blaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 24
32 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006
blaöiö
Rithöfundur í vanda
Elif eignaðist sitt fyrsta barn á iau-
gardag, fáeinum dögum áður en
hún þarfað svara til saka fyrir orð
persónu í nýjustu skáldsögu sinni.
napersonu
Orð sem eru lát-
in falla í sam-
tali persóna í
nýlegri skáld-
sögu tyrkneska
rithöfundarins
Elif Shafak
kunna að verða
til þess að hún verði sakfelld fyrir
að móðga tyrkneska þjóðarvitund.
Henni hefur verið stefnt fyrir dóm
þar sem hún á að svara til saka.
Málshöfðunin hefur vakið mikla
athygli ekki aðeins vegna þess fyrir
hvað hún er kærð heldur einnig fyr-
ir þá staðreynd að réttarhöldin yfir
henni hefjast í dag, fáeinum dögum
eftir að henni fæddist dóttir sem var
tekin með keisaraskurði.
Glæpur í skáldsögu
Bastarðurinn í Istanbúl er saga
tveggja fjölskyldna í fjarlægum
heimsálfum sem þó tengjast vegna
atburða í fortíðinni. Önnur fjölskyld-
an býr í Tyrklandi, hin í útlegð í San
Francisco en á rætur að rekja til Ar-
meníu. Það sem fer fyrir brjóstið á
tyrkneskum yfirvöldum er að í einu
atriði bókarinnar tala persónur bók-
arinnar um fjöldamorð Tyrkja á Ar-
menum. Tyrknesk stjórnvöld hafa
ávallt viljað gera lítið úr atburðun-
um og neita því að um þjóðarmorð
hafi verið að ræða. Þessa afneitun
stjórnvalda dregur ein persónan í
efa og það var meira en margir Tyrk-
ir gátu sætt sig við.
Ströng lög gilda um hvað má ekki
segja um tyrkneskt þjóðfélag og tyrk-
neska sögu. Á því fékk rithöfundur-
inn Orhan Pahmuk að kenna þegar
mál var höfðað gegn honum vegna
skrifa hans og sömu sögu er að segja
af fleirum. Þessi lög hafa sætt harðri
gagnrýni, ekki síst á erlendum vett-
vangi, en tyrknesk stjórnvöld hafa
ekki breytt þeim eða fellt þau úr
gildi þrátt fyrir gagnrýnina. Shafak
er því fráleitt fyrsti rithöfundurinn
sem verður fyrir barðinu á lögunum
en þau hafa verið harðlega gagnrýnd
á alþjóðavettvangi.
Vitlaust og grimmilegt
Sjón segir málssóknina á hend-
ur Elif Shafak fádæma vitlausa og
grimmilega. Hann er nýlega kom-
inn frá Hollandi þar sem hann var
í boði De Geus-forlagsins sem gefur
meðal annars út verk Shafak. For-
leggjarar hennar báðu Sjón um að
reyna að vekja umræðu um málið
sem Sjón segir sambærilegt máli Or-
ham Pamuk sem vakti mikla athygli
og var víða gagnrýnt.
„Málið gegn Orhan Pamuk í fyrra-
Vasa
línan
Nú líka með
ALOE VERA
Al Ot VfBA y
Vaseline
Til vonar og var
Vaseline
*°CKIT
\ ,.*■.■ ; ,■ .... .. ■■,.,■ '.’.■
Bókin umdeilda
Bókin kom út á tyrknesku í vor og
varbúið að kæra Shafak þremur
mánuöum síöar.
haust var látið niður falla vegna
þrýstings utan frá en það er sami
hópur ofsatrúaðra lögfræðinga sem
reynir nú enn að fá rithöfund dæmd-
an í fangelsi á sömu forsendum. Að
þessu sinni héldu þeir að þeir hefðu
fundið auðveldara fórnarlamb en
fyrirutan fáránleika málsins þá
hafa tyrknesk yfirvöld tímasett það
svo að réttarhaldið hefst 21. septemb-
er eða sama dag og Shafak á að fæða
barn sitt.”
Sjón kveðst vona að þrýstingur-
inn á tyrknesk stjórnvöld verði það
mikill að málssóknir sem þessi
heyri fljótt sögunni til.