blaðið - 21.09.2006, Síða 20
Klippt & skorið
<?/o{- É
\ ^jr
FÆST í 10:11 - FLUTG^TOð LEIFS EIRÍKSSONAR
Bein sala til íyrirtækjá: Fisksöluskrifstofan ehf.
Sími: 555 6660 ♦ Netfang: gullfiskur@gullfiskur.is
blaöid
Útgáfufélag: Árog dagurehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson
Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson
Framboð og eftirsjá
Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, hefur ákveðið að vera ekki í kjöri
til Alþingis næsta vor. Hún ætlar að draga sig út úr stjórnmálunum. Sjálf
segir hún best að hætta meðan eftirsjá sé að sér. Ekki skýrði hún hver sæi
eftir henni né hvers vegna. Sólveig hefur aldrei risið hátt sem stjórnmála-
maður. Bara alls ekki og þess vegna er engin eftirsjá að henni. En best er
að hún haldi að svo sé.
Það má segja um fleiri sem nú ætla að láta af afskiptum af stjórnmálum
eða hafa hætt á liðnum mánuðum. Jóhann Ársælsson er einn þeirra. Hann
hefur setið á Alþingi í sextán ár og eftir þetta langan tíma er hann samt
ekki þjóðþekktur maður. Svo lítið hefur farið fyrir Jóhanni og hans mál-
stað að þjóðin hefur almennt ekki veitt honum athygli. Þannig að ekki er
víst að eftirsjá sé að Jóhanni.
Svipað er ástatt um marga aðra þingmenn, frá þeim hefur fátt eftirtekt-
arvert komið og margir þeirra ná aldrei að verða þjóðþekktir, þrátt fyrir
að sitja árum saman á Alþingi. Segja má að það sé svo sem ekki endilega
rétti mælikvarðinn. Þeir eru ekki endilega bestir sem hæst láta, en samt
er sérstakt að gegna veigamiklu embætti í langan tíma án þess að vekja
athygli. Staða hins almenna þingmanns er sennilega ekkert sérstök. Verði
hann ekki vinsæll í spjallþætti og sé hann ekki þess duglegri að leggja
fram mál, spyrjast fyrir og gera annað sem vekur eftirtekt, dagar hann
uppi einsog hver annar embættismaður. Án allrar athygli og án þess að
honum sé veitt eftirtekt.
Sólveig Pétursdóttir náði ekki að spila vel úr þeim spilum sem hún fékk á
höndina. Hennar verður minnst sem ráðherrans sem lét innrétta fyrir sig
einkasalerni og ráðherrans sem lét gera pappalöggurnar. Vel má vera að
Sólveig hafi gert annað og merkara, en sennilega muna það fáir nema hún
og hennar nánustu. Olíusvikamál eiginmannsins hefur eflaust skemmt
fyrir Sólveigu og ráðið mestu um að hún hafi metið stöðuna þannig að
engir möguleikar væru á endurkjöri og frekari þátttöku í stjórnmálum.
Það er örugglega rétt mat, hitt er örugglega ekki rétt mat, að eftirsjá sé að
Sólveigu. Henni hefur ekki tekist að mynda eftirspurn og þess vegna er
engin eftirsjá. Það er heldur engin eftirsjá að Jóhanni Ársælssyni og það
var engin eftirsjá að Tómasi Inga Olrich þegar hann var gerður að sendi-
herra í París. Sama er hægt að segja um marga aðra þingmenn sem hafa
látið af störfum. Sumra er saknað, ekki endílega vegna þess hversu miklir
þingskörungar þeir hafa verið, heldur vegtía einhvers annars. Kannski
vegna framkomu, greindar, orðheppni eða vegna annarrar skemmtilegrar
framgöngu. Það verður ekki sagt um Sólveigu Pétursdóttur, ekki um Jó-
hann Ársælsson og ekki um svo marga aðra þingmenn. Að þeim hefur
ekki verið nein eftirsjá og engin eftirspurn.
Sigurjón M. Egilsson
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Afialsfmi: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Sfmbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006
blaöiö
Símhringingar úr stjórnarráðinu
Það var dálítið djarfmannlegt af
Hallgrími Helgasyni að segjast vita
um símtöl úr forsætisráðuneytinu
án þess að hafa neitt handfast; jafn-
vel glannalegt, enda voru viðbrögð
íhaldsins þau að þetta væri eins og
allt annað sem væri fullyrt um vald-
níðslu forystu Sjálfstæðisflokksins:
órökstutt og tilhæfulaust. Því að pól-
itísk æra þeirra og líf er í húfi.
Eru hinsvegar allar slíkar fullyrð-
ingar órökstuddar? Ósannaðar? Það
hafafleiri en Baugsmenn orðið fyrir
barðinu á meintri valdníðslu, og
má þar nefna Jón Clafsson. Sterkur
kvittur um að hann hefði verið
flæmdur úr íslensku viðskiptalífi og
úr landi með ofsóknum ráðamanna
úr Sjálfstæðisflokknum var eitt af
því sem vakti sjálfum mér áhuga til
að rannsaka hans sögu. Varð þó að
vera viðbúinn því að ef grannt væri
skoðað reyndust þær ásakanir ekki
annað en bæjarslúður. Ég lét því
engum steini óvelt; tók viðtöl við
ca. too manns úr öllum fylkingum
og plægði í gegnum metersþykkan
gagnastafla. Og útkoman var sú
ályktun mín að það væri hafið yfir
allan vafa eða hreinlega sannað að
hann hefði mátt sæta ofsóknum eða
einelti, ekki síst af hálfu stjórnmála-
manna í hæstu embættum.
Með þetta í huga skrifaði ég 500
síðna bók (Jónsbók, 2005).
Ég reyndi að forðast að hafa 1
frammi fullyrðingar sem hægt væri
að afgreiða sem órökstuddar; ég
vitnaði ýmist í menn sem yrði þá að
draga með mér í svaðið ef einhver
vildi úrskurða bókina sem lygasögu,
eða rituð gögn sem ekki höfðu verið
véfengd. Ein stoðin var margró-
maður 19 síðna greinaflokkur Ag-
nesar Bragadóttur í Morgunblaðinu
um slaginn um Islandsbanka/FBA.
Með því að rekja þráð Jóns í þeirri
’ -
Einar Kárason
miklu lesningu er útilokað annað en
að sjá að gegn honum var plottað úr
æðstu valdastöðum, meðal annars
sjálfu stjórnarráðinu, og vilji ein-
hver kalía það lygi og dylgjur hitta
þeir ekki aðeins sjálfan mig fyrir
heldur einnig Morgunblaðið, Agnesi
ög hennar heimildarmenn.
Nefndur greinaflokkur fjallaði
um yfirráð yfir íslenska bankakerf-
inu; viðleitni kolkrabbans svonefnda
og hins pólitíska arms hans, Sjálf-
stæðisflokksins, til að stjórna því
hverjir fengju þrifist í viðskiptum
hér á landi. Og um það er eftirfar-
andi smásaga:
2002 vantaði fyrirtæki Jóns banka-
lán til að geta klárað Smárabíó. En
fékk hvergi lán; þá réð kolkrabbinn
Islandsbanka, en hinir tveir voru
ríkisbankar.
Til allrar lukku fyrir Jón kom þá
nýr stjóri í Búnaðarbankann, og
hann veitti nauðsynlegt lán; fjárfest-
ingin var raunhæf og veð öll pottþétt.
Menn sem þekktu vel til sögðu mér
að Davíð Oddsson hefði orðið æfur
er hann frétti af lánveitingunni og
hringt samdægurs í nýja bankastjór-
ann og skammað eins og hund.
Framhaldið var mikil kómedía
sem rakin er í bókinni; lánið var
gjaldfellt þegar verst stóð og án þess
að vera í vanskilum, inn í málaferlin
blandaðist meðal annars nætur-
vörður í bankanum; í bókinni full-
yrða lögfræðingar að lánið hafi verið
gjaldfellt af tylliástæðum og í stuttu
máli má segja að öll hafi afferan
orðið bankanum til minnkunar.
Ég var alveg viðbúinn því að ein-
hver myndi segja söguna sem ég
lét flakka um upphringinguna úr
stjórnarráðshúsinu vera hreinan
uppspuna. Sex vikum eftir útkomu
bókarinnar vék sér að mér einn af
toppmönnum bankans og sagðist
vilja leiðrétta það sem sagt væri um
málið í bókinni. Og rökstuddi svo
með óvitlausum rökum að lánið
hefði ekki verið gjaldfellt af hreinni
tylliástæðu.
Ég sagði að hann kynni vel að
hafa eitthvað til sins máls, en sagð-
ist vilja spyrja, úr því hann hefði
bryddað upp á þessu máli, hvort rétt
gæti verið að Davíð hafi hringt um-
rætt símtal þegar lánið var veitt.
„Já,“ sagði þá maðurinn, „það veit
ég vel um og get staðfest hvenær
sem er!“
Höfundur er rithöfundur.
WRA §Vo WV 3É Á WREiisJu fNGiBJcRfi...
>Á TR ÁLLT Á P/IGSK-RÁ T ÞESSuM sLaG
NEWáAÞ BÍT/I, 5FABKA í PUNGirW
06 SÆKJA UM AbiLP flf>
5VR.ÓP USA
VÍKINGASNAKK
í GJAFAPAKKNINGU
LÁTTU HARÐFISKINN TALA
Hörð gagnrýni Öss-
urar Skarphéðins-
sonar, á Albert
Jónsson, sendiherra í
Washington, í viðtali á NFS
kom mörgum í opna skjöldu,
enda eiga menn ekki að
venjast því að stjórnmálamenn veitist að nafn-
greindum embættismönnum með þessum
hætti. Embættismenn eiga engan kost á því
að bera hönd fyrir höfuð sár, en Össur sagði
Albert bera mesta ábyrgð á því hvernig varnar-
viðræðurnar við Bandarikjamenn hafi idúðrast.
össur vlrðist þannig telja að Albert hafi staðið
(viðræðunum uppá elgin spýtur. Lengst gekk
össur þó þegar hann sagði berum orðum að
sendiherrann væri klíkustrákur, Ifkt og hann
hefði ekkert til starfans að bera. Miðað við
fræðastörf og starfsferil hefði klippari þó
haldið að enginn væri hæfari í nákvæmlega
þennan starfa.
w
Ovænt tilkynning Margrétar Frí-
mannsdóttur um að hún hygðist
hætta í stjórnmálum hratt nýrri at-
burðarás af stað í Suðurkjördæmi. Jón Gunn-
arsson úr Vogunum og Lúðvík Bergvinsson
úr Eyjum sækjast eftir 1. sætinu og nú hefur
Björgvin G. Sigurðsson úr Árborg tilkynnt
að hann vilji leiða listann. Stóra spurningin
er hvernig kratar í Reykja- v:!
nesbæ haga sér, hvort þeir
lita á Vogamanninn sem
sinn mann eða hvort þeir 'I
halla sérfremurað Björgvíni
eða Lúðvlk. En síðan gæti
eitthvað annað gerst. Þannig mun vera rætt
um að sækja Guðnýju Hrund Karlsdóttur til
þess að bjóða sig fram.
T
ilkynning Sólveigar Pétursdóttur
kann að rýma frekar fyrir nýliðum í
prófkjöri sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík og er
mat manna að Sigríður
Ásta Andersen, lögfræð-
ingur, kunni að koma sér
tryggilega fyrir á listanum.
Hún er búin að tryggja sér húsnæði undir kosn-
ingamiðstöð sína íLandssimahúsinu gamla, á
sama stað og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Það
þykirmörgumgóðs viti.
andres.magnusson@bladid.net