blaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 08.11.2006, Blaðsíða 27
blaöiA MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 3 5 Misheppnuð ninja „Ég hef alltaf haft unun af því að búa til hluti, hvort sem það er með því að sauma, hanna, mála, teikna eða taka ljósmyndir,” segir Berglind Laxdal sem opnaði sýningu í Gallerí Gel á Hverfisgötu um helgina. Berg- lind er lærður fatahönnuður og lif- fræðingur. „Líffræðin var eiginlega bara At ^ svona ofurjarðbundinn út- W.. úrdúr sem ég náði að kæfa ' niður eftir útskrift,” segir Berglind og hlær. „Sýningin er um mis- heppnaða ninjastelpu sem er smá skopstæl- ing á sjálfri mér. Bróðir minn kall- ar mig alltaf ninju þegar ég geri eitthvað af mér, hendi einhverju niður, brýt eitthvað; einskonar öfug- mæli og grín á milli okkar, mun fal- legra en að kalla mann réttu nafni BRUSSA. Það á ekkert að taka þetta neitt há- tíðlega, þetta var fyrst og fremst *" "-'"i'1 gert sem skemmtun fyrir sjálfa mig og sem betur fer virðast aðrir hafa húmor fyrir þessu líka. Myndirnar eru allar þannig að hægt er að halda áfram að mála þær með svo til gerðum paint by num- bers-kassa sem hægt er að fá með myndum, og svo fylgja leiðbeining- ar, litir, penslar og túss. Ég reyndi að sjá skondnu hliðarn- ar á sem flestu og sæki innblástur í beisikkin, teiknimyndir, kvik- myndir, lestur bókmennta og teikni- myndasagna. Bækur Bills Watter- son Calvin and Hobbes eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Maður þarf bara að lesa nokkra sketsa og þá er mað- ur kominn í gott skap. Svo skoða ég mikið af illustration-bókum og þar á meðal eru Hokkrir í uppáhaldi svo sem Klaus Haapaniemi, Cheval Noir, Molly Molloy og Irene Jacobs...” I ' Berglind Laxdal er misheppnuð ninja Ég þarf að passa í kvöld Gísli Hrafn Atlason mannfræðingur heldur erindi á morgun klukkan 12:15 á vegum Rannsóknastofu I kvenna- og kynjafræðum við Háskóla íslands. Erindið ber yfir- skriftina Ég þarf að „passa" I kvöld - vinnan og fjölskyldan. Þar gerir Gísli grein fyrir niðurstöðum úr rannsóknum sem unnar hafa verið á samræmingu fjölskylduábyrgðar og atvinnu. Á íslandi er atvinnuþátt- taka ein sú mesta í Evrópu og mikil breyting hefur orðið á viðhorfi ís- lendinga til heimililsábyrgðar með tilliti til kynja á undanförnum árum. Fyrirlesturinn er haldinn í Norræna húsinu og eru allir velkomnir. Frá sál til sálar Út er komin hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi bókin Frá sál til sálar. Ævi og störf Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings eftir Jörgen Pind. í bókinni er sér- staklega vikið að sálfræðilegum hugmyndum Guðmundar og þá ekki síst kenningunni um sam- úðarskilninginn sem oft hefur verið misskilin, en er vafalítið ein frumlegasta kenning íslensks sál- fræðings og bók Guðmundar Den sympatiske Forstaaelse er sígilt rit í sögu norrænnarsálfræði. Bókin rekur einnig merkilegt framlag Guð- mundar til íslenskra menntamála en hann var aðalhöfundur laga um alþýðufræðslu sem samþykkt voru á Alþingi árið 1907 og marka upphaf skólaskyldu á (slandi. í upp- eldisritum sínum lagði Guðmundur megináherslu á að menntunin yrði að fylgja „þróunarlögum barnssál- arinnar". Með því kvað við nýjan tón í umræðum um menntamál hér á landi. (bókinni dregur Jörgen upp minnisstæða mynd af bláfátækum sveitapilti sem braust til æðstu mennta og tókst það ætlunarverk sitt að setjast á bekk með merkum sálfræðingum á fyrri helmingi tuttugustu aldar þótt hann mætti stundum litlum skilningi meðal landa sinna. adoPha ADOI UOpHARM* GRÚNER TP ABOPhaRMA IN KAPSfU’ adoPharma APFELESSI6 H.USKAPSEIN mSc: QS°?j aðoPharma adoPharma ■ aboPharma adoPharma ÐETA CAROTIN ISOFLAVOI LECITHIN 500 mg Soþ-Ledthir ZINK-ÐIOTII KAPSELN AWISCHOCKEN KAPSELN aboPharma aboPhapma rKRAUTERl HUSTEN TROPFEN 5T ADOPHAÉMA aöoPHARAAA adoPharma adoPhara VITAMIN E FORTE adoPharma r mit ~ Vitomin V mit ’ \ Vitomin Bfi £s W*U(«9*ww***" aíoPharma * adoPharaaa aboPharma I 1 SALBEI- “FKNOBUUCH +1 BONBONS Misfel + WeiBdorn 1 mtt Vitomin C Æ \ / W LACHSOL OMEGA-3-FET1SÁUREN mitViiomlnE SALMON OIL CAPSULES OME6A 3 FATTY ACIDS wWtVitominE 120 Kopj^ Copsules Fjölskylda af (jörefnum - m.a. vitamín með ávaxtabragði 20% kynningarafsláttur 2. nóvember til 9. nóvember HAWOGCS-CHAI Fæst í: Árbæjarapótekl, Garðsapótek, Lyfjavali Álftamýri, Lyfjavali Hæðasmára, Lyfjavall Mjódd, Lyfjaver og Rimaapóteki.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.