blaðið - 21.09.2006, Síða 30
3 8 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006
blaðið
heilsa
heilsa@bladid.net
Epli í nesti
Á haustdögum þegar allir eru á fleygíferð í skóla og vinnu er fátt sem
jafnast á viö hollt og gott nesti. Glansandi og girnileg epli eru tilvalin í
bakpokann. Bragðgóð og stútfull af vítaminum.
Te lengir
Japanar lifa manna lengst og
hefur hinn hái aldur þeirra verið
vísindamönnum nokkur ráðgáta.
Nýlega fengust niðurstöður úr rann-
sókn sem 40.000
japanskir einstak-
lingar af báðum
kynjum gengust
undir þar sem virkni
græns tes var könnuð
en það hefur löngum
verið talið gera heilsunni einstak-
lega gott. íljós kom að grænateið
hafði fyrirbyggjandi áhrif þegar
kom að hjartasjúkdómum en
minnkaði ekki líkur á krabbameini
líkt og margar fyrri rannsóknir
höfðu bent til. Rannsóknin spann-
lífið
aði ellefu ára tímabil og fór fram
í Norðaustur-Japan þar sem um
áttatíu prósent íbúanna drekka
grænt te að staðaldri. Þátttakendur
voru á aldrinum 40 til 79 ára og
höfðu aldrei þjáðst af hjartasjúk-
dómum eða krabbameini
þegar rannsóknin hófst
árið 1994. Þeir voru
látnir drekka mismikið
magn af tei á þessum
tíma og töldu vísindamenn-
irnir sig fara að sjá mælanlegan ár-
angur að sjö árum liðnum. Þá kom
í Ijós að líkur á dauðsföllum voru
26 prósentum lægri hjá þeim sem
drukku mest magn af grænu tei en
hjá þeim sem drukku minnst.
6-pack á sex dögum?
Nei, alveg örugglega ekki.
Notir þú Diet fitubrennslu-
hylkin á réttan máta getur þú
hinsvegar verið viss um
aukna fitubrennslu, hærra
orkustig og minni matarlyst.
Þú færð vöruna i næstu mat-
vöruverslun eða apóteki.
www.eas.is
Niðurstöður doktorsrannsóknar Linn
Anne Bjelland Brunborg við Háskólann í
BergensýnduaðSelolía linar liðbólgur
og liðverki hjá þeim sjúklingum sem
haldnir eru IBD (þarmasjúkdómar sem
valda bólgum), og hefur áhrif á bata
á þarmabólgu. Niðurstöður rannsóknar
hafa sýnt, að omega-3 fitusýrur í
selolíu geta haft fyrirbyggjandi áhrif á
sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúk-
dóma.
Prófessor Arnold Berstad í Bergen
hefur framkvæmt margar rannsóknir á
sjúklingum með liðvandamál sem
orsakast af bólgum í þörmum. Hann
lýsir rannsóknarniðurstöðum þannig:
„Olían hefur ekki einungis áhrif á
verki hjá sjúklingum á árangursríkan
fljótt í Ijós. Viö höfum séö sjúklinga
ná góöum bata eftir einungis viku
meðhöndlun"
k
Gott fyrir:
. Liðina
. Maga- og þarma-
starfsemi
. Hjarta og æðar
. Ónæmiskerfið
Polarolían fæst i apótekum og heilsuhúsum.
L. J
Heilsuhátíð í World Class
Aður en veturinn leggst yf-
ir okkur af öllum sínum
þunga er tilvalið að gera
alvöru úr því að fara að
huga að heilsunni. Ým-
islegt er í boði i þessum efnum og
kann það að vefjast fyrir fólki að
finna þá leið sem hentar best. Á veg-
legri heilsuhátíð sem haldin verður
í World Class, Laugum, dagana 29.
september til 1. október má kynna
sér allt það nýjasta á sviði heilsu- og
líkamsræktar og ættu þar flestir að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Unnur Pálmarsdóttir stendur að
hátíðinni og hefur haft veg og vanda
að skipulagningu hennar. Hún hef-
ur kennt líkamsrækt hér heima og
erlendis um árabil. „Þetta er í fjórða
sinn sem ég skipulegg þessa hátíð
og þessi er sú stærsta hingað til. Ég
hef verið að kenna erlendis síðastlið-
in 8 ár og fékk þaðan þá hugmynd
að tvinna saman andlega og líkam-
lega vellíðan og efna til hátíðar þar
sem fólk gæti kynnt sér ýmsar leið-
ir til að rækta líkama og sál,“ segir
Unnur.
Danshöfundur Micha-
els Jacksons mætir
„Á hátíðina mæta sex erlendir ge-
stakennarar frá Bretlandi, Banda-
ríkjunum og Hollandi. Tveir þeirra
eru að koma í fjórða sinn til íslands
og þeir eiga eina stærstu líkams-
ræktar- og heilsuhátíð í Evrópu sem
haldin er árlega í Blackpool á Eng-
landi. Þetta eru kennarar á heims-
mælikvarða og á hátíðinni munu
þeir til dæmis sýna dans, þolfimi
á palli, þolfimi á gólfi og FitBall-æf-
ingar fyrir kvið og bak,“ segir Unn-
ur. Hún bætir við að danshöfundur-
inn frægi, Milo Levell, ætli einnig
að mæta á staðinn en hann hefur
meðal annars samið dansa fyrir
Michael Jackson, Stevie Wonder, Di-
önu Ross og fleiri. Þess má geta að
hinum bandaríska Levell var árið
2000 boðið til Vatíkansins þar sem
hann tók sporið fyrir páfa.
Á hátíðinni verður einnig boðið
upp á fyrirlestra af ýmsu tagi, með-
al annars um næringarfræði og
vinnustellingar. Einnig mun margt
af léttara taginu verða á dagskrá
en Páll Óskar mun koma og gegna
hlutverki plötusnúðs í risavöxnum
þolfimitíma og Ellý Ármanns ætlar
að spá fyrir þeim sem það vilja.
Sóknarfærin ótal mörg
„Ég held það sé að verða ákveðin
vakning í þessum efnum hér á Is-
landi. Fólk er að vakna til vitund-
ar um að það skiptir öllu máli að
hreyfa sig og borða hollan mat til
þess að heilsan sé góð,“ segir Unnur.
„Hátíðin hefur vaxið ár frá ári og ég
reikna með að þessi verði stærsta há-
tíðin okkar til þessa.“
Unnur er ekki í vafa um að sókn-
arfærin fyrir íslendinga í þessum
efnum séu mörg.
„Ég hef mikinn metnað til að gera
ísland að heilsuparadís og fá fleiri
ferðamenn til að koma á Fusion
Fitness Festival í framtíðinni. Við
erum þegar farin að huga að næsta
ári og það vilja sífellt fleiri þekktir
kennarar og stjörnur koma til ís-
lands því það er svo vinsælt land.“
Þeim sem vilja taka þátt í hátíð-
inni er bent á að senda póst á unn-
ur@fusion.eu.com. Allar nánari upp-
lýsingar má finna á www.fusion.eu.
com.
Unnur Pálmarsdóttir Hefur veg og
vanda að skipulagningu glæsilegrar
ilsuhátíöar.
Mynd/Frikki jjpft"
* I
Andleg og líkamleg
vellíðan takmarkið
Bólulyf talið auka
líkur á þunglyndi
Lyfið Roaccutan hefur verið not-
að við þrálátum bólum í andliti með
góðum árangri um áratuga skeið.
Lyfinu er yfirleitt ávísað til unglinga
sem eru illa haldnir af bólum og er
reiknað með að um 13 milljónir sjúk-
linga hafi notið góðs af lyfinu síðan
það kom á markað árið 1982.
Lengi hefur verið talið að lyfið
geti valdið þunglyndi hjá þeim sem
gangast undir meðferð og nýlega
ýttu rannsóknir vísindamanna við
Bath-háskóla undir þann grun. Vís-
indamennirnir gáfu músum Roacc-
utan um 6 vikna skeið og fylgdust
með hegðun þeirra. Mjós kom að mý-
snar virtust hafa mun minni löngun
til að hreyfa sig eftir að þær hófu
inntöku á lyfinu. Líkamleg hæfni
þeirra hafði þó ekki beðið skaða af
lyfinu svo vísindamennirnir töldu
ekki vafa á því að orsakirnar væru
af andlegum toga og að líklegt væri
að Roaccutan hefði letjandi áhrif á
mýsnar. Yfirmenn rannsóknarinn-
ar ráðleggja notendum lyfsins þó
ekki að hætta inntöku þess en hvetja
foreldra til þess að fylgjast vel með
geðsveiflum unglinga sem nota lyf-
ið og leita læknis ef vart verður við
eitthvað óvenjulegt. Þeir ítreka að
nauðsynlegt sé að vinna að frek-
ari rannsóknum á lyfinu til að hægt
sé að fullyrða að það geti verið orsök
þunglyndis.
Tónlist örvar
börn
Kanadískir vísindamenn unnu ný-
verið rannsókn á því hvaða áhrif
tónlistarnám hefur á ung börn.
Þeir báru saman hóp barna
á aldrinum 4-6 ára sem lagði
stund á tónlist og annan hóp
sem gerði það ekki. (Ijós kom
að börnin sem stunduðu tónlist-
arnámið stóðu sig mun betur á
minnisprófum sem einnig reyndu
á les- og reiknihæfileika þeirra.
Tónlistin virtist hafa haft mikil
áhrif til góðs á þroska barnanna.
Áður hefur verið sýnt fram á að
eldri börn sem voru í tónlistar-
námi stóðu sig betur á slíkum
prófum en börn sem sóttu leik-
listartíma.