blaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 blaöió fituskert og eggjaláus gerir gcefumuninn VOGABÆR Sími 424 6525 www.vogabaer.is Þjarmað að Blair David Cameron, leiðtogi breska (haldsflokksins, þjarmaði að Tony Blair forsætisráð- herra í breska þinginu í gær og spurði ítrekað hvort hann styddi Gordon Brown fjármála- ráðherra sem eftirmann sinn. Forsætisráðherrann neitaði að svara spurningum Cam- erons um eftirmann sinn og hélt Cameron því fram að ríkisstjórn Blairs væri lömuð vegna óvissu um eftirmann hans og að ýmis umbótamál sætu á hakanum sökum þess. Ár liðiö frá jarðskjálftanum í Pakistan Enn eru um 400 þúsund heimilislausir. Egyptaland: Fuglaflensa greinist Kona í Egyptalandi hefur greinst með HsNi-afbrigði fuglaflensunnar. Konan hélt aliendur í bakgarði sínum og er talið að hún hafi smitast af þeim. Þetta er í fyrsta skipti sem HsNi-vírusinn greinist frá því í maímánuði. Austurríki: Stefna að stór- samsteypu Heinz Fischer, forseti Austur- ríkis, hefur fengið Alfred Gusen- bauer, leiðtoga Sósíaldemókrata sem unnu óvæntan kosninga- sigur á dögunum, umboð til stjórnarmyndunar. Gusenbauer ræðir fyrst við fulltrúa Þjóðar- flokksins, flokks Wolfgangs Schussels fráfarandi kanslara, og freistar þess þar með að mynda stórsamsteypustjórn. Gusenbauer fær tíu daga til þess að mynda nýja ríkisstjórn. Flokkarnir þurfa að koma sér saman um sameiginlegan flöt á skattamálum, umbætur á mennta- og félagslega kerfi landsins og einkavæðingu en töluvert ber á milli í stefnu- áherslum flokkanna í þessum málaflokkum. ■ Ásunnudaginn var eitt ár liðið frá því að mikill jarðskjálfti skók Kasmír-hérað í Pak- istan snemmadags þann 8. október. Skjálftinn mældist 7,6 á Richter- kvarða, en talið er að um áttatíu þúsund manns hafi látið lífið af völdum skjálftans og 3,5 milljónir manna piisst heimili sín. ■ Ragnheiður Þórisdóttir hjúkr- unarfræðingur er nýkomin til (slands eftir að hafa verið í Pakistan við hjálp- arstörf í sjö mánuði. „Þarna tíðkast ekki að karlmenn skoði konur og markmið okkar var að hafa kven- kyns lækna og kvenhjúkrunarfræðinga til að sinna heilbrigðisþörfum kvenna." NYR OG BETRIJUMBÓ I NÆSTU VERSLUN Kársnesbraut 112 | 220 Kópavogi | 510115546999 | Fax 554 6239 | jumbo@jumbo.is I www.jumbo.is Flestir enn í tjöldum ■ Mikil eyðilegging og ömurlegar aðstæður ■ Skopmyndirnar ollu vandræðum Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net „Eyðileggingin var gríðarleg og að- stæðurnar sem fólk bjó við voru ömurlegar," segir Ragnheiður Þór- isdóttir hjúkrunarfræðingur, sem kom aftur til fslands í siðasta mán- uði eftir að hafa verið í Pakistan við hjálparstörf í sjö mánuði. A sunnu- daginn var eitt ár liðið frá því að mikill jarðskjálfti skók Kasmír- hérað í Pakistan snemma dags þann 8. október. Skjálftinn mæld- ist 7,6 á Richter-kvarða, en talið er að um áttatíu þúsund manns háfi látið lífið af völdum skjálftans og 3,5 milljónir manna misst heimili sín. Ragnheiður kom til Balakot á skjálftasvæðunum í janúarmán- uði, en þetta var í fyrsta skipti sem hún starfaði á slíku hamfarasvæði. „Ég mætti þremur mánuðum eftir sjálfan skjálftann, en enn þann dag í dag búa flestir í tjöldum. Á svæð- inu eru mjög fátæk fjallaþorp, þar sem fólkið stundar sjálfsþurftarbú- skap og sér um sig sjálft.“ Ragnheiður segir að hlutverk sitt í hjálparstarfinu hafi verið að koma á fót heilsugæslu í þorpunum. „Við fórum á milli tíu þorpa og ég reikna með að við höfum skoðað milli hundrað og tvö hundruð manns á degi hverjum, en meginhluti þeirra voru konur og börn.“ Kyngreining þjónustunnar Samfélagið á þessum svæðum er mjög karlmiðað, þar sem karlmenn eru í forsvari og konur fara helst ekki út án þess að vera í fylgd með karlmönnum. Ragnheiður segir að fljótlega hafi komið í ljós nauðsyn þess að sinna heilbrigðisþörfum kvenna sérstaklega þar sem slíkt hafi ekki verið til staðar eða í mjög takmörkuðum mæli. „Þarna tiðkast ekki að karlmenn skoði konur og markmið okkar var að hafa kvenkyns lækna og kven- hjúkrunarfræðinga til að sinna heil- brigðisþörfum kvenna. Við settum þvi á stofn heilsugæslu fyrir bæði konur og karla, þar sem við buðum sérstaklega upp á læknisþjónustu kvenkyns lækna og kvenhjúkrunar- fræðinga sem gátu séð um að efla mæðraeftirlit og ungbarnaeftirlit auk þess að taka meira á vanda- málum kvenna í þessum þorpum.“ Fjórir íslenskir hjúkrunarfræð- ingar störfuðu á skjálftasvæðunum í Pakistan, en Ragnheiður var sú eina sem starfaði í Balakot. „Það voru mikil viðbrigði að koma þangað og í raun ekki hægt að lýsa þessu. Maður gerði sér grein fyrir þvi hvað við höfum það í raun gott hérna á Is- landi,“ segir Ragnheiður sem segist vel geta hugsað sér að fara aftur til starfa á hamfarasvæðum. Önnurmenning Ragnheiður segir að mestu við- brigðin hafi verið að aðlagast menn- ingunni. „Hún er allt öðruvísi, mjög hefðbundin og staða kvenna er mjög veik. Við urðum einnig mjög vel vör við deiluna um dönsku skopmynd- irnar af Múhameð spámanni. Mót- mælendur mótmæltu fyrir framan tjaldbúðirnar sem við bjuggum í og öll okkar starfsemi var sett í hættu og verulega trufluð vegna birtingar þessara teiknimynda. Við komumst ekki til vinnu í tæpar tvær vikur vegna þessa.“ Um fjögur hundruð þúsund manns eru enn heimilislausir af völdum skjálftans. Senn gengur vetur i garð og óttast margir um afdrif hinna heimilislausu þegar veður fer kólnandi. Verði veturinn harður gætu þúsundir manna á skjálftasvæðunum þurft á neyðarað- stoð að halda á ný.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.