blaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 28
3 6 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 blaðið Geymsluþol grænmetis Skoriö grænmeti hefur takmarkað geymsluþol því að við skurðinn verður það viðkvæmara fyrir ágangi umhverfisáhrifa og örvera. Náttúruleg emsím taka að brjóta það niður og örverur eiga greiðari leið að vefjum þess og því skemmist það fyrr en ella. Lækkum rafmagnsreikninginn Á flestum heimilum er hægt að minnka rafmagnsnotkun um allt að 20 prósent án þess að það komi niður á gæðum lýsingarinnar. Þetta má meðal annars gera með því að skipuleggja lýsingu heimilisins í samræmi við þarfir, velja Ijós við hæfi og nýta dagsbirtuna betur. neytendur neytendur@bladid.net Notkun heitisins ís ársins bönnuð Neytendastofa hefur bannað Kjörís notkun heitisins ís ársins en Emmessís kvartaði við Neyt- endastofu yfir notkun Kjöríss á heitinu og umbúðum vörunnar. Áð mati Neytendastofu hefur Kjörís brotið gegn góðum við- skiptaháttum og veitt rangar og villandi upplýsingar á umbúðum. Jafnframt er markaðssetningin sögð ósanngjörn gagnvart keppi- nautum. í úrskurði Neytendastofu segir að heitið ís ársins hafi beina skír- skotun til þess að um vöru sé að ræða sem hafi hlotið viðurkenn- ingu umfram aðrar staðgöngu- vörur. Kjörís heldur því aftur á móti fram að heitið og merki vörunnar vísi til þess að varan verði á markaði í takmarkaðan tíma. Is ársins 2006 verði þannig aðeins á boðstólum árið 2006. I úrskurði Neytendastofu segir að sú skýring sé talin langsótt enda komi það hvergi fram á umbúðunum. Vilja enga inn- flutningsvernd Stjórn Samtaka verslunar og þjónustu (SVP) krefst þess að innflutningsvernd mjólkuraf- urða verði felld niður um næstu áramót við sameiningu afurða- stöðva íslenska mjólkur- iðnaðarins (að Mjólku undanskilinni). Mjólkurvörur hafa notið verndar í formi innflutnings- tolla og kvótauþp- boða og krefst SVÞ þess að hún verði felld niður. í fréttatilkynningu frá SVÞ segir að þannig verði komið á sam- keppnismarkaði með umræddar vörur. Vilja samtökin jafnframt að sú breyting verði gerð að þessar vörur lúti allar samkepþn- islögum eins og aðrar almennar neysluvörur. Samtökin árétta að útilokað sé að sátt verði um að sameining af- urðastöðva fari fram án þess að oþnað verði fyrir ógjaldskyldan innflutning mjólkurvara. Markaðssetning gagnvart börnum Ný tækni býður upp á möguleika til markaðssetn- ingar sem beint er að börnum sem foreldrar eru oft ekki með vitaðir um. Nýjar leiðir í markaðssetningu sem beinast að börnum og unglingum Böm og unglingar markaðsmanna í sigti Með nýrri tækni og breyttum lífsháttum barna og unglinga hafa opnast nýjar leiðir í tengslum við markaðssetningu á vöru og þjónustu. Oft eru foreldra ekki meðvitaðir um þessar aðferðir. Sem dæmi um þetta má nefna markaðssetningu á Netinu (til dæmis í gegnum leiki, blogg og leitarvefí), markaðssetning gegnum farsíma (SMS-skilaboð, leikir og happdrætti) og svo kölluð vörusýnd (e. product placement). Með vöru- sýnd er átt við það þegar fyrirtæki borga fyrir að vörur þeirra sjáist eða séu nefndar á nafn í sjónvarpi, kvik- myndum og jafnvel í tölvuleikjum. Auglýsinga- og markaðsáreiti á 12- 16 ára börn eykst jafnt og þétt með tilkomu nýrra miðla samkvæmt nýrri skýrslu frá Norrænu ráðherra- nefndinni þar sem fjallað er um nýj- ar markaðsaðferðir sem beinast að börnum og unglingum. Börn stærri neytendahópur Brynhildur Pétursdóttir, frá Neytendasamtökunum, og María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimil- is og skóla, sátu í hópnum sem vann skýrsluna fyrir hönd Islands. „Ástæðan fyrir því að þessi skýrsla var gerð er sú að börn eru alltaf að verða stærri og mikilvægari neyt- endahópur. Það var verið að kort- leggja þær aðferðir sem er verið að beita og má búast við að verði beitt í auknum mæli þannig að það sé hægt að bregðast við og foreldrar viti af þessu,“ segir Brynhildur. Hún telur að fólk sé almennt ekki nógu meðvitað um markaðs- setningu með nýrri tækni og oft sé markaðssetningunni hagað þannig að ekki er ljóst að um auglýsingu sé að ræða. Það á meðal annars við um vörusýnd. „Það er betra fyrir þá sem eru að markaðssetja að þetta sé svolítið dulið. Þá upplifirðu þetta ekki sem auglýsingu og ert ekki með gagnrýn- isgleraugun á,“ segir hún. Brynhildur segir að þeirrar til- hneigingar gæti einnig að auglýsing- um á vöru og þjónustu sé beint gegn yngri krökkum en æskilegt sé. „Einhvern tíma fengum við kvart- anir út af bíómynd sem var bönnuð innan 12 ára en markaðssetningin miðaðist við yngri börn en 12 ára. Tölvuleikir eru kannski bannaðir innan 16 en þeir eru auglýstir í kring- um barnatímann. Það er tilhneiging til að stækka markhópinn og ná til yngri krakka,“ segir Brynhildur. Lítil umræða á fslandi Hún segir að minni umræða sé um þessi mál hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum og hér viðg- angist margt sem myndi aldrei vera liðið þar eins og til dæmis markaðs- setning bankanna í framhaldsskól- um. „Við leyfum fyrirtækjum að komast upp með þetta og þá halda þau auðvitað áfram,“ segir Brynhild- ur sem finnst að neytendur mættu láta meira í sér heyra. „Ég myndi vilja að neytendur segðu sína skoðun við fyrirtækin eða við okkur þannig að fyrirtækin gætu brugðist við. Eg held að flest fyrirtæki vilji gera vel en svo hleyp- ur markaðsdeildin kannski aðeins fram úr sér. Þá er um að gera að láta vita af því,“ segir Brynhildur. Markaðsfræðingar finna alltaf nýj- ar leiðir til að koma vöru og þjónustu á framfæri og telur Brynhildur að kenna þurfi börnum auglýsingalæsi og að vera gagnrýnin. „Það er ýmislegt í gangi á Netinu, jafnvel þó að það virðist aðeins vera saklausir leikir. Það er alltaf einhver boðskapur og einhver fyrirtæki sem standa að baki. Mikilvægast er að krakkarnir og aðrir sem koma að þessu viti að þarna geti verið um auglýsingu að ræða og taki því með þeim fyrirvara," segir Brynhildur. Það er þinn hagur og okkar hlutverk að efla neytendastarf á fslandi. Ertu félagsmaður? NEYTENDASAMTÖKIN Mikill verðmunur á smurþjónustu Munur á hæsta og lægsta verði á smurþjónustu fyrir fólksbíl reynd- ist vera rúmlega 1.300 krónur eða 66 prósent, samkvæmt verðkönnun sem verðlagseftirlit Alþýðusambands íslands gerði hjá 17 þjónustuaðilum þriðjudaginn 31. október. Verðlagseftirlitið kannaði verð á þjónustu við þrjár stærðir bíla, fólks- bíl, jeppling og stærri jeppa. Aðeins var um beinan samanburð á þjónustu að ræða en ekki lagt mat á gæði sölu- aðila. Vélaverkstæði Hjalta við Melabraut í Hafnarfirði reyndist vera ódýrast í öllum flokkum. Mestur verðmunur var á smurþjón- ustu við stóra jeppa. Hjá Vélaverk- stæði Hjalta þar sem hún var ódýrust kostaði hún 2.689 krónur en dýrust var hún hjá Smurstöðinni Fosshálsi og Smurstöðinni Stórahjalla þar sem hún kostaði 4.750 krónur. Þar munar 2.061 krónu eða tæpum 77 prósentum. Ódýrasta smurþjónustan fyrir jepp- ling var 2.378 hjá Vélaverkstæði Hjalta en dýrust hjá Gúmmívinnustofunni Réttarhálsi þar sem hún kostaði 3.992 krónur. Munurinn er rúmlega 1.600 krónur eða 67 prósent. Vélaverkstæði Hjalta var einnig með ódýrustu smurninguna í flokki fólksbíla en þar kostaði smurningin frá 1.992 krónum en dýrust var hún hjá Smurstöðinni Fosshálsi þar sem hún kostaði 3.310 krónur. Verðmunur- inn er þvi rúmlega 1.300 krónur eða 66 prósent.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.