blaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 blaðið INNLENT LÖGREGLA Hættulegir leikir Piltur batt sleða félaga síns við bifreið og dró hann um götur borgarinnar í Reykja- vík í gær. Lögreglumenn stöðvuðu för piltanna enda um stórhættulegt athæfi að ræða. Piltarnir tveir eru 16 og 17 ára. GLITNIR Stórt sambankalán Glitnir hefur skrifað undir þriggja ára 550 milljóna evra sambankalán, sem samsvarar 49 milljörðum íslenskra króna. Þetta er stærsta sambankalán Glitnis til þessa, en alls tóku 29 alþjóðlegir þankar og fjármálastofnanir frá tólf löndum þátt í láninu. AVIONGROUP Verður Eimskip Nafni Avion Group var breytt í hlutafélagið Eim- skipafélag (slands á hluthafafundi í gær. Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður segir að þetta óskabarn þjóðarinnar eigi djúþar rætur i sögu þjóðarinnar og margir höfðu saknað nafnsins. Falleg - sterk - náttúruleg SkSTRÖND ' ^ BHF. Suöurlandsbraut 10 Slml 533 5800 www.simnet.is/strond H alla þriöjudaga Auglýslngasímlnn er 510 3744 Lögregla: Gripinn með dótabyssu Lögreglumenn eltu uppi ungan mann sem hafði sést vopnaður í bíl sínum í vesturbæ Reykjavíkur í fyrrinótt. Með almennum lögregluþjónum í för voru tveir sérsveitarmenn sem voru kallaðir út vegna þess að talið var að mikil hætta kynni að stafa af manninum. Þegar lögreglumennirnir höfðu uppi á piltinum kom í ljós að vopnið sem hann hafði veifað í bfl sínum var leikfanga- byssa. Lögreglan húðskammaði piltinn en hann sleppur við kæru vegna málsins enda engin ógnun sem fylgdi láta- látum hans. Affur á móti var leikfangabyssan gerð upptæk. ísfólksdagar í Eymundsson 25% afsláttur af öllum nýju ísfólksbókunum “fhimiv 25% afsláttur - gíldir til og meö 27.m)vember. Eymundsson Hús sem átti að fara undir bókasafn verður að tónskóla: Hálfur milljarður í tónlistarskóla ■ Engir gluggar á kennslustofum ■ Bæjarfulltrúi vill selja húsnæöið Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Við höfum grafið kostnað upp úr fundargerðum og okkur sýnist að heildarkostnaðurinn verði um hálfur milljarður," segir Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar á Akranesi. Samfylk- ingarmenn í bæjarstjórn eru afar ósáttir við nýjan tónlistarskóla sem á að reisa í bænum. Ástæðan mun aðallega vera sú að húsnæðið átti að hýsa bókasafn bæjarins en að sögn Sveins er núverandi húsnæði afar illa farið. „Það eru engir gluggar á tónlistar- stofunum enda áttu þetta að verða skjalageymslur fyrir bókasafnið segir Sveinn. I bókun minnihlut- ans í bæjarstjórn Akraness í síð- ustu viku er gluggaleysi tilvonandi skóla sérstaklega gagnrýnt. Hann segir ámælisvert að láta bóka- safnið sitja á hakanum, fyrri meiri- hluti samþykkti byggingu hússins undir bókasafn en núverandi meirihluti sneri þeirri ákvörðun Ekkert óeðlilegt við gluggaleysið Karen Jónsdóttir bæjarfulltrúi Frjáls- lynda flokksins og ákvað að hafa tónlistarskólann frekar þarna. „Bókasafnið er í ófullnægjandi húsnæði núna og til að mynda eru skjalageymslur ekki í bruna- heldum rýmum,“ segir Sveinn sem vill að núverandi meirihluti snúi ákvörðun sinni og selji húsnæðið til þess að komast hjá frekari fjáraustri. „Ég veit ekki hvernig þeir fá þessa tölu út með kostnaðinn en ljóst er að þetta mun kosta pening,“ segir Karen Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Frjálslynda flokksins. Hún segir að brýn þörf sé á tónlistarhúsnæði í bænum og því hafi þessi ákvörðun verið tekin. Karen segir hús bóka- safnsins eitt af fáum á Islandi sem sé sérsniðið undir slíka starfsemi. Skilur ekki hvað meirihlutinn er U Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi Samtylkingarinnar Því sé betra að gera það upp frekar en að færa það í annað húsnæði. „Hljóðhönnuðir komust að þeirri niðurstöðu að það væri hentugt að hafa enga glugga á kennslustof- unum,“ segir Karen varðandi gagn- rýni minnihlutans á gluggaleysi skólans. Hún segist taka mark á áliti sérfræðinga sem halda því fram að gluggaleysið sé betra upp á hljóðein- angrun að gera. Fyrir utan að hýsa tónlistarskólann þá mun einnig verða tónleika- og ráðstefnusalur í húsinu. Að sögn Karenar munu þó gluggar verða á því rými. Til samanburðar þá mun tónlist- arskólinn í Hafnarfirði hafa kostað um hálfan milljarð króna en Þjóð- kirkjan tókþátt í kostnaðinum enda sameiginlegt rými þar á milli. Varasöm viðskipti með erlendar eignir: milljón út í loftið Erlendar fasteignir Borið hefurá óheiðarlegum viðskiptum með eriendar fasteignir. Formaður Féiags fasteignasala telur eðlilegt að fella þau undir íslensk log. Mynd/BrynjarGauti Borguðu „Til okkar hringir fullt af fólki sem lent hefur í vandræðum með kaup á fasteignum erlendis. Ég veit til þess að margir eru óöruggir í þessum viðskiptum og víða pottur brotinn,“ segir Grétar Jónasson, for- maður Félags fasteignasala. Grétar telur að skoða þurfi betur viðskipti með erlendar eignir enda að mörgu að hyggja. Hann bendir til dæmis á að ekki sé nógu skýrt undir hvaða lög viðskiptin falla og segir mikilvægt að tryggja að íslensk lög gildi um viðskiptin. Hann telur of marga aðila án rétt- inda vera á þessum markaði sem dragi úr trausti viðskiptavinanna. „Sem betur fer hefur aukist að við- urkenndar fasteignasölur stundi þessi viðskipti. Nýverið komu til mín eldri hjón sem höfðu borgað eina milljón í staðfestingargjald og í kjölfarið heyrðu þau hvorki í né sáu viðkomandi sölumann aftur,“ segir Grétar. „Ég bið fólk að fara var- lega og varast að borga upphæðir eitthvað út í loftið. Fólk á að krefj- ast þess að fá afhenta samninga á íslensku.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.