blaðið - 21.09.2006, Side 29

blaðið - 21.09.2006, Side 29
blaöið FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 37 Judý Garland Mesta söngstjarnan í sögu Holly- wood varö snemma háö eiturlyfjum. dótturina Lizu sem varð þekkt leik- og söngkona og hlaut Óskarsverð- laun fyrir leik sinn í Cabaret. Judy Garland þjáðist alla tíð af óöryggi. Hún var lagleg en fannst hún vera ljót. Hún sagði sjálf að hún hefði einungis verið ánægð með útlit sitt í tveimur myndum, Meet Me in St. Louis og The Clock. Hún naut mikillar virðingar vegna hæfileika sinna og var álitin mesta söngstjarnan í Hollywood. En hún efaðist um hæfileika sína og þarfnaðist stöðugrar uppörvunar. Eiturlyfjaneysla hennar olli per- sónuleikabreytingum. Hún fékk hræðsluköst og var haldin ofsókna- ræði. Hún þjáðist af mígreni og svefnleysi og hárflyksur losnuðu úr hári hennar í stórum stíl. Hún varð dyntótt og oft óþolandi í samstarfi. Hún lagðist margoft inn á geðdeild- ir og fór í meðferðir en tókst aldrei að hemja fíkn sína nema í skamm- an tíma í einu. Fall og endurkoma Judy var 27 ára gömul þegar MGM sagði upp samningi við hana. Þá var greinilegt að hún var kom- in á endastöð, mætti seint og illa í vinnu og sýndi af sér framkomu sem fæstir höfðu þolinmæði með. Hún lagðist inn á heilsuhæli og gerði síðan eina af sínum mörgu misheppnuðu sjálfsmorðstilraun- um. Hún skildi við Vincent Minn- elli og giftist framleiðandanum Sid Luft. Þau eignuðust tvö börn. Eftir fjögurra ára frí frá kvik- myndaleik átti Judy eina frægustu endurkomu í sögu kvikmyndanna þegar hún lék í A Star is Born á móti James Mason. Þar sýndi hún besta leik sinn á ferlinum og almennt var búist við því að hún fengi Óskars- verðlaun fyrir leik sinn en það var Grace Kelly sem hreppti verðlaun- in mjög óvænt. Judy tók ósigurinn nærri sér. Næstu árin skemmti hún á sviði. Ömurlegir lifnaðarhættir höfðu gert hana gamla langt fyrir aldur fram. En það var enn líf í henni og þegar hún hélt þriggja tíma tónleika í Carnegie Hall árið 1961 átti hún enn eina eftirminnilega endurkomuna. Tónleikunum hef- ur verið lýst sem mestu nótt í sögu skemmtanaiðnaðarins. Nokkru síð- ar lauk hjónabandi hennar og Sid Lufts. Hún sá um eigin vikulegan skemmtiþátt á CBS-sjónvarpsstöð- inni. Þættirnir fengu mjög góða dóma gagnrýnenda. Áhorfið olli vonbrigðum en þættirnir voru sýnd- ir á sama tíma og Bonanza. Eftir 26 þætti voru þeir teknir af dagskrá. Judy varð miður sín og jafnaði sig aldrei fullkomlega. Uppgjöf Síðustuárin voru mörkuð af áföll- um. Hún hélt í tónleikaferð til Ástr- alíu en gat ekki lengur falið áfeng- is- og dópneysluna. Hún gleymdi textanum og röddin gaf sig. I Mel- bourne lauk tónleikum hennar eft- ir tuttugu mínútur þegar hún var hrópuð af sviðinu. Arið 1964 gerði hún enn eina sjálfsmorðstilraun. Hún tók inn svo mikið magn af töfl- um að nægt hefði til að drepa nokk- ur hross. En líkaminn var orðinn vanur dópinu og leikkonunni tókst ekki að deyja. I sama mánuði gift- ist hún ungum manni, Mark Herr- on, sem var samkynhneigður. Þau skildu eftir sex mánuði. Síðar gift- ist hún veitingahúseiganda, Mic- key Deans, sem var mörgum árum yngri en hún. Á þessum tíma var hún algjör- lega háð dópi og hjónabandið byggð- ist varla á öðru en slagsmálum. Eitt kvöldið sagði hún vinum sínum að hún ætlaði að drepa sig. Morgun- inn eftir fann eiginmaður hennar hana látna í baðherberginu. Hún hafði tekið inn stóran skammt af róandi töflum. Judy Garland var 46 ára þegar hún lést og skuldaði 4 milljónir dollara. Dauði hennar kom engum á óvart, það sem menn furðuðu sig á var að hún skyldi hafa- enst svo lengi. kolbrun@bladid.net iKXfilESl THE BODYSHOP I tilefni af því aö verslanir Body Shop á Islandi kynna um þessar mundir nýja línu föröunarvara, alls um 200 frábærar vörutegundir, fá allir þeir sem versla hvaöa vörur sem er fyrir samtals 4990 kr. eöa meira glæsilegan kaupauka. ■ Um er aö ræöa fallega snyrtitösku sem inniheldm dagkrem X . i meö E-vítamíni (Í5ml). háglansandi varameðferð. litbrigði 04 f (Red Gleam, 6ml), svartan “Super-Vol-ume" -augnháralit (2.5m f^Hi |p' og Kamilluaugnfaröahreinsi (60mi Tilboö þetta gildir meöan birgðir endast Komdu þvi sem fyrst og kynntu þér úrval hvers kyns snyrtivara í verslunum Body Sliop. BODY k SHOP j KRINGLUNNI, SMARALIND, AKUREYRI

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.