blaðið - 03.11.2006, Qupperneq 14
blaöið
14 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006
HVAÐ MANSTU?
1. Ástsæll veðurfræðingur lét af störfum hjá Veðurstofu (slands í vikunni:
Hvað heitir hann?
2. Hver söng lagið um L.M Ericsson?
3. Hvað heitir heimilisköttur Simpson-fjölskyldunnar?
4. Hvað heitir sendiherra Breta á íslandi?
5. Hver orti um Ódysseif hinn nýja?
GENGI GJALDMIÐLA
Svör:
c= w
o ffl ■*-*
CO 7ö
00 »52 p
c.
2 .E « “ c 8
03 > -5 S c «0
E? I? J= co =
a oa (/} < -3 o
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Evra
KAUP
67,52
128,93
11,56
10,43
9,38
86,16
SALA
67,84
129,55
11.63
10,49
9,43
86.64
Þingkosningar í Bandaríkjunum:
Demókratar ná meirihluta
Demókratar meö naumt forskot í sex lykilríkjum ■ Fjórir kæröir fyrir kjörskrársvik í Missouri
Samkvæmt nýrri
könnun Reuters-frétta-
stofunnar og Zogby-
rannsóknarfyrirtæk-
isins eiga demókratar
raunhæfa möguleika
á að fá meirihluta í öld-
ungadeildinni í þing-
kosningunum á þriðju-
dag. Könnunin sýnir að
frambjóðendur demókrata
hafa naumt forskot í sex af þeim
sjö ríkjum þar sem að sitjandi þing-
menn Repúblikanaflokksins standa
hvað veikastir: Pennsylvaníu, Ohio,
Missouri, Montana, Virginíu og
Rhode Island. Demókratar þurfa að
tryggja sér sex þingsæti á kostnað
repúblikana til þess að tryggja sér
meirihluta.
Þrátt fyrir að vera með forskot í
skoðanakönnunum er munurinn á
frambjóðendum demókrata og repú-
blikana ekki marktækur í þremur
af þessum sex ríkjum sé miðað við
fjögurra prósenta skekkjumörk og
munu því úrslit kosninganna að
öllum líkindum ráðast í Virginíu,
Montana og Missouri. Demókratar
eru svo gott sem búnir að tryggja sér
sigur í Ohio, Rhode Island
og Pennsylvaníu. Einnig
kemur fram í könnun-
inni að frambjóðandi
repúblikana í Tenn-
essee, Bob Corker, er
með mikið forskot á
demókratann Harold
Ford en fram til þessa
hefur verið lítill munur á
frambjóðendunum.
Kjörskrársvik í Missouri
Fjórir voru kærðir á miðvikudag
fyrir kjörskrársvik í Kansas City
í Missouri í Bandaríkjunum. Að
sögn stjórnvalda voru vafasöm um-
sóknareyðublöð vegna skráningar
á kjörskrá í fórum samtakanna AC-
ORN, sem mennirnir unnu fyrir,
en þau beita sér fyrir aukinni kosn-
ingaþátttöku í hverfum fátækra og
minnihlutahópa.
Ákæran er gefin út af alríkis-
stjórninni, en mönnunum er gefið
að sök að hafa falsað umsóknir um
skráningu á kjörskrá. Rannsóknin
er ekki bundin við Kansas City og er
nú athugað hvort athæfi sem þetta
tíðkist á landsvísu. Embættismenn
Skilaboöum komið
á framfæri Claire
McCaskill er fram-
bjóðandi demókrata
i Missouri i öldunga-
deildarkosningunum.
d
kjörstjórnar í Kansas City sögðu að
ýmislegt gruggugt hefði komið á
daginn, sjö umsóknir
hefðu borist frá einum
kjósanda, látinn maður
hefði sótt um skráningu
á kjörskrá og sumar um-
sóknirnarbárufölskheim-
ilisföng, símanúmer og
undirskriftir. „Þarna
lá að baki einhver ásetn-
ingur,“ segir Ray James,
sem situr í kjörstjórn
Kansas City. „Þetta
voru engin mistök.“
Talsmenn ACORN
hafa staðfest að samtökin hafi gert
yfirvöldum viðvart um athæfi mann-
anna. „Við erum mjög ánægð með
að þeir voru ákærðir,“ segir Claudie
Harris, fulltrúi samtakanna, og tók
fram að starfsmenn þeirra fengju
greitt tímakaup en ekki í samræmi
við fjölda skráðra kjósenda. „Þegar
menn svindla svona koma þeir óorði
á okkur og það sem við erum að
gera.“
Mennirnir hafa þegar verið reknir,
en ACORN hefur lagt fram tæplega
40.000 umsóknir fyrir nýja kjós-
endur í aðdraganda þingkosning-
anna í Kansas City einni. Hinir
ákærðu geta átt fimm ára
fangelsi og háar fjársektir
yfir höfði sér.
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
Ef þú bókar bílaleigubílinn heima á íslandi
bíður hann þín á áfangastað. Hver leiga færir
þér 500 Vildarpunkta að auki. Bókaðu
bílinn núna í 5.0 50 600 og tryggðu þér meira
öryggi og betri þjónustu á ferðum þínum
erlcndis hvert sem leið þín liggur.
Stóri bróðir vakandi í Bretland:
Mesta eftirlitið
á Vesturlöndum
Bretland er eftirlitsþjóðfélag og
fylgst er með ferðum og gjörðum
borgara í mun meira mæli en í
nokkru öðru iðnvæddu landi. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu sem Per-
sónuvernd Bretlands hefur unnið.
Að sögn Richards Thomas, sem
fer fyrir stofnuninni, eru allar líkur
á því að eftirlitsiðnaðurinn muni
vaxa ört á næstu tíu árum og þörf er
á umræðu um hversu mikið eftirlit
á kostnað einkalífs sé ásættanlegt.
Skýrslan kannaði meðal annars
fjölda eftirlitsmyndavéla í landinu,
þær upplýsingar um hegðun einstak-
linga sem fjármála-, markaðs- og
tryggingafyrirtæki hafa aðgang að,
hvernig upplýsingar um ltfsýni eru
geymdar og hvernig hægt er að kort-
leggja daglegt líf einstaklinga með
því að hafa aðgang að upplýsingum
um kortanotkun þeirra.
Thomas segir að í Bretlandi séu
4,2 milljónir eftirlitsmyndavéla á op-
inberum stöðum eða ein fyrir hverja
fjórtán íbúa. Þessi staðreynd ásamt
Sífellt verið að fylgjast með
/ Bretlandi er ein öryggismyndavél
fyrir hverja fjórtán íbúa.
því að í auknum mæli skilja dag-
legar athafnir fólks eftir sig rafræn
vegsumerki gerir það að verkum
að hver sá sem hefur aðgengi að
þessum upplýsingum getur kortlagt
líf einstaklinga með nákvæmum
hætti. Thomas segir verulega hættu
stafa af þessu og að umræðu sé þörf
um hvernig eftirlitsþjóðfélagið er að
breyta eðli lýðræðislegs skipulags
og frelsi einstaklinga til þess að vera
í friði með sín mál.