nærri því eins illa. „Ég er sjálf með svona kvörn heima hjá mér,“ segir Dórót- hea. „Við fjölskyldan fluttum í húsið sem við búum í núna hálfklárað og gerðum okkur bráðabirgðaeldun- araðstöðu í þvottahúsinu þar sem engin sorpkvörn var. Við vorum komin á fremsta hlunn með að setja sorpkvörn í þvottahúsvaskinn, við söknuðum þægindanna svo mikið, enda höfðum við verið með öfluga sorpkvörn þar sem við bjuggum áð- ur. Það var því mikil gleði sem ríkti á heimilinu þegar eldhúsið var tilbú- ið og sorpkvörnin á sínum stað. Þeg- ar maður hefur einu sinni vanist þvi að hafa kvörnina þá er mjög erfitt að vera án hennar.“ Dóróthea segir að fyrirtækið hafi verið með sorpk- varnir til heimilisnota til sölu síðan 1997. Salan fór hægt af stað en hefur aukist síðustu misserin. Fyrirtækið er með fjórar tegundir fyrir heimil- isvaska, á verðbilinu frá 23 þúsund til 75 þúsund. Auka sorpmagn í skólpi Pétur Þór Kristinsson, verkstjóri fráveitumála hjá Orkuveitu Reykja- víkur, segir þessi mál enn sem kom- ið er ekki hafa komið mikið við sögu hjá Reykjavíkurborg. „Kvarnir sem þessar auka vitanlega sorpmagnið í skólpinu. Enn sem komið er hef- ur ekki komið til neinna vandræða vegna þess, en reynslan af þessu er ekki mikil þar sem það eru ekki mörg heimili sem búa yfir sorpkvörn- um. Það eru ýmsar spurningar sem vakna í þessu sambandi, til dæmis hvort meindýrum komi til með að fjölga í kjölfar þessa. Þetta er mjög algengt víða erlendis og líklega kem- ur að því að Reykjavíkurborg fari að skoða þessi mál betur, en enn sem komið er hefur ekki verið tekin nein afstaða í þessum málum af hálfu borgaryfirvalda. Það er möguleiki að einhver vandamál fari að koma upp í fráveitukerfinu ef notkun sorpkvarna verður almenn en þess er líklega tiltölulega langt að bíða,“ segir Pétur Þór. Sölufttaðir Húsakmiðjan Byko - L>aggir Akurcyri Áfangar Keflavík - Fjarúarkaup I itabúðin Ólaftvík - Parket og gólf- Rými SR byggingavörur Siglufírdi - Rafsjá Sauðárkróki Skipav ík Stykkishólmi - Ncsbakki Neskaupsstaft - Byggt og búið *i,*'**é BrímncsVcstmaniucyjum - Takk hrcinlKti. Hcildsöludrciflng: RæstivÖrur chf. Dagar gömlu skúringarfötunnar eru taldir • Skúríngafatan úír sögunni ^ Alltaf tilbúið til notkunar • X’ólfin þorna á augabragði • bljótlegt og Jiá-’gilegt Sóley Elíasdóttir leikkona Frystikistan kemur sér vel Sóley Elíasdóttir leikkona er þekkt meðai kollega sinna í leikhús- inu fyrir að vera hagsýn húsmóðir og dugnaðarforkur þegar kemur að heimilishaldi. Sóley er með fjögur börn á heimilinu og því í mörgu að snúast. „Ég reyni að elda eins oft og ég get enda þurfa börnin að fá góðan og hollan mat. Það fer auðvitað drjúg- ur timi í innkaup og annað sem snýr að heimilishaldinu. Matar- verð hér á landi er ótrúlega hátt og ég hef á tilfinningunni að það hafi hækkað töluvert síðustu mánuði. Mér finnst ég finna það á innkaupa- körfunni," segir hún. Sóley er með frystikistu á heim- ilinu og segist nýta hana mikið. ,Ég er einmitt núna í þessum töl- uðum orðum að taka upp úr kist- unni ýsu til að hafa í kvöldmatinn sem ég keypti sjófrysta beint af sjómanni,“ segir Sóley. „Ég reyni að spara eins og ég get þegar ég kaupi inn og nýti mér tilboð og annað eftir bestu getu. Ég kaupi oft kjöt á tilboði í töluverðu magni og frysti. Svo reyni ég oftast að versla í lágvöruverslunum en þar fær maður ekki allt sem þarf svo ég fer oft á tvo staði til að gera inn- kaupin. Fjarðarkaup er mín uppá- haldsverslun.“ Haustin eru tími grænmetisuppskerunnar og segist Sóley töluvert nýta nýju uppsker- una. „Krakkarnir mínir eru í skóla- görðunum og koma heim með ým- islegt góðgæti sem við fjölskyldan gæðum okkur á. Ég reyni að hugsa sem mest um hollustuna þegar ég kaupi inn. Því miður hef ég engan tíma til að baka en annars get ég alveg mælt með uppskriftinni að speltbrauðinu hennar Sollu sem hægt er að finna aftan á pökkum speltmjölsins hennar. Speltbrauð er óheyrilega dýrt og því frábært að geta bakað það sjálfur ef mað- ur hefur tíma,“ segir hagsýna hús- móðirin i Hafnarfirði að lokum.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.