blaðið - 21.09.2006, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006
blaöiö
Grunaðir úr haldi
Þremur ungmennum var sleppt úr haldi lög-
reglunnar á Selfossi á þriðjudag. Þau voru
handtekin vegna gruns um að hafa stolið
bíl á Húsavík og brotist inn í félagsheimilið
Árnes á Selfossi. Málið er í rannsókn.
Árekstur i Þrengslunum
Tveir bílar skullu saman í Þrenglsunum í
fyrrinótt. Talið er að tildrög slyssins hafi
verið þau að vagn sem var í eftirdragi ann-
ars bílsins hafi fokið þannig að ökumaður
missti stjórn á bifreiðinni.
INNLENT
BOLUNGARVIK
Byrgið fær ekki styrk
Meðferðarheimilinu Byrginu var neitað um styrk frá Bol-
ungarvíkurbæ samkvæmt fundargerð bæjarstjórnar. Þar
er nýjum bæjarstjóra, Grími Atlasyni, falið að fara yfir
styrkbeiðnir liðinna ára og móta sameiginlega stefnu
varðandi styrki í samstarfi við stofnanir bæjarins.
Frístundaheimili:
Enn bíða börnin
Enn eru 437 börn á biðlista að skapa pláss fyrir 150 börn frá
eftir plássi á frístundaheimilum þeim tíma. Vegna manneklu hefur
í Reykjavík samkvæmt tölum frá borgin þurft að grípa til þess ráðs
Iþrótta og tómstundaráði Reykja- að vísa börnum frá en um 55 starfs-
víkur. 1 þarsíðustu viku voru 587 mennvantartilaðfullmannaallar
börn á biðlista og hefur því tekist stöður á frístundaheimilum.
Ættleiðingar:
Fjölgar síðustu ár
„Árlega eru ættleidd á bilinu 20
til 35 börn og því er fjöldinn ör-
lítið sveiflukenndur. Síðustu ár
höfum við fundið fyrir aukningu,”
segir Guðrún Sveinsdóttir, starfs-
maður íslenskrar ættleiðingar.
Starfsemin er sú eina hér á landi
sem hefur löggildingu frá dóms-
málaráðuneytinu og annast milli-
göngu um ættleiðingar barna frá
Indlandi, Kína, Kólumbíu, Tékk-
landi og Taílandi.
Aðspurð segir Guðrún að flest
börn sem hingað komi séu frá
Kína. „Kínverjar hafa haldið best
utan um þessa þjónustu og kerfið
hjá þeim virkar vel,” segir Guðrún.
Frá stofnun Islenskrar ættleið-
ingar 1978 hafa um 500 börn verið
ættleidd erlendis frá.
Auglýst eftir framboðum
til prófkjörs í Reykjavík
Ákveöið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir
alþingiskosningarnar næsta vor fari fram 27. og 28. október næstkomandi.
Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti.
a) Gerð er tillaga til yfirkjörstjórnar innan ákveðins framboös-
frests sem yfirkjörstjórn setur. Tillagan er því aðeins gild að
hún sé bundin við einn flokksmann. Enginn flokksmaður getur
staðið að fleiri tillögum en hann má fæst kjósa f prófkjörinu.
Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í
kjördæminu.
b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til
viðbótar frambjóðendum skv. a-lið.
Hér með er auglýst eftir tillögum að framboðum til prófkjörs, sbr. a-lið hér að
ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir
skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur
skulu vera kjörgengir í næstu alþingiskosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðis-
menn, búsettir i Reykjavík, skulu standa að hverju framboöi og enginn flokks-
maður getur staðið að fleiri framboöum en 10.
Tillögum að framboðum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi,
helst á tölvutæku formi, til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík [ Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi síðar en kl. 17.00, 6. október
2006. Eyðublöð fyrir framboð og æviágrip er hægt að fá á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins
eða á heimasiðu flokksins www.xd.is
Sjálfstæðisflokkurinn
Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík
sími 515 1700 www.xd.ls
w
Meðlagsgreiðendur í vanda
Algengt er að meðlagsgreiðendur
neyðist i svarta atvinnustarfsemi
eftir i vanskil er komið. Viðmælandi
Blaðsins hefur ekki verið á skrá
i fimmtán ár til að komast undan
innheimtukerfi hins opinbera.
Meðlagsgreiðendur neyðast til að stunda svarta:
Hefur ekki verið
■ ■ ■ w mm m w w
til i fimmtan ar
■ Stundað svarta atvinnustarfsemi í fimmtán ár ■ Geta ekki veitt börnum
sínum neitt á eigin forsendum ■ Skuldar yfir þrjár milljónir í meðlög
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Eftir að maður kemst í vanskil þá
stefnir aðeins í gjaldþrot og ég þarf
hreinlega að stunda svarta atvinnu-
starfsemi svo að hið opinbera nái
ekki tökum á mér. í raun má segja
að ég hafi ekki verið til í fimmtán
ár,” segir faðir 21 árs gamallar
stúlku sem síðast liðin fimmtán
ár hefur þurft að stunda svarta at-
vinnustarfsemi. Þegar dóttir hans
var sex ára gömul skildi hann við
barnsmóðurina og í kjölfarið flutti
hún erlendis án þess að hann hefði
eitthvað með það að segja. Sam-
kvæmt lögunum ber forsjárlaust
foreldri allan kostnað af umgengni
við barnið og því þurfti faðirinn að
leggja út í mikinn kostnað til þess
að sjá dóttur sína nokkrum sinnum
á ári.
„Allur minn peningur fór i að
borga ferðalögin ogþví lenti ég í van-
skilum með meðlögin. Ég leitaði til
lögfræðings hjá Innheimtustofnun
sveitarfélagana og þeir sögðu mig
réttlausan með öllu og ég skyldi
bara standa í skilum,” segir faðir-
inn. „Eftir það ákvað ég hreinlega
að hunsa algjörlega meðlögin því
þetta er bara ekki sanngjarnt.
1 dag er þetta komið yfir þrjár
milljónir í vanskil og ég er ekki
skráður fyrir neinum eignum. Ég
er orðinn alveg tilfinningalaus
fyrir þessu kerfi.”
Ég erorðinn
alveg tilfinn-
Ingalaus fyrir
meðlagskerfinu
Ónefndur
faölr
Umgengnirréttur hunsaður
Faðirinn segir fjölda meðlags-
greiðenda í neðanjarðarhagkerfinu
vera töluverðan og þegar í pyttinn
sé komið eiga viðkomandi erfitt
með að vinna sig upp úr því. Agnar
Helgi Arnarsson, tekur undir það
og segir undarlegt að ekki sé tekið
tillit til umgengnisréttar.
„Dóttir mín er mikið hjá mér
þannig að ég legg mikið út í hennar
uppeldi. Það er hvorki tekið tillit
til þess né heildarteknar beggja for-
eldra,” segir Agnar.
“Ég hef ekki lent í vanskilum
ennþá og tel mig heppinn því það
er mjög erfitt að komast út úr vand-
ræðunum þegar þangað er komið,”
segir hann.
Eitt og hálft meðlag
Agnar Helgi bendir á þá skekkju
í meðlagskerfinu að aukameðlag
reiknist með einstaklingum sem
hafa tekjur yfir 270 þúsund krónum.
Slíkt hafi upphaflega verið ætlað
hátekjumönnum en sé í engu sam-
ræmi við raunveruleikann.
„Ég er skyldaður til að borga
eitt og hálft meðlag því að eftir
Tryggja þarf sam-
eiginlegan um-
gengnisrétt i stað
peningagreiðslna
Agnar Helgi Arnarsson
faðir
skilnaðinn þurfti ég að bæta við
mig vinnu vegna meðlagsins sem
skekkti myndina ennþá frekar,”
segir Agnar Helgi. „Ég leitaði til
Björns Bjarnasonar vegna málsins
og hann hafði nákvæmlega engin
raunhæf svör á reiðum höndum.”
Kærleikur framyfir peninga
Aðspurður segir Agnar Helgi
einu lausnina vera þá að taka út
peningagreiðslur í kerfinu og
tryggja jafnan umgengnisrétt í
staðinn. Ef slíkt kæmist á væru for-
eldrar jafnir i alla veru því að í dag
er enginn trygging fyrir því að með-
lagsgreiðslur skili sér til barnsins.
„Kerfið eins og það er í dag kemur
alveg í veg fyrir að meðlagsgreið-
endur geti veitt börnum sínum eitt-
hvað á eigin forsendum. Ég dreg i
efa að margar mæður taki það sér-
staklega fram að viðkomandi flík
eða hlutur sé sérstaklega frá föð-
urnum,” segir Agnar Helgi.
„Ef foreldrum er tryggður sam-
eiginlegur umgengnisréttur leysist
málið og í staðinn fyrir peninga
sýni foreldrar börnum sínum
jafnan kærleik,” segir hann.