blaðið


blaðið - 29.11.2006, Qupperneq 13

blaðið - 29.11.2006, Qupperneq 13
blaðið MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006 13 Svíþjóö: Ákæröir vegna tölvuinnbrots Sex hafa verið ákærðir vegna innbrota sænska Þjóðarflokks- ins inn á innri vef Jafnaðar- mannaflokksins í aðdraganda sænsku þingkosninganna. Þessir fulltrúar flokksins öfluðu sér þannig mikilvægra upplýsinga um baráttuaðferðir jafnaðarmanna, en upp komst um innbrotið um mánuði fyrir kosningarnar. Meðal hinna ákærðu eru Jo- han Jakobsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Þjóðarflokksins, og Niki Westerberg, fyrrverandi upplýsingafulltrúi flokksins. Réttarhöld hefjast að öllum lík- indum skömmu eftir áramót. Vinstri-grænir: Steingrímur efstur ^ Steingrimur J. Sigfússon, formaður yR/r Vinstri-grænna, var efsti maður í leiðbeinandi forvali flokksins í Norðausturkjördæmi. Þuríður Backman var önnur, Björn Valur Gíslason þriðji, Hlynur Hallsson fjórði, Ingibjörg Hjartardóttir fimmta og Jóhanna Gísladóttir sjötta. Sautján gáfu kost á sér í for- valinu, en uppstillingarnefnd mun nú hefja vinnu við að gera tillögu að framboðslista með hliðsjón af úrslitum forvalsins. Kjördæmisþing verður haldið ío. desember þar sem listinn verður endanlega ákveðinn. ggl’URINA1 PROPLAN I’rotects Wltile it Nourishcs Pro Plan fæðulínan sérsniðin fyrir hundinn þinn GARÐHEIMAR Söluaðiii: Garðheimar i Mjódd • Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík • sími 540 3300 • www.grodur.is Ríkið sýknað af kröfu Ásatrúarfélagsins: Ásatrúarmenn áfrýja til Hæstaréttar Islenska ríkið var í gær sýknað af kröfum Ásatrúarfélagsins um greiðslu sambærilegra gjalda og greidd eru í Kirkjumálasjóð og Jöfn- unarsjóð sókna. I niðurlagi dómsins, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, sagði hins vegar að um ákveðna mismunun væri að ræða en dómurinn gæti ekki búið til reglu um greiðsluskyldu stefnda sem engin heimild væri fyrir í settum lögum. „I sjálfu sér kom dómurinn ekki á óvart. Það kom hins vegar þægilega á óvart að í niðurlagi dómsins skuli Bjuggumst irið að þurfa að átrýja Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoöi sagt að misrétti sé í gangi þótt það sé ekki á valdi dómsins að leiðrétta það. Þetta er ágætis veganesti þegar við höldum áfram með málið,” segir Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjar- goði Ásatrúarfélagsins. Hann segir málinu verða áfrýjað til Hæstaréttar og farið með það fyrir Mannréttindadómstólinn í Strass- borg ef þurfa þykir. „Við bjuggumst aldrei við öðru en að þurfa að áfrýja. Maður gat ekki látið sig dreyma um að héraðsdómur færi að ganga gegn landslögum. En hluti af þessu var að sýna fram á að galli væri í lögunum. Hæstiréttur hefur undanfarin 10 til 15 ár sýnt djörfung og kjark í svona málum og farið fram á að lögum verði breytt.” Ásatrúarfélagið fær sóknargjöld en benti á í málflutningi sínum að Þjóðkirkjan og sjóðir hennar fengju margar aðrar greiðslur frá ríkinu og þess vegna væri jafnræðis ekki gætt. Málskostnaður var látinn falla niður. PAfílS SJDNA RHOLL Gjafabréf, gleraugu og fylgihlutir til jólagjafa r A laugardögum, opið frá 11:00 til 15:00 í desember. Verið velkomin í nýbakaðar smákökur Reykjavíkurvegur 22, 220 Hafnarfirði www.sjonarholl.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.