blaðið - 22.09.2006, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006
blaöiö
Cheerios er trefjaríkt
og sykurlítið og fer vel
í litla og stóra maga
Cheerios
Mikilvægasta máltíö dagsins
Aflaverðmæti eykst
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam fjörtíu millj-
örðum á fyrri hluta ársins 2006 samanborið við
37,3 milljarða á sama tímabili í fyrra. Samkvæmt
tölum Hagstofunnar hefur aflaverðmæti því aukist
um 2,7 milljarða, eða 7,3 prósent.
Dularfullur gleraugnaþjófur
Rúmlega tvítug stúlka hefur kært þjófnað á gleraugum.
Ekki er vitað hvað þjófinum gekk til enda eru gleraugu
stúlkunnar þeirrar gerðar að þau nýtast aðeins eiganda
sínum. Gleraugu geta verið dýr og því er eignartjónið
fyrir stúlkuna talsvert.
Formaður Skotvíss:
60 þúsund rjúpur
verði skotnar
■ Stjórnvöld stefna að því að takmarka veiðina við 45 þúsund fugla
■ Til athugunar að fella niður tolla á villibráð
Eftir Gunnar Reyni Valþórsson
gunnar@þladid.net
Rjúpnaveiðitímabilið er óbreytt,
frá 15. október til 30. nóvember,
en veiðar verða óheimilar á mánu-
dögum, þriðjudögum og miðviku-
dögum. Sölubann á rjúpu er enn
í gildi og svæði á Reykjanesskaga
verður áfram friðað. Stefnt verður
að því að takmarka rjúpnaveiðina
við 45 þúsund fugla en í fyrra er
talið að um 70 til 75 þúsund fuglar
hafi verið veiddir. Jónína Bjartmarz
umhverfisráðherra tilkynnti í gær
um fyrirkomulag veiða á rjúpu í
haust.
Sigmar B. Hauksson, formaður
Skotvíss, segir raunhæft að áætla að
um 60 þúsund fuglar verði veiddir,
en Jónína segir að ef veiðimenn
standi saman muni takast að halda
veiðinni innan marka.
„Við erum mjög sátt við þessa
ákvörðun ráðherra. Veiðidögum
fækkar um átján frá því í fyrra og
það er í samræmi við að við högum
sókninni eftir stærð stofnsins," segir
Sigmar B. Hauksson, formaður Skot-
víss. „Þessar reglur miðast við að
menn geti veitt sínar jólarjúpur og
ég held að það ætti að vera tækifæri
til þess.“ Sigmar segist hins vegar
ekki hafa trú á því að unnt verði
að takmarka veiðina við 45 þúsund
Sjálfbærar
velðar
markmlðlð
Jónína Bjartmarz
umhverfisráðherra
fugla. „Ég myndi nú telja að það
væri raunhæft að áætla að um 60
þúsund rjúpur verði veiddar á þessu
tímabili," segir Sigmar, „enda er
það allt í lagi að mínu mati.“ Á blaða-
mannafundi sem ráðherra hélt í gær
kom fram að langflestir veiðimenn
hafi orðið við áskorun um að stunda
hófsemi við veiðarnar og segist Sig-
mar sammála því. „Yfirvöld hafa
hins vegar ekki staðið sig nægilega
vel í eftirlitinu. Það hefur verið afar
bágborið eftirlit með sölu á rjúpum
og sömuleiðis með því að menn fari
eftir settum reglum við veiðarnar.
Það eftirlit verður að herða,“ segir
hann.
„Þegar við erum að tala um 45 þús-
und fugla þá er miðað við að veiði-
kortshafar séu um fimm þúsund og
hver og einn veiði þá um níu rjúpur
á mann,“ segir Jónína Bjartmarz um-
hverfisráðherra. „Við höfum verið í
ákveðinni siðbót um að menn veiði
ekki meira en þeir þurfa á sitt hátíð-
arborð og ef allir standa sig í þessu
förum við ekki upp fyrir þetta við-
mið.“ Jónína segir að ef stofninn
verði ekki stærri næsta haust verði
að grípa til ráðstafana. „Við miðum
okkar aðgerðir við sjálbæra nýtingu
á stofninum. Við verðum því öll að
bera sameiginlega ábyrgð." Jónina
segir að í samstarfi við dómsmála-
ráðuneyti verði haft samstarf um
eftirlit og að fylgst verði með veið-
unum úr lofti eftir því sem kostur
verður á.
Sigmar segir að ráð við því að
stemma stigu við of mikilli veiði sé
að fella niður tolla á innfluttri villi-
bráð. Jónína segir að þá hugmynd
sé vert að skoða. „Skotvís fór fram
á það við mig að sá möguleiki yrði
kannaður í samráði við landbún-
aðar- og fjármálaráðherra, að lækka
eða fella niður vörugjöld á innfluttri
villibráð. Þeir vilja meina að ef fram-
boð myndi aukast á villibráð í versl-
unum myndi draga úr ásókninni.
Það má til sanns vegar færa og ég
mun taka þetta til athugunnar og
ræða þetta við þá ráðherra sem hlut
eiga að máli.“
Ekki ogn við þjoðaröryggi:
Netflakk ekki refsivert
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
Ríkislögreglustjóraembættiðrannsak-
aði ábendingu sem það fékk um óeðli-
legan áhuga manns á sprengjugerð og
sprengjuefnum á síðasta ári. Eftir að
upplýsingarnar höfðu verið skoðaðar
kom í ljós að ekki var tilefni til frek-
ari meðferðar af hálfu embættisins
samkvæmt Jóni H.B. Snorrasyni sem
gegnir embætti ríkislögreglustjóra 1
fjarveru Haralds Johannessen.
Ríkislögreglustjóraembættið fer
með rannsókn slíkra mála og fær af
og til ábendingar á ári hverju sem eru
skoðaðar ef tilefni er til.
Netflakk löglegt Ekkiþótti ástæða
til þess að rannsaka mál einstaklings
á síðasta ári vegna mikils áhuga á
sprengjugerð.
Aðspurður segir Jón ábendingu
ekki næga ástæðu til þess að kanna
netnotkun manna eða óeðlilegan
áhuga á einhverju málefni enda slíkt
ekki refsivert.
Dómsúrskurð þarf til þess að
fylgjast með netferðum manna og
þarf rökstuddan grun um að einstak-
lingur ætli sér að fremja brot.
Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt-
arlögmaður telur óeðlilegt ef menn
ætla sér að skoða netnotkun einstak-
linga áður en þeir fremja glæp, nema
fyrir liggi rökstuddur grunur lögregl-
unnar. „Allir tíu ára strákar skoðuðu
það sama þegar þeir voru litlir,“ segir
hann.