blaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 18
blaöið 1 18 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 Uppvakningar og særingar Ég trúi varla að ég sitji fyrir framan tölvuna til að fara enn og aftur yfir 15-20 ára gamla atburði sem fjallað hefur verið ítarlega um í fjölmiðlum, rannsakaðir af sérsettum rannsókn- arlögreglustjóra og afgreiddir af rík- issaksóknara fyrir meira en áratug síðan. Hvers vegna er verið að draga þetta fram núna? Það hefur ekkert nýtt komið fram eða bæst við. Eru ekki allir orðnir hundleiðir á þessu? Ég er það að minnsta kosti. í „fréttaúttekt” Blaðsins, sem birt var 9., 10. og 11. nóvember sl., er vitnað í ýmsa. Flestir þeirra eru ónafngreindir. Þrátt fyrir að á mig séu bornar þungar sakir um lögbrot og óheiðarleika í starfi var aldrei haft samband við mig og þrátt fyrir að ég lýsti því opinberlega yfir að þær ásakanir væru rangar og kvart- aði undan því að fá ekki tækifæri til að andmæla þeim, hefur mér ekki verið boðið að leggja þær fram. Það undirstrikar fyrir mér að Blaðið hefur engan áhuga á því að draga hið sanna og rétta fram. Það und- irstrikar einnig ófagmennsku á rit- stjórn Blaðsins. Ég hef þrjá trúverðuga heimildar- menn fyrir því að tilgangur Blaðsins með þessari umfjöllun hafi verið að draga niður heiðarleika og trúverð- ugleika minn sem lögreglumanns vegna komandi málflutnings í Baugsmálinu. Þegar ég fer yfir um- fjöllun Blaðsins og „fréttaúttekt- ina” og skoða aðkomu fyrrverandi fréttastjóra Fréttablaðsins og núver- andi ritstjóra Blaðsins, Sigurjóns Egilssonar, að umfjöllun um Baugs- málið og tengsl hans við fyrirtæki í eigu Baugs, get ég ekki annað en lagt trúnað á fullyrðingar heimildar- manna minna. En ... um hvað snýst þetta allt saman? Jú ... fyrir rúmlega áratug komu fram ásakanir í fjölmiðlum á mig og fleiri um að hafa farið út fyrir löglegar heimildir lögreglunnar við rannsóknir fíkniefnamála á ár- unum 1985-1990. Málið vakti mikla athygli, kom til umræðu á Alþingi, tveir dómsmálaráðherrar staðfestu aðkomu sína að málinu svo og yf- irstjórn lögreglunnar í Reykjavík. Dómsmálaráðherra ákvað að setja sérstakan, óháðan rannsóknarlög- reglustjóra til að rannsaka fram- settar ásakanir. Sú rannsókn var mjög ítarleg og lauk með því að rík- issaksóknari tók þá ákvörðun að aðhafast ekkert frekar og þar með laukþví máli, fyrir u.þ.b. 10-11 árum síðan. Málið snerist að verulegu leyti um heimildir til trúnaðarsamskipta lögreglumanna og brotamanna í þágu opinberra rannsókna en engar skráðar reglur lágu þá fyrir um þau. Ég nenni ekki að fara yfir þetta mál frekar enda held ég að það nenni enginn að lesa það. Eg tel mig hins vegar knúinn til að koma að andmælum og skýringum til varnar æru minni og starfsheiðri, eins fúlt og mér annars finnst að þurfa að gera það. Um meint ólögieg samskipti mín við fíkniefnasala Fyrirsögn Blaðsins á forsíðu, þann 9. nóvember sl., er: „Lögðu stór mál til hliðar”. Þar er því haldið fram að við rannsókn Atla Gíslasonar, hrl., setts rannsóknarlögreglustjóra, hafi fjörutíu lögreglumenn, sem í skýrslu- tökum við rannsóknina höfðu réttar- stöðu grunaðra, gerst sekir um brot í opinberu starfi og brotlegir við refsilög. Vitnað er í tvo ónafngreinda heim- ildarmenn. Annar, sem er sagður háttsettur og gegna trúnaðarstöðu, segir: „Brotin voru framin og vitað hverjir tengdust þeim.” Hinn heimildarmaður Blaðsins fyrir þessum fullyrðingum, er „... heimildarmaður í fíkniefnaheim- inum ...” sem segir það „... fásinnu að lögreglan haldi því fram að hún hafi ekki brotið lög”. Hann lýsir því hvernig fíkniefnasalar þess tíma hafi Umrœðan Hvers konar blaðamennska erþetta? Hvað gengur mönnum til? Arnar Jensson verið á nálum í samskiptum hver við annan af ótta við að næsti maður væri á mála hjá lögreglunni. Þetta hafi auð- vitað verið óþolandi að búa við. Staðreyndir: Þær fullyrðingar sem Blaðið setur fram um allt að 40 lögreglumenn sem brutu lög, þ.m.t. ég sjálfur, eru alrangar og enginn fótur fyrir þeim. Niðurstaða þessa máls hefur legið fyrir í meira en áratug og ekkert nýtt komið fram nú. Eitt af meginmarkmiðum lögregl- unnar á sviði fíkniefnalöggæslu á hverjum tíma er að skapa þannig tor- tryggni á markaðnum að sölumenn fíkniefna þori ekki að vera í sam- skiptum hver við annan af ótta við að næsti maður sé á mála hjá lögregl- unni. Hvort heldur fólk að það hafi verið gott eða vont fyrir þá sem vildu stunda innflutning og sölu fíkniefna á þessum árum að samverkamenn og/eða keppinautar voru sagðir á mála hjá lögreglunni? Ég leyfi mér að beina athygli blaðamanna og almenn- ings að þessari sviðsmynd. Þar að auki eru nærri 17 ár síðan ég hætti að starfa í fíkniefnadeild!! Um að skýrslum hafi verið stungið inn í skáp Á forsíðu Blaðsins, leiðara og í umfangsmikilli „fréttaúttekt” þann 9. nóvember sl. er vísað beint í u.þ.b. þrjár línur úr langri greinargerð sem ég samdi fyrir meira en áratug um 15-20 ára gamalt ástand. Tilvísunin er þessi: „Mjög algengt var að skýrslur sem innihéldu upplýsingar um alvar- leg brot, jafnvel stóran innflutning eða dreifingu fíkniefna, hafi verið lagðar í skjalaskáp án nokkurrar rannsóknar vegna anna við aðrar rannsóknir, fjárskorts eða mann- fæðar.” Ritstjórinn tekur þessar línur úr samhengi greinargerðarinnar og kemst að þeirri niðurstöðu að hér sé ég að játa að hafa stungið fíkniefna- málum Franklíns Steiner undan. Staðreyndir: Sú greinargerð sem vitnað er í er ein af mörgum sem ég og aðrir starfsmenn fíkniefnadeildar töldum skyldu okkar að senda frá okkur á þessum árum. Þegar ég hóf störf í þeirri deild árið 1985 vorum við 5. Þegar ég hætti þar störfum árið 1990 voru þar 16 starfsmenn. Yfirstjórn lögreglunnar, dómsmálaráðherra og Alþingi þótti ástæða til þess að þrefalda starfsrhannafjölda í þessum málaflokki vegna þess að starfsmenn deildarinnar komust ekki yfir að rannsaka allar upplýsingar sem bár- ust um innflutning og dreifingu fíkni- efna. Ofangreind tilvitnun er tekin úr einni slíkri greinargerð og það hlýtur öllu sæmilega vel læsu fólki að vera ljóst ef það les hana. Þær fullyrðingar um óheiðarleika minn og lögbrot í starfi fyrir 10-20 árum síðan, sem fram koma í „frétta- úttekt” Blaðsins, eru rangar og mér finnst það meira en skítt að þurfa að eyða miklum tíma, orku og fyrirhöfn í að sverja þær af mér. Um meintar hótanir í mál- verkafölsunarmálinu I annarri grein „fréttaúttektar” Blaðsins sem birtist 10. nóvember sl. er fullyrt að ég hafi þvingað vitni með hótunum til að breyta vitn- isburði sínum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrirsögn Blaðsins er: „Lögreglan hótaði vitni.” „Neydd til að breyta framburði sínum.” I „fréttaúttekt- inni” er fullyrt að ég hafi með þving- unum og hótunum haft þau áhrif á vitnið að það hafi ekki þorað annað en að draga til baka fullyrðingar sínar fyrir dóminum um að tiltekið skjal sem hún lagði þar fram væri rétt yfirlýsing um að hún hefði selt sakborningnum málverk sem hann var sakaður um að hafa falsað. Blaðið hefur orðrétt eftir sakborningnum að ég hafi hótað vitninu því að það mundi ella ekki sjá börnin sín um langa hríð og verða sett i langt fang- elsi á íslandi. Staðreyndir: Tilvísað málverkafölsunarmál snerist um 3 málverk sem sakborn- ingurinn sagðist hafa fengið í Dan- mörku. I miðjum málflutningi lagði sakborningurinn fram yfirlýsingu undirritaða af danskri konu, Patr- iciu Toby Aagren, þess efnis að hún hefði selt honum eina af umræddum myndum. Dómurinn kvaddi Patriciu fyrir dóm til að staðfesta þessa yfirlýs- ingu og gefa skýrslu. Til að gera langa sögu stutta þá afhjúpuðu dómararnir með spurn- ingum sínum tilbúna sögu vitnisins. Skrifleg yfirlýsing konunnar um að hún hefði átt málverkið og selt sak- borningnum í Danmörku var að mati dómsins tilbúningur einn. Þegar vitnið hafði kúvent sínum framburði fyrir dómi spurði verjandi sakborn- ingsins hvort það hefði verið beitt einhverjum þrýstingi eða hótunum af hálfu lögreglunnar eða annarra. Vitnið lýsti því skýrt yfir fyrir dóm- inum að svo hefði ekki verið. Þarna gerðist einfaldlega þetta: fjölskipaður héraðsdómur féll ekki fyrir tilbúnum Athugasemd skýringum sakbornings og vitnis um uppruna málverksins. Sakborning- urinn var sakfelldur og Hæstiréttur staðfesti síðar 6 mánaða fangelsis- dóm undirréttar (sjá Hrd. 161/1999). í niðurstöðu dómsins er bókað að framburður sakbornings og þessa tilgreinda vitnis hafi verið „...skáld- sögu likastur ...” og sé „... að engu hafandi...”. Eftir að Hæstiréttur hafði fellt sinn dóm sendu íslensk yfirvöld beiðni til Danmerkur um að finna Patriciu Toby Aagren og birta henni kæru fyrir að hafa lagt fram röng gögn og rangan framburð fyrir íslenskum dómi. Það er skemmst frá því að segja að hún var þá horfin af landi brott og spurðist síðast til hennar í Taílandi. Hvers vegna núna? Þessi atriði eru þau sem Blaðið hefur grafið upp um mínar vafasömu, óhefðbundnu og ólöglegu lögregluað- gerðir meðal þeirra hundraða ef ekki þúsunda mála sem ég hef rannsakað á mínum 30 ára starfsferli. Hvers konar blaðamennska er þetta? Hvað gengur mönnum til að skella fram slíkum gífuryrtum aðdróttunum, ærumeiðingum og sleggjudómum í flennistórum fyrirsögnum og stór- yrtum leiðurum? Og hvers vegna núna? Arnar Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn 'Aí. Arnar og samsærið Ómögulegt er að elta ólar við Arnar Jensson og samsæriskenningar hans. Það sem hann ætlar ritstjórn Blaðsins er svo fjarri öllu lagi að ekki er til mikils að ætla að leiðrétta hann, Þó eru nokkur atriði sem verður að nefna. Það fyrsta er að heimildarmenn Arnars hafa greinilega ekki neinar heimildir, frekar ímyndanir og tilgátur. Með þannig bakland geta blaðamenn ekki sett fram efni og gera almennt ekki. Baugur stýrir ekki Blaðinu. Annað er að fréttaúttekt Blaðsins laut ekki að Arnari Jenssyni. Þar var fjallað á vand- aðan máta um óhefðbundnar starfsaðferðir lögreglu. Það er ekki við Blaðið að sakast þó nafn Arnars komi oftar fram í þeirri úttekt en nöfn annarra lögreglumanna. Án þess að fara efnislega í málið, sem væri sjálfsagt ekki til neins, þá verður samt að taka fram að ekki nokkur maður, ekkert utanaðkomandi afl eða nokkuð annað hafði áhrif á Blaðið við gerð úttektarinnar. Hún var gerð að frumkvæði okkar sem vinnum á Blaðinu og af okkur. Blaðið, eða einstaka starfsmenn þess, eiga ekki aðild að Baugs- málinu. Það veit Arnar Jensson. -ritstj. Nýtt fyrirtœki á heilbrigðis- og fyrirtœkjamarkaði með yfir 200 ára reynslu starfsmanna Lœkningatœki - Hjúkrunarvörur - Stóreldhústœki - Eldhúsbúnaður - Iðnaðartœki - Rannsóknarvörur Höfum opnað í Síðumúla 16. _L LJkð Fastusehf Síöumúli 16 108Reykjavík Sími 580 3900 Fax 580 3901 wwwfastus.is -aB

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.