blaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 blaðið BANGLADESH Sjómanna saknað Rúmlega fimm hundruð sjómanna er saknað eftir að mikili stormur gekk yfir Bengal-flóa í gærmorgun. Ekkert hafði spurst til fimmtán skipa, en einhverjir sjómenn hafa þegar fundist látnir. Talið er að flestir hafi leitað skjóls á eyjum í flóanum í óveðrinu. Hafi augu með börnum sínum John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, hélt ræðu í gær þar sem hann hvatti múslíma til að hafa auga með því hvort börn þeirra sýndu merki um öfgahyggju. Hróp voru gerð að Reid, en hann flutti ræðuna fyrir múslíma í austurhluta Lundúna. Ber mikla virðingu fyrir íslam Benedikt páfi sagðist í gær bera mikla virðingu fyrir íslam og vonaðist til að ræða hans, sem orsakaði mikla reiði meðal múslíma, leiði til samræðu milli trúarhópa. Hann viðurkenndi að mistúlka hefði mátt orð sín, en ítrekaði að hann hafi ekki ætlað að draga upp neikvæða mynd af íslam. Yfirmaður umferðardeildar: Gatnakerfið sprungið ■ Lögregla og borg að skoða hvað betur hefði mátt fara ■ Bílstjóri ber ábyrgð á frágangi farms mesti Eftir Gunnar Reyni Valþórsson gunnar@bladid.net ,Gatnakerfið ber einfaldlega ekki þá umferð sem fer um borgina dags daglega," segir Guðbrandur Sigurðs- son, yfirmaður umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Óhappið sem átti sér stað í Ár- túnsbrekku á þriðjudag þegar gler- flutningabíll fór á hliðina með þeim afleiðingum að loka þurfti Miklu- brautinni olli gríðarlegum töfum á umferð. Gagnrýnisraddir hafa vaknað um að ekki hafi nægilega vel verið staðið að því að stjórna um- ferðinni í kjölfar óhappsins. Guðmundur segir að umferðar- stjórn hafi verið eins vel heppnuð og ástand gatnakerfis borgarinnar gefur tilefni til. „Á meðan ástandið er eins og það er gefur auga leið að þegar loka þarf stofnbraut eins og gerðist þarna þá fer Austurbær inn einfaldlega í einn hnút.“ Guð- brandur segir að þetta lagist ekki fyrr en gerðar verði endurbætur á gatnakerfiborgarinnar. „Hinsvegar förum við vitaskuld yfir þetta mál og erum í viðræðum við borgina um það hvort eitthvað megi læra af sssu og gera þá betur næst.“ Guðbrandur segir að reynslu- útivarðstjóri lögreglunnar hati stjórnað aðgerðum á staðnum og segist hann í öllu sammála þeim aðferðum sem gripið var til. „Gatna- kerfið er einfaldlega sprungið ogþað er mikið verk fyrir höndum að gera á því úrbætur,“segir Guðbrandur. {kjölfar umferðarteppunnar sem myndaðist á þriðjudag hafa vaknað spurningar um hvað hefði gerst ef neyðarástand hefði komið upp á sama tíma. Hjálmar Björgvinsson, aðalvarðstjóri hjá ríkislögreglu- stjóra, segir að á milli viðbragðs- aðila á höfuðborgarsvæðinu gildi ákveðið samstarf í þeim efnum. „Gefum okkur til dæmis að sjúkra- bíll hefði þurft að fara eins og skot í gegnum umferðarteppuna sem myndaðist í gær. Lögreglumenn á vettvangi myndu þá fá vitneskju um það og hliðra til fyrir sjúkra- bílnum með ýmsum hætti,“ segir Hjálmar. Rannsókn fer enn fram á or- sökum slyssins en getgátur eru uppi um að farmurinn, 20 tonn af gleri, hafi verið illa festur á bílinn. Bíllinn var á vegum undirverktaka hjá Samskipum. Þar á bæ sögðust menn fegnir að engin slys hefðu orðið á fólki í óhappinu en ekki væri tímabært að tjá sig frekar um málið að svo stöddu fyrr en niður- stöðurrannsóknarlægjufyrir. Guð- brandur Stefánsson, formaður bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis, segir að ef það komi í ljós að farmurinn hafi verið illa festur á bílinn eins og líkum hefur verið leitt að þá sé það á ábyrð bílstjórans. Hann segir ekki mikið um að ótryggilega sé gengið frá farmi flutningabíla. „Ég held að yfir höfuð kunni menn til verka og gangi vel frá farmi en auðvitað geta orðið mistök í þeim efnum.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.