blaðið - 03.11.2006, Side 8

blaðið - 03.11.2006, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 blaðiö UTAN ÚR HEIMI Á þriðja tug féllu 29 létust í bardögum milli lögreglu og uppreisnar- manna í marxistahreyfingunni FARC í Tierradentro í norðurhluta Kólumbíu á miðvikudag. Uppreisnarmenn- irnirgerðu áhlaup á lögreglustöð og féllu 17 lögreglu- menn, 11 uppreisnarmenn og einn óbreyttur borgari. Styðja ekki þvingunaraðgerðir Rússnesk og kínversk stjórnvöld hafa gefið til kynna að þau styðji ekki þvingunaraðgerðir gegn (rönum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar vilja beita þvingunaraö- gerðum gegn klerkastjórninni í Teheran. SAMEINUÐU ÞJOÐIRNAR Panama í öryggisráðið Stjórnvöld í Gvatemala og Venesúela hafa ákveðið að draga framboð sitt til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til baka. Allsherj- arþingið hefur kosið tæplega fimmtíu sinnum á milli Venesúela og Gvatemala en hvorugu ríkinu hefur tekist að tryggja sér nægilegan fjölda atkvæða til þess að bera sigur úr býtum. Prófkjör Samfylkingarinnar: Iran: Verðlaunaður fyrir skopmynd Marokkómaðurinn Abdollah Derkaoui fékk fyrstu verðlaun í alþjóðlegri samkeppni um bestu skopmyndina um helförina og hlaut tæpa milljón að launum. Samkeppnin var haldin af ír- önum en ákveðið var að efna til hennar í kjölfar hins svokallaða skopmyndamáls sem kom upp eftir að danskt dagblað birti grínmynd af spámanninum Múhameð. Mynd Deraoui sýnir ísra- elska verkamenn vera að hlaða öryggisvegg sem smám saman skyggir á Al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem. Á veggnum er svo mynd af hinum alræmdu Au- schwitz-fangabúðum. Að sögn íranskra embættismanna var markmið samkeppninnar að draga fram að Palestínumenn eru óbein fórnarlömb helfarar- innar gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Leifsstðð: Fleiri fljúga til landsins Mbl.is Samtals komu 685 þúsund farþegar til landsins um Keflavík- urflugvöll fyrstu níu mánuði árs- ins, borið saman við 599 þúsund farþega á sama tíma í fyrra. Þetta er 14,2 prósenta aukning. Síðastliðna tólf mánuði, til loka september, komu 842 þúsund farþegar til landsins og er það 13,7 prósenta aukning frá tólf mán- uðum þar á undan, að því er segir í Hagvísum Hagstofu íslands. Baráttan mest milli Jóns og Björgvins ■ Stóriöjan hefur veikt flokkinn ■ Peningamál hindra framboð kvenna Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Ég held að Lúðvík Bergvinsson nái því að verða í fyrsta sæti og að slagur- inn um annað sæti verði harðastur á milli Björgvins G. Sigurðssonar og Jóns Gunnarssonar." Þetta er mat Árna Gunnarssonar, fyrrverandi al- þingismanns og framkvæmdastjóra, um úrslitin í prófkjöri Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi á laugar- daginn. Alls gefa sautján manns kost á sér í prófkjörinu og sækjast ofangreindir þingmenn allir eftir fyrsta sætinu. Árni bendir á að atkvæði frá Vest- mannaeyjum geti vegið mjög þungt þótt atkvæðamagnið sé Reykjanes- megin. „Árborg vigtar líka tals- vert og myndi þá líklegi vigta fyrir Björgvin á móti Vestmannaeyjafylgi Lúð- víks. En kannski ræðst þetta af atkvæðunum á Reykjanesi.” Það er skoðun Árna að Róbert Marshall fréttamaður, sem sækist eftir fyrsta til öðru sæti, nái einhverju fylgi til sín. „Það er ekki spurning. En ég veit ekki hvort hann vegur að þessum mönnum sem eru hér fyrir. Ég hygg að það geti orðið svolítið erfitt fyrir hann þótt hann sé úr fjölmiðlaheim- inum.“ Af frambjóð- e n d u n u m sautján eru aðeins fimm konur og er tveimur þe- irra stillt upp í annað til þ r i ð j a FRAMBJOÐENDUR I PRÓFKJÖRI: 1. sæti: Björgvin G. Sigurösson Jón Gunnarsson Lúðvík Bergvinsson 1-2. sæti: Róbert Marshall 2. sæti: Hlynur Sigmarsson 2 - 3. sæti: Ragnheiður Hergeirsdóttir Sigríður Jóhannesdóttir Önundur S. Björnsson 2 - 4. sæti: Júlíus H. Einarsson 3 - 4. sæti: Árni Rúnar Þorvaldsson Guðrún Erlingsdóttir Hörður Guðbrandsson 3 - 5. sæti: Gylfi Þorkelsson Jenný Þórkatla Magnúsdóttir Unnar Þór Böövarsson 4 - 5. sæti: Bergvin Oddsson Lilja Samúelsdóttir sæti, Ragnheiði Her- geirsdóttur, bæjarfull- trúa í Árborg, og Sig- riði Jóhannesdóttur grunnskólakennara. Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmála- fræði, telur að það geti verið slæmt fyrir Samfylking- una, sem haft hefur mikið fylgi kvenna, ef framboðslistar hennar endurspegla það ekki. „Ef þetta virkar ekki hjá Samfylkingunni sjálfri er það algjörlega ónýtt vopn.“ Árni segir að konur þurfi að ræða sín á milli hvernig standa megi betur að framboði þeirra. „Konur eru ekk- ert öðruvísi skapi farnar en karlar og það kemur upp ágreiningur um góðan leiðtoga innan þeirra raða eins og hjá körlunum. Annað atriði er peningamál. Það er mjög alvar- legt því að það stefnir í að þeir einir geti farið í framboð og prófkjör sem hafa aðgang að fjármagni. Ég held að það kunni að vera erfiðara fyrir konur af ýmsum ástæðum auk þess sem þær eru passasamari á fé.” Umræðan um stóriðjuna hefur veikt stöðu Samfylkingarinnar, að mati Árna. „Á sama tíma og flokk- urinn gefur út stefnu um takmark- aða stóriðju eru þingmenn sem lýsa því yfir að þeir vilji fara aðra leið. Ég held líka að yfirlýsingin um tollanið- urfellingu á matvælum á skömmum tíma hafi farið illa í þá þingmenn sem bera hag dreifbýlisins og land- búnaðarins fyrir brjósti.” Árni telur að þessi mál hafi breytt svolítið myndinni af flokknum. Hann vill að lögð verði meiri áher- sla áhin klassísku mál jafnaðarstefn- unnar. „Ég vil að áherslurnar verði ríkari í málefnum aldraðra og jafn- réttismálum karla og kvenna.” Srí Lanka: Loftárásir á tamíltígrana Stjórnarherinn á Srí Lanka gerði loftárásir á uppreisn- armenn tamílsku tígranna í austurhluta landsins í fyrradag. Engar fregnir bárust um mann- fall í röðum uppreisnarmanna. Talsmaður hersins segir að loftárásirnar hafi verið gerðar til þessa stöðva stórskotaliðsárásir tígranna. í yfirlýsingu frá tígrunum kemur hinsvegar fram að stjórn- arherinn hafi gert árásirnar fyrir- varalaust og að þær séu fyrirboði um stórfelldar hernaðaraðgerðir gegn þeim. Fyrr um daginn særð- ist hermaður og einn óbreyttur borgari féll í sprengjuárás tígranna í Vavuniya-héraði. Frjálshyggiumenn: Selja bjór í miðbænum Ungir frjálshyggjumenn ætla sér að selja bjór á Lækjartorgi klukkan 14 í dag til að mótmæla einokun ríkisins á sölu áfengis. Bjórinn verður seldur öllum sem hafa náð 20 ára aldri. Hlynur Jónsson, for- maður ungra frjálshyggjumanna, segir að þeir vonist til þess að þetta hristi upp í stjórnvöldum og segist hann ekkert kvíða aðgerðum yfirvalda. Þeir segja að frjáls sala áfengis þekkist í flestum löndum og því ætti ísland „ekki að vera fast í viðjum fortíðar“. Samkeppni myndi að öllum líkindum auka verulega þjón- ustu við neytendur. Barnahúsgögn sem stækka Barnahúsgögnin okkar bjóða upp á ótal samsetningarmöguleika og sveigjanleika sem gerir þér kleift að nota eitt og sama rúmið allt frá því barnið hættir í grindarrúminu og fram á unglingsár. 6 ára 12 ára iHHCJhiiiJUiumiLit) Sérverslun með barnahúsgögn og fylgihluti Fossaleynir 6 - 112 Reykjavík - Sími: 586 1000 - Fax: 586 1034 - www.husgogn.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.