blaðið - 29.11.2006, Side 8

blaðið - 29.11.2006, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006 blaðiö Sigur Kabila staðfestur Hæstiréttur í Lýðveldinu Kongó hefur staðfest sigur Jóseps Kabila í forsetakosningum í landinu. Rétturinn hafnaði ákæru Jean-Pierre Bemba, sem laut í lægra haldi fyrir Kabila, um að brögð hafi verið í tafli í kosningunum Þrengt að starfi Rauða krossins Að sögn talsmanna Rauða krossins hefur herforingja- stjórnin í Búrma gripið til aðgerða gegn hjálparsamtök- unum og fyrirskipað að þeim fimm skrifstofum sem pau reka í landinu verði lokað. Talsmenn hjálparsam- takanna segja allt hjálparstarf í landinu í uppnámi. SÞ verður ekki hleypt inn í landið Omar al-Bashir, forseti Súdans, hefur útilokað að friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) aðstoði friðargæsluliða Afríkubanda- lagsins í Darfúr-héraði. Hann segir að Afríkubandalagið eigi eingöngu að sjá um friðargæsluna í héraðinu. Forsetinn vísar því á þug að 200 þúsund hafi fallið í átökum í héraðinu síðustu ár heldur um níu þúsund. Hagtölur héraðsdómstólanna: Tólffalt fleiri héraðsdómar vegna fíkniefnabrota ■ Oftast dæmt fyrir umferðarlagabrot ■ Sjaldnar sakfellt fyrir fölsun ■ Konur mun sjaldnar dæmdar Umferðarlagabrot f I Fíkniefnabrot Auðgunarbrot | ! Manndráp og líkamsmeiðingar Brot er varða fjárréttindi Fölsunarbrot 1.400 ------------------------------------------------------------------------------ 1.200 .----------------------------------------------------------------- —:---------- 1.000 ------------------------------—----------------------------------- ----------- Fjöldi sakfellinga vegna algengustu brota 1993-2005 Blóðbankinn: Sárvantar blóð Neyðarástand hefur skapast í Blóðbankanum vegna mikils skorts á blóði. Sveinn Guðmunds- son, forstöðumaður Blóðbank- ans, segir notkun á blóði hafa verið mikla síðustu vikurnar. Blóðbankinn náði að rétta úr kútnum fyrir tveimur vikum í framhaldi af góðum undir- tektum eftir að birgðastaðan hafði verið mjög léleg. „Vegna fjölda slysa og aðgerða hefur síðan jafnt og þétt streymt út af blóði þannig að blóðhlutabirgð- irnar eru nú undir æskilegum mörkum." Sérstaklega er óskað eftir blóð- gjöfum í O-blóðflokki, en Sveinn gerir ráð fyrir að Blóðbankinn verði opinn eitthvað lengur en venjulega þessa vikuna. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Sakfellingum í héraðsdómum lands- ins vegna fíkniefnabrota á árunum 1993 til 2005 hefur fjölgað mest á tímabilinu eða úr 53 í 603, að því er greint er frá í Hagtíðindum sem Hagstofa íslands gefur út. Lang- algengustu brotin sem dæmt var fyrir á þessu tímabili eru hins vegar umferðarlagabrot. 1 upphafi tímabilsins voru næst- flestir dæmdir fyrir þjófnað en í lokin voru næstflestir dæmdir fyrir fíkniefnabrot. 1 Hagtíðindum kemur fram að konur eru mun sjaldnar dæmdar í opinberum málum en karlar. Sakfell- ingum yfir konum vegna þjófnaðar hefur fjölgað mest á þessu tímabili eða úr sjö árið 1993 í 69 árið 2005. Sakfellingum yfir konum vegna fíkniefnabrota hefur fjölgað úr sjö í 53 en sakfellingum vegna umferð- arlagabrota úr 73 í 161 á fyrrgreindu tímabili. Sakfellingum vegna fíkni- efnabrota fjölgar mikið allt tímabilið en sýnu mest á allra síðustu árum og hlutfallslega mest í Héraðsdómi Reykjaness. Þar hafa þær meira en þrefaldast frá árinu 2000 en fólks- fjölgun þar hefur reyndar verið tölu- vert umfram fólksfjölgun á lands- vísu. 1 Héraðsdómi Reykjavíkur hafa sakfellingar vegna fíkniefnabrota meira en tvöfaldast á sama tímabili. Mun meiri sveiflur eru milli ára í fjölda sakfellinga vegna annarrabrota en almennt má greina fjölgun sakfell- inga á síðari árum vegna þjófnaða, umferðarlagabrota og minni háttar líkamsárása. Sakfellingum vegna fölsunarbrota fækkar hins vegar. I I Það er sama á hvernig skóm þú mætir á Pergo-parket útsöluna Pergo þolir áganginn og slabbið. Nú færðu allt að 4Q*> af slitsterku og fallegu * 1 ■ IIH PERGO Háteigsvegur 7 • 105 Reykjavík • sími 511 1100 Draupnisgata 4 ■ 600 Akureyri • sími 466 3311 www.rymi.is j

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.