blaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 blaðið Kæri Jónas Jónas Bjarnason sendi mér opið bréf hér á síðum Blaðsins á þriðju- daginnvar. Hannspurðimigþeirrar spurningar hvort ég væri nógu hugrakkur til þess að hafa skoðun á fiskveiðráðgjöfinni og hvort ég myndi ekki tala um nýtingu á fleiri auðlindum en orku nú þegar ég hef gefið kost á mér til stjórnmálastarfa. Jónas byrjar í bréfi sínu á því að vísa til ræðu sem ég hélt á fundi sem Samtök iðnaðarins héldu um nátt- úruvernd og náttúrunýtingu. Hann vitnar til orða minna og segir síðan: ,Það skín í gegn Illugi, að þú ert að tala um og með hugann við vatnsafl og gufuafl, fyrst og fremst“. Nú er það svo að ég hóf ræðu mína hjá Samtökum iðnaðarins á þeim orðum að ég ætlaði, ólíkt þeim öðrum sem töluðu á undan mér, að ræða um nýtingu náttúruauðlinda almennt. Ég minntist vissulega á Gæfuspor að koma á sér- eign í sjávarút- veginum. Ulugi Gunnarsson raforkumarkaðinn en þá í samhengi við þann ramma sem ég tel að eigi að gilda um náttúrunýtingu almennt. Reyndar gerði ég sérstaka athuga- semd í umræðum síðar á fundinum um að ég teldi umræðuna vera um of markaða af Kárahnjúkavirkjun og það ætti að gleðja þig, kæri Jónas, að ég nefndi sérstaklega að það þyrfti að ræða meira um nýtingu auðlinda sjávar en gert hefur verið. En ef þú vilt skoða nánar það sem ég sagði á þessum fundi þá getur þú farið inn á heimasíðuna mína, illugi.is og séð og heyrt ræðuna alla. Kjarkur og kvótakerfið Hvað varðar skoðanir mínar um sjávarútvegsmál og nýtingu fiski- stofnanna þá hef ég tjáð mig um þau mál á opinberum vettvangi nokkrum sinnum. Ég er þeirrar skoðunar að það háfi verið sérstakt gæfuspor fyrir okkur íslendinga að koma á séreignarkerfi í sjávarútveg- inum. Aflamarkskerfið hefur gert mikið gagn fyrir þjóðina, liðinn er sá tími þegar sóknin var glórulaus en í staðinn reyna nú útgerðarmenn að lágmarka kostnað sinn en há- marka verðmæti aflans. En ég hef líka bent á það að aflamarkskerfið hefur sína annmarka. Ég veit ekki hvort þú hefur, Jónas, fylgst með þeim ágæta þætti Sunnudagsþætt- inum á Skjá einum meðan sá þáttur var og hét. í einum þætti fékk ég til míri forstjóra Hafró til að ræða við hann um ástand þorskstofnsins. Þar Nýtttáknumgæð Veldu Ford. Við staðgreiðum gamla bílinn þinn Þú veltir fyrir þér hvernig best er að losna við gamla bílinn. Brimborg kaupir hann af þér staðgreitt'* veljir þú bíl á góðu uppskerutilboði Brimborgar. Pú losnar við allt umstang við að selja og lækkar þinn kostnað. Komdu i Brimborg. Kynntu þér hvernig þú geturfengið þér nýjan Ford á uppskeruverði. frekan ' vvwvi 1ord.is brimborg Öruggur stadur til aö vera 6 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, símí 462 2700 | www.ford.is irvara og að auki er . . . jierlendramynta.Rekstrarleigaermiouðvið . ...... framleiöanda og Brimborgar er ínnifalió I leigugreiðslu og ailt aö 60.000 km akstur á kaupverö háO gengi. Bílasamningur er lán með 20% úlborgun og mánaöarlegum greiöslum 184 mánuði og eru háöar ■ greiöslur f 39 mánuði sem ern háðar gengi erlendra rnynla og vöxtum þeirra. Smur- og þjönustueftirlit samHvæmt ferli tfrnabilinu. *" Staðgreitt 45 dögum eftir afhendingu nýja bflsins. Nánari upplýsingar veita söluráðgjatar Brimborgar. viðraði ég einmitt áhyggjur mínar af því hvort genamengi þorskstofnsins væri að brey tast og benti sérstaklega á tölur um lækkandi kynþroska hjá þorskstofninum. Þær tölur kannt þú auðvitað aftur og bak og áfram. Ég hef einmitt spurt að því hvort sú að- ferð sem við höfum til að skilgreina eignarréttinn sé sú besta. Eignar- rétturinn er algerlega nauðsynlegur en verkefnið er að tryggja að hann sé þannig skilgreindur að við náum að hámarka afrakstursgetu stofn- anna. Það kerfi sem við notum nær einungis að skilgreina eignarréttinn að hluta. Brottkast og veiði ofan af stofninum geta til dæmis haft al- varlegar afleiðingar fyrir vöxt og viðgang stofnsins. Einmitt vegna þess að okkur hefur ekki tekist að finna leið til að skilgreina eignarrétt- inn nægjanlega vel í fiskveiðum þá þurfum við á því að halda að stjórn- völd taki þátt í veiðistjórninni með svæðalokunum og öðrum aðgerðum sem koma ófullkomnu eiganarrétt- arkerfi til hjálpar. Þessari skoðun hef ég haldið á lofti á opinberum vettvangi. Hugrekki og Hafró Ég hef einnig haft mínar efa- semdir um það fyrirkomulag sem við höfum haft á hafrannsóknum hér á íslandi. Á Hafró starfa margir mjög færir sérfræðingar á sínu sviði sem eftir fremsta megni reyna að veita stjórnvöldum bestu ráðgjöf. En ég tel starfsumhverfi Hafró ekki heppilegt og það þurfi að gera breyt- ingar á því til að tryggja að það eigi sér stað öflug vísindaleg umræða um hafrannsóknir. Sú umræða er eitt mesta hagsmunamál okkar fslendinga. Ég setti fram í grein í Fréttablaðinu nýverið eftirfarandi hugmynd: „ég hef alltaf verið á móti viðbótarskattinum sem var lagður á útgerðina til að ná sátt um afla- markskerfið. Ef ekki á að fella það gjald niður þá legg ég til að það verði nýtt til frekari rannsókna á lífríki hafsins. Hvernig væri að nota þá peninga til að byggja upp í Háskóla lslands rannsóknarstofnun semyrði einhvers konar mótvægi við Hafró. í háskólanum er til staðar gríðar- leg þekking á tölfræði, líffræði og öðrum þeim greinum sem skipta máli í hafrannsóknum. Það sem meira er, háskólasamfélagið er gagn- rýnið og opið og því ágætar líkur á að þar fari fram gagnrýnin umræða. Þessari rannsóknarstofnun yrði ætlað að vinna úr gögnum Hafró og skila sjávarútvegsráðherra tillögum um heildarafla samhliða tillögum Hafró. Ef mismunur er á tillög- unum þá þurfa vísindamennirnir að útskýra í hverju sá munur fellst.“ Dirfska og deilumál Kæri Jónas. Það þarf ekki eitt- hvert sérstakt hugrekki til að hafa skoðanir eða berjast fyrir þeim á opinberum vettvangi. Ég vil því leiða hjá mér spurningu þína til mín þess efnis. En ég ber mikla virðingu fyrir framlagi þínu til umræðunnar um þetta mikla hagsmunamál okkar íslendinga. Ég er algerlega sammála þér um að umræðan um náttúruvernd og náttúrunýtingu er alltof mikið mörkuð af deilunum um Kárahnjúkavirkjun og álverið. Við þurfum að nálgast þessi mál af mikilli alvöru og gæta okkar á því að missa ekki sjónar á öðrum mik- ilvægum auðlindum okkar en þeim sem fólgnar eru í hálendinu og ork- unni í fallvötnunum. Það er fleira matur en feitt ket. Höfundur er hagfræðingur og tekur þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Mundu cítir uö linna besta 1 áður en þú haupir dehh! • ■ mj m Smurþjónusta Alþríf • Rafgeymar v Dekkjaþjónusta Sími: 557-9110 www.bilko.is /#ass n Car-rental / Bílaleiga Sími: 555 3330 www.hasso.is ’■>■■•■■ 1 ; j^:i»aáMteiiBÍaBfeÉÉ2 _ Vetrardekk - Heilsársdekk - nagladekk - loftbóludekk Q j m Rofvf verd> öjw * Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.