blaðið - 29.11.2006, Síða 14
blaðiö
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúar:
Ár og dagurehf.
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurjón M. Egilsson
Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Elín Albertsdóttir og
Janus Sigurjónsson
Að skara fram úr
Það er hætt að koma á óvart þegar íslendingar skara fram úr og vinna til
verðlauna á erlendum vettvangi. Hver kippir sér upp við það þótt Magnús
Scheving fái virt bresk verðlaun fyrir framleiðslu sína á Latabæ? Eða að
hann hafi komið þáttum sínum til sýninga í yfir eitt hundrað löndum
víða um heim? Við íslendingar erum svo framarlega í öllu því sem við
tökum okkur fyrir hendur að við erum hætt að undrast, yppum í það
mesta öxlum og segjum; flott hjá honum. Auðvitað er þetta stórkostlegur
árangur hjá Magnúsi, það vita allir sem fylgst hafa með honum og Latabæj-
arferlinu. Við eigum bara orðið svo mikið af snillingum að þeir eru orðnir
hversdagslegir. Það er þó ekkert voðalega langt síðan íslendingar ærðust
af kæti ef einhver náði árangri á erlendum vettvangi. Hver man ekki eftir
hvernig við hömpuðum Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara ár eftir ár
og telst hann þó varla enn þá heimsfrægur. Við supum hveljur af grobbi
þegar Vigdís varð fyrst kvenna lýðræðislega kosin forseti. Síðan varð Hófí
fegurst allra kvenna í heimi og Jón Páll sterkasti karlinn. Svo áttum við
mikinn kaupahéðinn í Ameríku sem gat þar að auki skrifað bækur. Og
við eignuðumst fljótt aftur fegurstu konu í heimi, Lindu Pétursdóttur. Það
má auðvitað fara enn lengra aftur í tímann og minnast þess heiðurs sem
íslendingar hlutu þegar Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin. Og aftur
í nútímann því það þótti ekki heldur lítill heiður þegar Friðrik Þór Frið-
riksson var tilnefndur til sjálfra Óskarsverðlaunanna fyrir kvikmynd sína,
Börn náttúrunnar. Það varð þó enginn íslendingur heimsfrægur fyrr en
Björk Guðmundsdóttir hóf upp raust sína og heillaði heiminn meira en
nokkur annar Islendingur fyrr eða síðar. Björk hefur fengið mörg verð-
laun, m.a. virt bresk tónlistarverðlaun og hún hefur líka fengið tilnefn-
ingu hjá Óskarsverðlaunaakademíunni þar sem hún stal reyndar athygli
frá öllum frægustu Hollywoodstjörnunum með óvenjulegum svanakjól
sem hún klæddist. I tónlistargeiranum er hljómsveitin Sigur Rós einnig
að ná frægðarljóma og er orðin vel þekkt bæði í Bretlandi og í Bandaríkj-
unum svo og Nylon-flokkurinn. Af allri þessari íslensku frægðarsúpu
eru enn ótaldir íslenskir kaupsýslumenn sem hafa verið að mála bæinn
rauðan víða um lönd og vekja mikla athygli í útlendum viðskiptablöðum.
Björgólfur Thor Björgólfsson siglir hratt upp milljarðastiga tímaritsins
Forbes og hver veit nema við eignumst ríkasta mann í heimi áður en langt
um líður. Yrðum við hissa?
Það er ekkert skrítið þótt danskir og breskir fjölmiðlar velti vöngum
og klóri sér í kollinum yfir þessari fámennu þjóð sem stígur hvern frægð-
ardansinn á fætur öðrum um heim allan, og það þótt þjóðin telji aðeins
300 þúsund manns. Það hlýtur að búa í okkur íslenskt ofurgen, að ekki
sé talað um ofurgreind. Við ættum að nota þá greind til að hlúa betur að
þeim útlendingum sem hingað vilja flytja og taka að sér láglaunastörfin
sem við viljum ekki lengur sinna.
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Aflmiklar og hljóðlátar
\ Frábærhönnun
A 2204 / A 2604
■ Sýgur blautt og þurrt
■ Einnig fyrir útblástu
■ 18 / 25 Itr tankur
VC 5200 / VC5300
■ Afl: 1800/2000 w
■ Hepa 12 sía
■ Sérlega nett
■ Hæöarstilling /
á röri /i
■ 3,3 Itr poki /m
Snúra dregst inn
Snúningshringur
á legu snýst 360°
HEPA 12 sia
hreinsar 99,5%
óhreininda
Fylgihlutir
geymast I vél
4 lítra flíspoki
VC 6100 /VC 6200
RAFVER
■ Afl: 1800/2000 w
■ HEPA 12 sía
■ Hæðarstilling á röri
■ Aukahlutir
SKEIFAN 3E-F • SÍMI 581-2333 ■ FAX 568-0215 • WWW.RAFVER.IS
14 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006
blaöiö
J5S, Vj-P G'ETxjM
F\LVeCi 5kít<5T á A&
^ Kcr-rA yETWÆN
F? ViP GtruM TEAiGrp
KEU-rNG /Jf ET Vf-P
V/^liRJ-dtldlTUM LíKA AO
sé itATSYóks
Það sem helst
hann varast vann
Formaður Framsóknarflokksins
sagði á miðstjórnarfundi flokksins að
ákvarðanir íslenskra stjórnvalda varð-
andi Íraksstríðið hafi verið rangar og
byggst á röngum upplýsingum. Jón
Sigurðsson kýs með þessu að hörfa
lítið eitt til að það líti út fyrir að meiri
skynsemi ríki nú í röðum framsóknar-
manna en áður. En staðhæfing Jóns
Sigurðssonar er röng. Ákvarðanir Dav-
íðs Oddssonar og Halldórs Ásgríms-
sonar byggðust ekki á röngum upplýs-
ingum heldur vilja til að fara að vilja
Bandaríkjastjórnar. Með því brutu
Eieir gegn stefnumörkun lýðveldisins
slands í utanríkismálum frá lýðveld-
isstofnun. Island fer ekki með hernaði
á hendur öðrum þjóðum. Stefna sem
Bjarni Bendediktsson, fyrrverandi for-
maður Sjálfstæðisflokksins, á mesta
heiðurinn af. Davíð og Halldór mót-
uðu nýja þjóðhættulega stefnu í utan-
ríkismálum sem byggðist á skamm-
sýni en ekki röngum upplýsingum.
Colin Powell, fyrrum utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, baðst í
september 2005 afsökunar á að hafa
logið að umheiminum með staðhæf-
ingum um gereyðingarvopn Iraka.
Powell sagðist hafa verið blekktur. Þar
sagði Colin Powell ósatt í annað sinn.
Fyrrum yfirmaður Bandaríska herr-
áðsins og reyndur hershöfðingi eins
og Colin Powell vissi vel að Saddam
Hussein átti engin gereyðingarvopn.
Á sama tíma og Bush og Blair með
aðstoð íslensku ríkisstjórnarinnar
ákváðu að ráðast með ólögmætum
hætti inn i Irak sagði Robin Cook, fyrr-
verandi utanríkisráðherra Breta, sig
úr ríkisstjórn Tony Blair og hélt við
það tækifæri eftirminnilega ræðu þar
Klippt & skorið
Samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og
framfarastofnunarinnar skaða vax-
andi ríkisumsvif í Rússlandi hagkerfi
landsins til lengri tíma litið... Á síðasta ári
hafa umsvif ríkisfyrirtækja vaxið mikið í
landinu og hafa þau ráðandi stöðu í mikil-
vægum geirum efnahagslífsins." Þessa frétt
mátti lesa í Blaðinu í gær. Kynni sumum að
þykja þetta fyrirboði um
hvað frumvarpið um Ríkis-
útvarpið kynni að hafa í för
með sér á fjölmiðlamarkaði.
Pétur Gunnarsson, fyrr-
verandi fréttastjóri, skrifar
á síðu sinni að hann skilji
að útvarpsstjóri fagni frumvarpinu. „En það
verður að setja afli ríkisins á fjölmiðlamark-
aði skorður. Forskotið er of mikið."
sem hann benti á að allir sem hefðu
almenna skynsemi vissu að engin
gereyðingarvopn væru í Irak. Sama
sagði Hans Blix, yfirmaður vopna-
eftirlits Sameinuðu þjóðanna í frak.
Upplýsingar sem sýndu blekkingar
Bandarikjanna og Beta í málinu lágu
því fyrir og voru gegnsæjar. Þessu
áttu þeir sem héldu um stjórnvölinn
i landsmálunum og á Morgunblaðinu
að gera sér grein fyrir. Þeir hafa enga
afsökun.
Jón Magnússon
Innrásin í I rak er brot á 2. grein sátt-
mála Sameinuðu þjóðanna. Ályktun
Sameinuðu þjóðanna frá því í nóv-
ember 2002 nr. 1441 þar sem Irak
var gefið síðasta tækifærið heimilaði
engu ríki að grípa til einhliða hern-
aðaraðgerða gegn írak. Jack Straw,
utanríkisráðherra Breta, viðurkenndi
áður en til innrásarinnar kom að Irak
hefði færri gereyðingarvopn en Líbýa,
Norður Kórea eða Iran. Þessar stað-
reyndir voru allar fyrir hendi þegar
ákvörðun var tekin um að blanda
Islandi inn í þessa ólögmætu innrás.
Það var því ekki hægt að blekka aðra
Pétur hefur miklar efa-
semdir um heimildir “
RÚV til að fá kostun
utan úr bæ. „Það þarf að taka
á henni, ég vil banna kostun
í RÚV, hún þurrkar út eðlileg
mörk efnis og auglýsinga og
á ekki heima í almannaþjónustuútvarpi. Við
þær þröngu aðstæður sem stofnunin hefur
búið undanfarin ár hefur hún nýtt sér mögu-
leika kostunar út í ystu æsar. Mér hefur sýnst
að hún hafi jafnvel rutt brautina inn á nýjar
og ósmekklegar leiðir í kostun, ekki síst á Rás
2." Pétur segist hafa heyrt sögur af að útgef-
endur tónlistar og forsvarsmenn tónlistar
hafi látið bjóða sér ýmislegt í samskiptum
við RÚV til að hjálpa því að sinna menningar-
hlutverki sínu.
en þá sem vildu láta blekkja sig. For-
maður Framsóknarflokksins steig
eitt skref til baka. Hann baðst þó ekki
afsökunar. Hann fór ekki fram á að
ísland yrði tekið af lista yfir hinar
viljugu þjóðir. Hvaða tilgangi þjónaði
þá þessi hálfkveðna vísa formanns
Framsóknarflokksins?
I dag er stríð í Afganistan sem ís-
land blandast í. Þar situr þægur þjónn
Bandaríkjanna sem forseti í skjóli er-
lends hers. Varnarbandalaginu NATO
var att út í afskipti af átökum. Utan-
ríkisráðherra Islands ætti að beita
sér fyrir því að NATO dragi allan her
út úr Afganistan þó ekki væri nema
vegna þess að það er ekki verkefni
varnarbandalags að fara með her til
annarra landa. Það er engin skynsam-
leg réttlæting fyrir því að fórna lífi
ungs fólks frá NATO-ríkjunum í því
tilgangsleysi sem afskipti vestrænna
ríkja eru nú af Afganistan. Framsókn-
armenn og sjálfstæðismenn verða
sennilega vitrir eftir á í þessu sem
öðru í utanríkismálum.
Það er kaldhæðni örlaganna að ólög-
mæta innrásin í Irak virðist vera að
leiða til þess að það myndist bandalag
Irans, íraks og Sýrlands til að koma
á friði í Irak vegna þess að Banda-
ríkin ráða ekki við það. Afleiðing
Íraksstríðs Bush, Blair og okkar yrði
þá dráp hundruð þúsunda saklausra
borgara og ómældar hörmungar al-
mennings í frak og að fran yrði að
valdamesta ríkinu á svæðinu.
Þá sannast hið fornkveðna. Það
sem helst hann varast vann hlaut þó
aðkoma yfir hann.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
Jónas Kristjánsson ritstýrði áratugum
saman mestu lausasölublöðum landins.
Hann ersvartsýnn áframtíð áskriftarblaðs-
ins sem eftir er. „Með hverju
árinu kemur nýr árgangur
inn (samfélag fullorðinna án
þess að þurfa á dagblöðum
að halda. í gamla daga gerð-
ist fólk áskrifendur, þegar
það stofnaði heimili. Ekki
lengur. Lesendur Moggans eru miðaldra og
gamalt fólk. Timi áskriftarblaða rennur smám
saman út... Þetta er vont mál, því að engir
miðlar hafa burði til að taka upp viðtæka frétta-
þjónustu dagblaða. Tvær síður í Mogganum
jafngilda hálftíma fréttum í sjónvarpi."
brynjolfur@bladid.net