blaðið - 22.09.2006, Page 10

blaðið - 22.09.2006, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 blaöið mmmrn Slakað á reglum um handfarangur Bresk stjórnvöld lýstu því yfir í gær að slakað yrði á reglum um handfarangur í farþegaflugi en reglurnar voru hertar fyrir nokkru eftlr að lögreglu tókst að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir á flug- vélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Vaxtahækkunartímabili lokið? Bandarískir sérfræðingar telja að seðlabankinn sé hættur að hækka stýrivexti í bili og að vaxtastigið verði óbreytt það sem eftir lifir árs. Sumir hagfræð- ingartelja að seðlabankinn byrji að lækka vexti næst- komandi vor til þess að vega á móti minni hagvexti. íran mest ógnin Tziþi Livni, utanríkisráðherra ísraels, lýsti því yfir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að klerkastiórnin í (ran væri mesta ógnin við frið í heiminum. Hún vilji útrýma Israel og sækist hart eftir því að komast yfir gereyðingarvopn til þess að ná því markmiði. Tzipi hvatti ríki heims til þess að standa saman gegn ógninii. NA-kjördæmi: Halldór hættir þingmennsku Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks frá árinu 1979, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingmennsku. Halldór leiddi lista Sjálfstæð- isflokksins í Norðausturkjör- dæmi. Arn- björg Sveinsdóttir þingflokksfor- maður sækist eftir fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í kjör- dæminu í komandi kosningum. Vasa línan *\i> Fer vel í veski Ölvaður gestur í dýragarði: Kínverji bítur pöndu til baka Zhang Zinyan, sem er frá Henan- héraði í miðju Kína, hafði setið við bjórdrykkju á veitingastað rétt við dýragarðinn í Peking á þriðjudag. Eftir að hafa drukkið nokkra bjór afréð hann að fara í dýragarðinn til þess að skoða pönduna Gu Gu. Þegar hann kom að búrinu sem Gu Gu býr í kom yfir hann óstjórn- leg löngum til þess að faðma pönd- una. Zinyan stökk yfir girðinguna sem aðskilur Gu Gu frá dýragarðs- gestum og ætlaði að taka utan um hana. Pöndunni, sem var steinsof- andi, brá þegar hinn óboðni gestur nálgaðist og brást við með því að bíta hann í hægra lærið. Ziniyan var ekki ánægður með þessi viðbrögð og sparkaði því í pönduna sem brást ókvæða við og beit hann í vinstra lærið. Ziniyan gat þá ekki hamið sig og svaraði í sömu mynt og beit pönduna í bakið. Aðrir dýragarðs- gestir kölluðu á vörð sem skildi að mann og björn með því að sprauta vatni á pönduna. Pandan hlaut ekki skaða af átökunum en flytja þurfti Ziniyan á sjúkrahús og sauma þurfti fjölda spora í fætur hans. í viðtali við Æskulýðsdagblað Pek- ingborgar sagðist Zhang Ziniyan Panda Kínverji sem sat að sumbli ákvað að bregða sér í dýragarðinn. oft hafa séð pöndur í sjónvarpinu og hann hafi staðið í þeirri mein- ingu að þær væru vinalegar og miklir mannvinir. Enginn hafi sagt honum að þær gætu verið skaðræð- isskepnur sem bitu frá sér. Ziniyan sagðist ennfremur hafa verið hálf- fullur og hann hafi bara langað til að faðma pönduna. Yfirmenn dýragarðsins hafa ákveðið að leggja ekki fram kæru gegn manninum enda telja þau að hann hafi þolað nægilega refsingu frá pöndunni Gu Gu fyrir athæfið. Hvar stendur þú í launastiganum? Ný launakönnun VR er komin út. Kynntu þér niðurstöður hennar á www.vr.is og berðu mánaðarlaun þín saman við kjör annarra félagsmanna. Virðing Réttlæti VR : KRINGLUNNI7 103 REYKJAVÍK ; S. 510 1700 F. 510 1717 : WWW.VR.IS Umferðarþungi á hraðbrautunum Sex stærstu bifreiðaframieiðendurnir sóttir til að greiða fyrir mengun af völdum bila þeirra. Milljarðalögsókn í Bandaríkjunum: Bílafyrirtæki borgi brúsann ■ Fyrirtækin valdi milljaröaskaða ■ Ákærunni fagnað ■ Kosningabrella ríkissaksóknara Ríkissaksóknari Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur kært sex stærstu bifreiðaframleiðendur landsins fyrir að bera ábyrgð á óhóf- legri losun gróðurhúsalofttegunda frá bifreiðum. Með því hafi þeir valdið skaða upp á marga milljarða fyrir íbúa ríkisins. Bill Lockyer ríkissaksóknari lagði kæruna fram síðastliðinn miðviku- dag og er hún sú fyrsta sinnar teg- undar í heiminum. Ákærunni hefur verið fagnað í herbúðum umhverfis- verndunarsinna meðan aðrir telja hana til marks um kosningabrellu og lýðskrum. Bílaframleiðendurnir sem eru ákærðir eru General Motors, Toyota, Ford, Honda, Chrysler og Nissan. Ákæran kemur í kjöl- far lagasetningar ríkis- þings Kalíforníu sem takmarkar losun gróð- urhúsalofttegunda. Samkvæmt þeim lögum þurfa til að mynda bifreiða framleiðendur að dragaúrlosungróð- urhúsalofttegunda frá bílum sínum i fjórðung fyrir árið 2020. Lockyer segir að útblástur frá bílum beri ábyrgð á þriðjungi af allri losun gróðurhúsalofttegunda í Kaliforníu- ríki og þar af leiðandi er hann meg- invaldur að þeim mikla skaða sem hækkun hitastigs hefur haft á um- hverfið. Að sögn Lockyers hafa gróð- urhúsaáhrifin valdið umhverfis- spjöllum og skaðað hagkerfi ríkisins og landbúnað. Stjórnvöld hafi þurft að eyða gríðarlegum fjárhæðum til þess að stemma stigu við þessum áhrifum og nú sé kominn tími til að bifreiðaframleiðendur axli ábyrgð á sínum þætti í skaðanum. Ákæra saksóknarans er sérstök að því leyti að hún snýst ekki um að bif- reiðaframleiðendurnir hafi brotið umhverfisverndunarlög heldur að þeir beri ábyrgð á að hafa skaðað almannahagsmuni. Byssuframleið- endur, tóbaksfyrirtæki og skynd- bitakeðjur hafa verið ákærð á sömu forsendum í Bandaríkjunum síð- ustu ár. Lögfræðingar hafa skiptar ISSA Bill Lockyer Ríkissaksóknarinn er sagður reyna að tryggja sjálfan sig. skoðanir á því hvort slík ákæra gegn bílaframleiðend- unum gangi upp. Sumir sérfræð- ingar benda á að rík- issaksóknari eigi mögu- leika á að vinna málið nái v ''iunvci bb ^ann a^ sannfæra dóm- ^y^vHRYSLER arann um að skaðinn sem bifreiðafram- leiðendur valdi sé óumdeildur og um- talsverður. Talsmaðúr Bandalags bifreiðaframleiðenda i Bandaríkj- unum segir hins vegar út í hött að höfða mál byggt á skaða á almanna- hagsmunum. Hann segir að með málinu sé verið að setja pólitískt mál í hendur dómsvalds sem hefur ekkilögsögu í málinu. Bifreiðafram- leiðendurnir vilja meina að málið opni mönnum leið fyrir ákærur á hendur öllum þeim sem nota jarð- efnaeldsneyti yfirhöfuð. Umhverfisverndunarsamtök hafa fagnað ákærunni ákaft. Stjórnvöld í Kaliforníu hafa fengið mikið hrós fyrir að hafa tekið sér stöðu í fylk- ingarbrjósti baráttunnar gegn gróð- urhúsalofttegundum. En ekki eru allir jafn hrifnir. Margir telja ólík- legt að ákæran gegn bifreiðafram- leiðendunum standist fyrir rétti og ákæran sé fyrst og fremst liður í baráttu Bills Lockyers til að tryggja sérkosninguíembætti fjármálaráð- herra Kaliforníu í nóvember.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.