blaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 24
32 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006
blaðið
KoU
kolbrun@bladid.net
*
VI r
Lil
Sterkasti maöur í
heimi er sá sem
stendur einn
Afmælisborn dagsms
LUCIANO PAVAROTTI STÓRSÖNGVARI,
1935
RALPH WILLIAMSTÓNSKÁLD, 1872
Henriklbsen
Heilræðavísur
Hallgríms
Bókafélagið Ugla hefur gefið út
hinar sígildu Heilræðavísur Hall-
gríms Pét-
urssonar
með nýjum
mynd-
skreyt-
ingum
önnu Þóru
Árnadóttur.
Bókin er
öll í iit og
er hver vísa myndskreytt á einni
opnu. Myndirnar lýsa þeim
tiifinningum sem textinn vekur. í
myndskreytingunum eru notaðir
akríllitir og blýantur.
Heilræðakvæði voru vinsæl
kveðskapargrein um daga Hall-
gríms Péturssonar (1614-1674).
Þar gafst tækifæri til að koma
á framfæri með skemmtilegum
hætti, ekki síst til barna, nyt-
sömum sannindum og góðum
ráðum um sið og brag. Hall-
grímur orti allmörg kvæði af
þessu tagi og eru Heilræðavísur
hans þeirra kunnust.
Heilræðavísurnar hafa notið
mikillar hylli, en segja má að
þær lýsi flestu því sem verða
má hverjum manni til gæfu og
gengis.
Saga eftir Ágúst
Borgþór komin
út á Englandi
Smásagnasafnið Decapolis
- Tales from
Ten Cities - er
komið út hjá
Comma Press
í Manchester
á Englandi. í
bókinni eru
tíu sögur eftir
jafnmarga
evrópska sam-
tímahöfunda.
Meginþema
bókarinnar er borgarlíf í nútím-
anum og voru valdar til birtingar
sögur sem taldar voru lýsa
evrópskum borgum á frumlegan
hátt. Ágúst Borgþór Sverrisson
er fulltrúi íslands í bókinni og
birtist eftir hann sagan Fyrsti
dagur fjórðu viku en hún lýsir
degi í lífi atvinnulauss manns í
Reykjavík.
Smásagnasafnið verður kynnt
á alþjóðlegri bókmenntahátíð í
Manchester. Hefur Ágústi Borg-
þóri verið boðið á hátíðina og
mun hann lesa upp á kynning-
unni í Manchester laugardags-
kvöldið 21. október.
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
„Með uppbyggingu Þórbergsseturs
held ég að aðdáendur Þórbergs séu
farnirað skriöa úr skúmaskotum og
þjappa sér saman. “
Skáldskapur úr lífinu sjálfu
Þórbergur Þórðarson Þór-
bergsþing verður haldið 13. og
14. október að Þórbergssetri á
Hala í Suðursveit.
ér finnst hafa verið
einkenni á umræðu
um Þórberg Þórðar-
son að menn virð-
ast sammála um að
hann sé góður stílisti og hafi verið
sérvitringur, jafnvel trúður. Svo seg-
ir fólk beinlínis að hann sé enginn
rithöfundur, hann sé bara stílisti
- rétt eins og hægt sé að aðskilja það,“
segir Þórunn Hrefna Sigurjónsdótt-
ir bókmenntafræðingur en hún er
ein þeirra sem flytja erindi á Þór-
bergsþingi sem haldið verður 13. og
14. október að Þórbergssetri á Hala
í Suðursveit.
Svo mikið meira en stílisti
Erindi Þórunnar Hrefnu nefnist
Bara stílisti og sérvitringur - um
Þórberg í skugganum. „Ég hef skoð-
að umfjöllun um bækur Þórbergs
allt frá útkomu þeirra til dagsins í
dag. Talið um að hann væri trúður
hófst snemma og er enn við lýði,“
segir Þórunn Hrefna. „Þórbergur
er iðulega settur við hliðina á Hall-
dóri Laxness og þá er talað um að
hann sé lakari og ekki eins mikill
rithöfundur af því að hann skrifaði
ekki skáldsögur. Laxness tók per-
sónur úr lífinu og bjó til úr þeim
skáldsagnapersónur. Þórbergur bjó
til skáldsagnapersónu úr sjálfum
sér. Hann bjó til skáldskap úr líf-
inu sjálfu og það finnst mér mjög
heillandi.
Þórbergi hefur verið ýtt til hlið-
ar með orðunum: „Já, já, hann var
ágætur stílisti“. En hann var svo
miklu meira en það. Með uppbygg-
ingu Þórbergsseturs held ég að
aðdáendur Þórbergs séu farnir að
skríða úr skúmaskotum og þjappa
sér saman.“
Þórbergur og Laxness
Verk Þórbergs hafa ætíð höfðað
meira til Þórunnar Hrefnu en verk
Halldórs Laxness. „Þórbergur nær
að tala til manns sem Islendings.
Svo finnst mér hann afskaplega
fyndinn. Vitaskuld er hann líka góð-
ur stílisti, eins og allir viðurkenna.
Þar að auki er ég mjög sammála
Þórbergi í pólitík, sem er reyndar
aukaatriði.
Þegar ég var í grunnskóla og
menntaskóla voru verk eftir Þór-
berg ekki á lestrarlista en þar var
hvert verkið á fætur öðru eftir Lax-
ness. Það var eins og Þórbergur
væri ekki til. Ég kynntist verkum
Þórbergs þegar ég var sextán ára.
Afi var bóndi og hafði gaman af að
spjalla við sölumenn. Hann bauð
þeim inn í kaffi og þeir prönguðu
inn á hann bókum, þar á meðal
ritsafni Þórbergs. Svo réttlætti afi
kaupin fyrir ömmu með því að
hann hefði keypt bækurnar handa
mér. Ég fór að lesa Þórberg og byrj-
aði á íslenskum aðli, sem mér fannst
ótrúlega skemmtileg bók. Ég skildi
ekki hvaða samsæri það var að hafa
falið þennan mann fyrir mér. Svo
las ég allt safnið og Bréf til Láru er
í uppáhaldi, bók sem talar enn til
okkar á svo afgerandi hátt. Ég reyni
að lesa ritsafn Þórbergs einu sinni
á ári. Ég vil ekki gleyma því hvað
Þórbergur er yndislegur.“
idsbankinn
glenska dansflokksins
Q Námufélagar
»tt á sýningar Id.
Traustur bakll
Vöröul
fá 50%
I komin e.'Ölöfu Ingólfsd.
Hver um sig e. vaðai
Aðrar sýningaq
13-15-19-20-22-októ'beri
Miðasala I Borgarleikhúsinu
menningarmolinn
Weissmuller verður Tarzan
Á þessum degi árið 1931 réð MGM-
kvikmyndafélagið ólympíumeistar-
ann Johnny Weissmuller til að leika
Tarzan. Weissmuller hafði keppt í
sundi á Ólympíuleikum árið 1924 og
1928 og samtals unnið til fimm gull-
verðlauna.
Weissmuller lék í fyrstu Tarzan-
mynd sinni árið 1932 og síðan í fjöl-
mörgum framhaldsmyndum. Þótt
aðrir hefðu glímt við hlutverkið á
undan honum og margir léku það á
eftir honum þá er hann enn talinn
vera besti Tarzan kvikmyndasögunn-
ar. Höfundur Tarzan-bókanna, Edg-
ar Rice Burroughs, var afar ánægður
með frammistöðu Weissmullers.
Eftir að Weissmuller sagði skilið
við Tarzan lék hann í fjölda mynda
um ævintýramanninn Frumskóga- við Tarzan-myndirnar. Weissmuller
Jim, en þær myndir jöfnuðust ekki á lést árið 1984,79 ára gamall.