blaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 29
blaöiö heilsa heilsa@bladid.net FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 37 Gos i gleri Gott er að velja glerflöskur tíl að drekka ur i stað áldósa. I gosi sem kemur úr áldósum er sex sinnum meira af áli en i sama drykk sem kemur úr glerflöskunni. Það eru alltaf einhver efni sem fara í drykkinn af yfirborði iláts úr áli og plasti og þvi best að velja að drekka úr gleri. xxxxxc Egill hefur lagt stund á ýmsar gerðir bardagalista og kennir fjölbreytt námskeið íþeirri list í Heilsuakademíunni í Egilshöll. r,- 11. \ VWa^ V „ Egill Örn Egilsson er meistari í Scientific Fighting Kennir takta Bruce Lee Egill Örn Egilsson kennir námskeið í Scientific Fight- ing, Scifi-brennslu, Kali og brasilísku Jiu-Jitsu í Heilsu- akademíunni í Egilshöll en Egill er stofnandi Scientific Fighting á fslandi. Nöfnin á námskeiðunum vekja forvitni hjá blaðamanni og hann spyr: Hvað er Scientific Fighting? „Þetta kemur upphaflega frá Bruce Lee en hann var mikið í Scientif- ic Streetfighting. Þar er ekki um neinn ákveðinn stíl að ræða eða að- ferð heldur snýst þetta um að velja hagkvæmustu leiðina sem völ er á hverju sinni. Scientific Fighting er sjálfsvörn. Við göngum út frá því að við erum með tvær hendur og tvo fætur og íþróttin snýst um að nýta það sem þú hefur til þess að verja þig. Það er mikil lógík í þessu og snýst um að nota það sem þú hefur á sem hagkvæmastan máta. Þar sem ekki er um keppnisíþrótt að ræða þá þarf ekki að fylgja neinum reglum, það eru engar hömlur. Maður þarf að læra standandi viðureign, í ná- vígi og liggjandi á jörðinni. Það sem mér finnst mikilvægt að hafa í huga er að þú ert kannski að verja þig gegn andstæðingi sem berst ekki eftir neinum reglum eða innan ein- hvers kerfis og getur verið óútreikn- anlegur. Þess vegna sker Scientific Fighting sig úr hvað varðar aðrar sjálfsvarnaríþróttir eins og karate og júdó þar sem ekki þarf að læra fullt af reglum eða fylgja fyrirfram ákveðnum hreyfingum,” segir Egill. Hvernig fer kennslan fram? „Við æfum í bardögum, með hlífum, því eina leiðin til þess að læra að synda er að stökkva út í djúpu laugina. Þannig að allir fá að sannreyna æf- ingarnar og aðferðirnar,“ segir hann. „Þetta er ekki hættulegt en þetta er bardagaíþrótt," segir Egill þegar hann er spurður um slysahættu í íþróttinni. En koma ekki stundum til hans nemendur sem vilja læra að- ferðina til þess að lumbra á einhverj- um? „Ég hef stundum fengið til mín „tarfa” eins og ég kalla þá sem vilja slást. Besta ráðið við slíkum mönn- um er að setja þá í bardaga gegn minnsta stráknum á svæðinu, oftar en ekki þolir egó tarfanna ekki þá niðurlægingu að láta snúa sig niður þannig að þeir mæta yfirleitt ekki aftur,” segir Egill. Egill er einnig með námskeið í Scifi-brennslu sem eru brennsluæf- ingar í bardagalistaformi þar sem tveir og tveir æfa saman. „Þetta er í fyrsta skipti sem svona tímar eru kenndir á Islandi og þeir eru mjög vinsælir. Tíminn fer þannig fram að það eru settar upp stöðvar með sparkspjöldum, fókuspúðum sem eru festir á hendurnar, boxpúðum og gerðar ýmsar bardagaæfingar. Þetta er mikil brennsla en ég myndi segja að þetta væri skemmtilegri leið en hlaup á hlaupabrettinu,“ seg- ir Egill. Egill kennir líka Kali sem er fil- ippseysk hernaðarlist þar sem barist er með prikum. Þetta eru taktæfing- ar og góð leið til að æfa bæði líkama og huga að sögn Egils. Egill hefur lengi verið að æfa ýms- ar gerðir bardagalistar, hann byrj- aði í karate og fór síðan yfir í hnefa- leika n ára gamall. „Mamma segir að ég hafi fæðst sparkandi,” segir hann en Egill hefur ferðast mikið til að kynna sér hinar ýmsu gerðir bar- dagalistar eins og Scientific Fight- ing. Á næstunni byrjar námskeið í brasilísku Jiu-Jitsu sem er glímuað- ferð sem byggir á notkun vogarafls í stað styrks. Það ættu því allir áhuga- samir um bardagaíþróttir og glímu- brögð að finna eitthvað við sitt hæfi í höllinni hans Egils. Lárpera Þessi bragðgóði ávöxt- ur hentar vel íalls kyns salöt og meðlæti. Bragðgott að hausti Lárpera (avókadó) er bragð- góður ávöxtur sem er fullur af steinefnum, vítamínum og nátt- úrlegum fituefnum. Til eru þrjár tegundir af lárperum: Venjuleg lárpera með steini, hanastélslár- pera og krókódílalárpera. Lárperur henta meðal annars í alls kyns salöt og meðlæti. Hér að neðan er uppskrift að ein- földu lárperusalati sem á vel við á hlýjum sumardegi. Hráefni: Vz lárpera (avókadó) 1/2 pressaður lime-ávöxtur 1 teskeið af ólífuolíu 3 kirsuberjatómatar Sletta af tabaskósósu 2 teskeiðar af hreinni jógúrt 2 ristaðar brauðsneiðar Aðferð: Afhýðið lárperuna og skerið hana í strimla. Setjið hráefnið í skál og blandið varlega saman. Berið fram með brauðsneiðinni. Þriggja daga hreinsun Það getur verið hollt að hreinsa líkamann öðru hverju sérstaklega ef þú þjáist af stressi og þreytu. Það þarf ekki að fasta í marga daga til þess að líkaminn hreinsist en þessi aðferð gefur aukna orku og vellíðan. Dagur 1. Hreinsaðu kerfið Drekktu mikið af vatni eða ferskum ávaxtasafa og slepptu kaffi og alkóhóli. Byrjaðu daginn á léttum morgunverði, í hádeginu er gott að fá sér pasta (spelt eða heilhveiti) og í kvöldmat er sniðugt að fá sér salat eða fisk. Eftir kvöldmatinn skaltu fara í hress- andi langa gönguferð. Dagur2. Nú skaltu drekka eins mikið vatn og þú getur og sleppa ávaxtasaf- anum. Ferskir ávextir eru á mat- seðli dagsins í morgunmat, grænt salat í hádeginu og gufusoðinn fiskur í kvöldmat. Nú er gott að fara í eins og einn jógatíma, til að koma meltingunni í gang og hreinsa eiturefni úr líkam- anum. Teygjur eru mjög góðar til þess að losa líkamann við ' ý.1 eiturefni sem safnast fyrir. Dagur 3. 'ítötjjk. í dag á að drekka mikið af vatni og borða eins mikið af ferskum ávöxtum og þú getur í.þig látið. Ekki reyna mikið á þig þar sem orkan er ekki hundrað prósent. Eftir þessa þriggja daga hreins- un þá ættir þú að vera full/ur orku, svöng/svangur en með hreinan huga. Bragðgóð kex TlLVALIN SEM NESTf í SKÓLANN OG VINNUNA Pakkað í umbúðir sem gerir það sérlega hentugt SEM NESTI í SKÓLANN OG VINNUNA Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum Dreifing:Yggdrasill ehf SUÐURHRAUN 1 2b Garðabæ i j

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.