blaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 30
42 MIÐVIKUl [22. NÓVEMBER 2006 blaðið Vilhjálmur Burberry London fyrir herra Nýr herrailmur frá Burberry sem er fágður og flottur. Ferskir skógartónar blandaðir kanillaufum og angan af púrtvíni, leðri og svörtum pipar gera ilminn sterk- an en engu að síðurferskan og léttan. Hressandi andlitskrem Morning After Rescue gel frá Nickel er eitthvað sem allir karlmenn ættu að eiga. Kremið hressir húðina við og heldur henni góðri þá morgna sem erfitt er að vakna. Gelið endurvekur eiginlegan húðljóma og viðheldur mýkt húð- arinnar og teygjanleika og heldur henni stinnri og hraustlegri. Pólitíska hornið.. vinstri, hægri SNÚ! íslenska \ þjóðin hefur mL oft verið uppnefnd sófaþjóð. Viðfyrstu J| sýn virðist þjóðarsálin annaðhvort f Æk vera MBKmmmw og kúguð í sér til að standa í stappi við op- inbera geirann eða of snobbuð og sérhlífin. Að minnsta kosti er það efni til vangaveltna hvers vegna það er illmögulegt að hreyfa við íslenskum og þus- andi sófakartöflum svo að þær veltist fram af sófabrúninni til þess að láta til sín taka í átaka- málum. Finnst íslendingum hallærislegt að mótmæla? Eða finnst þeim þeir ekki nógu upplýstir til að taka þátt í argaþras- inu? Ég er hrædd um að lang- tímaþráseta Islendinga í sófanum sé hvoru tveggja um að kenna. Sér- fræðingar og stjórnmálamenn kaffæra hinn venjulega mann með súrrealískum línu— og súlu- ritum og vitna títt í rannsóknir sem þeir einir hafa lesið. Pá grunar mig að það þyki ekki fínt að mótmæla og fólk upplifi sig hálfhallærislegt að vera orðið það valdalítið að húka með illa málað skilti fyrir utan eitthvert sendiráð í þessarri mannfæð. Tími ertil kominn að sófakartöfl- urnar átti sig á því hversu marg- breytilegum aðferðum er hægt að beita til að sýna andstöðu. Langflestar aðgerðir á íslandi fara friðsamlega fram þótt einstaklingar hafi uppi ólíkar skoðanir um það hvernig best er að koma markmiðum sínum áframfæri. « _ Gott dæmi \ um það eru • - Jl*ji / mæli þau son efndi til nýverið og bók Andra Snæs Magnasonar, Draumalandið. Engar sófakartöflur þar á ferð. Upp úr sófanum! Kristjana Guðbrandsdóttir ?D Fáklæddur og brosandi í Xína Jón Gunnlaugur Viggósson, Herra ísland 2005, heldur til Kína til að taka þátt í keppn- inni Herra heimur í mars á næsta ári. Jón tók við titlinum af Ólafi Geir Jónssyni sem hlaut hann upphaflega í gegnum símakosningu en var sviptur honum. Honum finnst nokkrir keppendur sigur- stranglegir en vill ekki nefna nein nöfn. „Ég hef samt ekkert hitt strákana í eigin persónu en séð myndir af þeim þannig að það er erfitt að segja til um úrslitin. En af myndunum að dæma hef ég séð þrjá eða fjóra sem mér finnst sigurstranglegir. Svo snýst þetta auðvitað ekki bara um útlitið heldur líka karakt erinn.“ Jón Gunnlaugur segir árið hafa verið frábært. „Það kom auðvitað flatt upp á mig þegar ég hlaut titilinn. En þetta hefur verið mjög gaman og svo er ótrú- lega spennandi að vera á leið út í heim í stóru keppnina en ég verð í Kína í ein hverjar þrjár vikur og er mjög spenntur fyrir því. “ Hvernig var að fá titilinn svona upp í hendurnar? „Auðvitað fagnaði ég því að fá að vera einn af þeim fáu sem hafa orðið Herra ísland en það má segja að þetta hafi verið bæði leiðinlegt og skemmtilegt vegna þess hvernig þetta fór þegar Óli Geir var sviþtur titlinum. En annars get ég ekkert sagt um það hvort það hafi verið sanngjarnt að svipta hann titlinum en það fór svona.“ Hvað segir þú um þá gagnrýni sem fegurð- arsamkeppnirfá gjarnan, er þetta bara hégómi? „Þetta er fyrst og fremst ágætis reynsla því maður lærir að koma fram. Ég gagnrýndi þessa keppni sjálfur áður en ég tók þátt og svo allt í einu var éc| orðinn kepþandi og seinna meir Herra Island. Þetta er auðvitað ekki fyrir alla og þeir sem vilja ekki taka þátt í þessu gera það ekkert. Það er líka fínt að ekki séu allir á sömu skoðun því þá væri þetta nú ekki skemmtilegt líf.“ Er ekkert óþægilegt að spóka sig um á sviðinu í nærfatnaði einum klæða? „Jú, það var það, en eins og ég segi er þetta ágætis lífsreynsla að vera fyrir framan alþjóð á boxernum og brosa. Svo verð ég aftur á boxernum í Kína brosandi þannig að þetta er bara stuð. “ Er mikil öfundsýki á meðal keppendanna? „Nei, mérfannst það ekki. Það voru allir rosagóðir vinir en svo þegar kepþn- isdagurinn rennur upp þá hugsar auðvitað hver um sjálfan sig og allir reyna að komast sem lengst en svo eru alltaf einhverjir inni á milli sem hafa engan áhuga á þessu og eru að gagnrýna aðra kepþendur en það er bara eitthvað sem maður verður að tak- ast á við.“ Myndarlegur með fallega framkomu Annað kvöld verður kosinn Herra Island 2006 á Broadway en sprot- inn verður nú afhentur í ellefta skiptið. Jón Gunnlaugur Vig- gósson, Herra ísland 2005, krýnir arftaka sinn. Að þessu sinni verða það ekki vera áhorfendur sem kjósa sig- urvegara kvöldsins þar sem það gekk ekki eins vel og vænta mátti á síðasta ári. Áhorfendur geta engu að síður haft áhrif á val dóm- nefndar. „í fyrra var fyrsta og eina skiptið sem símakosning réð úrslitum," segir Elín Gestsdóttir, framkvæmda- stjóri keppninnar „I fyrra vorum við að prófa simakosningu en það gekk bara alls ekki nógu vel. Eins og flestir vita þá sviptum við þann sem var kosinn titlinum þannig að það er bara best að láta fagfólk sjá um valið til þess að forðast slíkar uppákomur. Annars hef ég ekkert talað við þann sem vann í fyrra þó að hann hafi nú látið hafa ýmislegt eftir sér í blöðunum. Ólafur Geir tók sviptinguna nú nokkuð nærri sér og ég held að hann geri það ennþá. En hún er engum að kenna nema honum sjálfum.“ Að sögn Elínar verður vinningshaf- inn að vera myndarlegur ásamt því að hafa fallegt fas og fram- komu. „Svo þarf hann ekki síður að vera heilsteypt persóna og góð fyrirmynd sem fulltrúi keppn- innar hvert sem hann fer. Við vitum að það er mikið af ungum krökkum sem líta mikið upp til þeirra sem taka þátt í þessum keppnum og það þarf að bera allan þann pakka á bakinu að vera góð fyrirmynd." Hver verður herra Island? Annel Helgi Birgir Tomas Kristinn Darn | Einar Reynir Páii Orn Rúnar Sigurður Boili Thor Steinar Guðmundur Orn Egill Simon Sigurbjbrn ■ Igor Bjarni ■■ jón Þormar Gunnar Ingi pQ I Hannes Kristinn \ Porbergur II ÍSLANDS NAUT KVK í vetur Pinnahælar í snjónum Það er helber misskiln- ingur að konur geti ekki verið smart án þess að vera í háum hælum. Það er bæði hættulegt og frekar hallærislegt að arka um snjóþunga jörð í skóm sem eru alls ekki til þess fallnir. Lágbotna skór eða stígvél með litlum breiðari hæl henta miklu betur. Stór belti Stór breið belti geta verið flott séu þau höfð á réttum stað en indíána mjaðmabeltin á mjög lágum gallabuxum eru algjörlega úti í kuldanum. Nú er flottara að hafa breið leðurbelti i mittið og nota við pils og kjóla. það er misskilningur að það sé smart að klæðast hlýrabolnum einum klæða við til dæmis lágar gallabuxur. Þetta getur sloppið á sumrin ef buxurnar eru flottar og ekki of lágar en á veturnar er þetta ekki að gera sig. Konum verður kalt og húðin verður blá. Stutt gallapils Ekki flott og búið að ofnota þessa flík. Fyrir tveimur árum voru allar stelpur í stuttum gallabuxum, leggins og flatbotna skóm, það er orðið þreytt. Leggið gallapilsunum og fáið ykkur pils sem ná niður að hnjám og eru há í mittið. Miklu kvenlegra og klassískara. Hlýrabolir Hlýrabolir eru flottir en Hlý föt Það er asnalegt að hristast í kuldanum vegna þess að klæðnaðurinn er af skornum skammti. Verið frekar í þykkum og góðum sokkabuxum en nælon og þykkum og hlýjum peysum en stuttum bolum. Legghlifar Voru inn og svo út en eru núna inn aftur. Legghlífar geta nef- J A nilega verið virkilega smart séu þær notaðar með réttum flíkum. Svo eru þær líka svo hlýjar og góðar og halda hita á kroppnum. % L JA

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.