blaðið - 29.11.2006, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006
blaðiö
INNLENT
HRAÐAKSTUR
57 stöðvaðir á einni viku
Lögreglan í Borgarnesi hefur síðastliðna viku
stöðvað 57 ökumenn fyrir of hraðan akstur í
umdæminu. Sá sem ók hraðast var mældur
á 142 þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90
kílómetrar á klukkustund.
FALSAÐIR SEÐLAR
Tvö mál um helgina
Lögreglunni í Reykjavík bárust tvær tilkynningar um fals-
aða fimm þúsund króna peningaseðla sem framvísað var
í versiunum um helgina. Báðir seðlarnir voru Ijósritaðir og
báru sama raðnúmer. Lögreglan biðurfólk við afgreiðslu-
störf að vera á varðbergi gagnvart fölsuðum seðlum.
VIÐSKIPTI
Orkuveitan tapar
Orkuveita Reykjavíkur tapaði 1.432 milljónum króna á
fyrstu níu mánuðum ársins 2006 samanborið við 3.560
milljóna króna hagnað á sama tímabili árið áður. Gengis-
tap vegna langtímaskulda upp á samtals 5.721 milljónir
króna er helsta útskýring mismunarins.
Ýmsar ríkisstjórnir í Evrópu:
Vissu um
Þær ríkisstjórnir sem vissu um
fangaflug bandarísku leyniþjón-
ustunar, CIA, og um tilvist leyni-
legra fangelsa eru sakaðar um að
hafa reynt að torvelda rannsókn
á málinu. Það er gert í uppkasti að
skýrslu sem er verið að vinna fyrir
Evrópupíngið og starfsmenn Reut-
ers-fréttastofunnar hafa undir
höndum. í skýrslunni er því einnig
haldið fram að gögn um fundar-
höld utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna með leiðtogum ESB sýni að
þeir hafi vitað um fangelsin.
Bæjarfulltrúi segir bæjarstjórann í Ölfusi brjóta lög:
Boruðu með leyfi
bæjarstjórans
Jeppadekkin frá
Fáanleg í flestum stærðum fyrir
15,16,17 og 18" felgur
Víðarhöföa 6 - Sími 577 4444
■ Leyfið samræmist ekki lögum ■ Hvorki kynnt fyrir bæjarstjórn né íbúum
athugun en það er ekki komin nein
niðurstaða um hvort þetta sé mögu-
legt yfirhöfuð," segir Sigrún. Að-
spurð telur hún eðlilegt að fyrst sé
unnið úr sýnum áður en nokkuð
annað sé aðhafst. „Sýnin munu leiða
í ljós hversu heilnæmt og hreint
vatnið á svæðinu er. Fyrirfram
myndi ég halda að mengunarhætta
sé ekki mikil en hvar sem er fylgir
alltaf einhver áhætta.“
það
Alltaf hætta á mengun
Sveitarfélög hafa heimild til þess
að veita vatnssvæði vernd gegn
ágangi, eins og verksmiðjum og iðn-
aðarstarfsemi. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Orkustofnun eru jarðlög
svæðisins viðkvæm þar sem þau eru
lek fyrir leysingavatni. Örn bendir á
að verksmiðjum fylgi alltaf hætta á
mengun.
„Það er alveg hægt að byggja verk-
smiðju þannig að hún valdi ekki
mengun en það er alltaf hætta á að
eitthvað komi upp á. Hins vegar sé
ég ekki tilganginn í því að taka þá
áhættu til þess að stytta vatnsrörið
um einhverja kílómetra,“ segir Örn.
„Ég sé engan annan ávinning með
þessu en þann að stytta vatns-
rörið og því hefur þetta sáralítil
áhrif á kostnaðinn. Sveitarstjórn-
armenn skýla sér líklega bak við
að þessi ákveðni iðnaður sé
mengunarfrír. Að því
að vatnsból
er
þá
ég aldrei
eyfa iðnað í
kringum það.“
Hvorki náð-
ist í Ólaf Áka
on,
bæjarstóra
Ölfuss, né
talsmenn
IWH við
vinnslu frétt-
arinnar þrátt
fyrir ítrek-
aðar tilraunir.
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Ég átta mig ekki á því hvernig bæj-
arstjórinn getur sjálfur veitt fram-
kvæmdaleyfi án nokkurra stoða í
lögum eða samþykkta í bæjarstjórn.
Hann hefur sjálfur viðurkennt að
hafa veitt þetta leyfi og í mínum
huga er þetta klárt lögbrot," segir
Ásgeir Ingvi Jónsson, bæjarfulltrúi
í sveitarfélaginu Ölfusi og fulltrúi í
skipulagsnefnd.
Sveitarfélagið hefur samþykkt
sölu jarðar við Hlíðarenda sem sam-
kvæmt aðalskipulagi hefur verið
merkt sem útivistarsvæði. Landið
var selt fyrirtækinu Icelandic Water
Holding, IWH, sem áætlar að færa
vatnsátöppunarverksmiðju sína
innan sveitarfélagsins og mynda
nýtt vatnsból á jörðinni. Til þess
hefur fyrirtækið óskað eftir því að
vatnsvernd verði aflétt á hundrað
hektara svæði á landinu og að tíu
hektara svæði verði merkt sem
brunnsvæði. Bæjarstjóri hefur
veitt leyfi fyrir framkvæmdum
og segir þær tilraunaboranir.
Samkvæmt lögum hefur sveitar-
félagið ekki heimild til að veita
framkvæmdaleyfi nema sam-
þykkt aðalskipulags liggi fyrir.
Það liggur ekki fyrir.
Framkvæmt í
leyfisleysi
Örn Sigurðsson,
skrifstofustjóri um-
hverfissviðsReykja-
víkurborgar,
furðar sig á þeim
vinnubrögðum
sem viðhöfð
eru í málinu.
„Hvar í heim-
inum er þetta
eiginlega að
eiga sér stað?
Ég hef aldrei
orðið var við
það að vatns-
verndhafiverið
aflétt nokkurs
staðar hér á
landi, ekki
nema þá verið
sé að leggja
niður vatnsból.
Ef slíkt ætti sér stað innan Reykja-
víkur, myndum við berjast hart
gegn þeirri framkvæmd,“ segir Örn.
Ásgeir Ingvi bendir á að fram-
kvæmdir af hálfu Icelandic Water
Holding hafi verið hafnar á landinu
áður en salan var samþykkt í bæj-
arstjórn. Nú þegar er búið að bora
nokkrar holur og leggja veg upp í
hlíðina. „Samþykkt hafði verið í
aðalskipulagi að landið yrði útivist-
arsvæði. Á einni nóttu var þeim
áformum brey tt, án samráðs í bæjar-
stjórn eða við íbúa, og það selt undir
verksmiðju. Við furðum okkur á því
að málið hafi ekkert verið kynnt,“
segir Ásgeir Ingvi.
Vatnið ekki vottað
Sigrún Guðmundsdóttir, fulltrúi
hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands,
segir eftirlitið hafa tekið vatnssýni
úr vatnslind á svæðinu. Niðurstöður
liggja ekki fyrir. „1 gangi eru grunn-
athuganir á því hvort yfirleitt sé
mögulegt að færa verksmiðjurnar.
Við höfum tekið þátt í þeirri
Höfuðstöðvar Landsnets:
Kostnaðurinn réði úrslitum
„Hönnun annaðist þarfagreiningu
og mat kostnað við nýbyggingar.
Fyrirtækinu var ekki falið að gera
tillögur um leiðir í aðstöðusköpun
Landsnets og því var ekki farið
gegn tillögum þess. Ég vil ítreka að
sú leið sem valin var er hagstæðasti
kostur Landsnets nú,“ segir Eiríkur
Briem, framkvæmdastjóri fjár- og
eignasýslu Landsnets.
Þarfagreining Hönnunar gerði
ráð fyrir 9.300 fermetra nýbygg-
ingum og áætlaður byggingarkostn-
aður var 1,2 milljarðar. Stjórn Lands-
nets ákvað hins vegar að kaupa
tæplega fjögur þúsund fermetra hús-
Sljómarmenn i Landsneli gengu þverl á Þarlagreiningu vtö húsnaeölakaup:
Keyptu minna og
óhagstæðara húsnæði
■ Hagsýrn rM terötnrt ■ EkU lökst að sameina stsrtswnlna ■ Keyptu at bróöur og töftur stjftrnanða
■ Blaðið í gær.
næði við Gylfaflöt 9, þrátt fyrir að
ekki tækist að sameina fyrirtækið á
einn stað, líkt og tekist hefði með ný-
byggingu. Munurinn á kostnaði var
hundrað milljónir.
Páll Harðarson, stjórnarformaður
Landsnets, segir kostnaðinn hafa
ráðið úrslitum. „Það voru eingöngu
hagkvæmnissjónarmið sem réðu
ferðinni og ekkert annað. Því er ekk-
ert að leyna og að því leyti stóð þessi
kostur upp úr,“ segir Páll. „Það væri
forkastanlegt ef stjórn myndi ekki
leita hagkvæmustu leiða og við
lögðum þunga áherslu á að kostnað-
urinn réði ferð.“