blaðið - 29.11.2006, Síða 17
blaöið
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006 49
kolbrun@bladid.net
Það er betra að
skilja lítið en að
misskilja mikið
Anatole France
Afmælisborn dagsins
C.S. LEWIS RITHÖFUNDUR, 1898
LOUISA ALCOTT RITHÖFUNDUR, 1832
( (/<). , Uiýtt
RÖGNU A ÐMlSTEffíSDÓTTUR
A LAUGABÖU
Reynir Traustason
4
(Kíu) C
Örlagasaga
kvenskörungs
Hjá Vöku-Helgafelli er komin
út Ljósið í Djúpinu. Örlagasaga
Rögnu Aðalsteinsdóttur á Lauga-
bóli. Reynir Traustason skráði.
Ragna elst upp við misjöfn kjör í
Inndjúpinu áfyrri hluta 20. aldar
og þarf á barnsaldri að sjá á eftir
móður sinni og systur. Hér er
sögð einstök saga sterkrar og
sjálfstæðrar konu sem upplifir
meiri sorgir en lagðar eru á flest
fólk. Náttúruhamfarir á Vest-
fjörðum taka tvö börn hennar og
barnabarn. Þrátt fyrir þung áföll
býr Ragna yfir einstökum krafti
sem samferðafólk hennar hefur
notið góðs af, ekki síst þeir sem
átt hafa undir högg að sækja í
lífinu.
Bakgrunnur þessarar örlagasögu
eru miklar þjóðfélags- og þjóð-
lífsbreytingar síðustu aldar, en
í forgrunninum stendur ótrúleg
kona sem á stundum virðist hafa
samband við aðra heima. Ragna
Aðalsteinsdóttir er kvenskörungur
í bestu merkingu þess orðs.
Áhugavert líf
frumskógar-
stelpu
Bókaútgáfan Útkall hefur sent
frá sér bókina Frumskógar-
stelpan eftir Sabine Kuegler.
Frum-
skógar-
stelpan
er ótrú-
leg en
sönn
saga
um ein-
falda
ogfrum-
stæða
tilveru
sem
breytt-
ist
þegar
Sabine Kuegler kom til Evr-
ópu - af steinaldarstigi inn í
vestræna menningu. Þegar
Sabine var barn fluttist hún með
fjölskyldu sinni til afskekkts
frumskógarsvæðis í Indónesíu.
Fayu-ættbálkurinn, ósnortinn af
nútímamenningu, var þá nýlega
uppgötvaður. Bernskunni var
ekki varið við dúkkuleiki heldur
lék hún sér með snáka og al-
vöruboga og örvar. Hún borðaði
ekki sætindi heldur ristaðar
leðurblökur og skordýr.
Þegar Sabine settist að í Evr-
ópu, 17 ára að aldri, átti hún
erfitt með að fóta sig en tókst
þó smám saman að aðlagast
vestrænu samfélagi. Frumskóg-
urinn togaði þó ávallt í hana
- og gerir enn. Nú er Sabine
33 ára, á fjögur börn og býr í
Þýskalandi en er ákveðin í að
snúa aftur í frumskóginn þegar
börnin vaxa úr grasi.
Húmor og trúarvissa
PV útgáfa hefur sent frá sér
Ljóðmæli Jóns Arasonar
biskups. Þetta er í fyrsta
skipti sem öll ljóð Jóns Ara-
sonar koma saman í einni
bók. Ásgeir Jónsson hagfræðingur
skrifar formála að verkinu. „Ég ólst
upp á Hólum, fluttist þangað ellefu
ára gamall og þá kviknaði áhuginn
á Jóni,“ segir Asgeir. „Ég hef alltaf
haft áhuga á sögu, hef skrifað tölu-
vert um sagnfræði og tók raunar hag-
sögu sem aukasvið í doktorsnámi
mínu í Bandaríkjunum. Þá fjallaði
BS-ritgerðin mín um tímabilið
1400-1600 sem liefur raunar verið
mér mjög hugleikið síðan. Árið 2003
gerðum við kona mín, Gerður Bolla-
dóttir söngkona, geisladisk með lög-
um eftir ljóðum Jóns Arasonar. Þá
fór ég að skoða kveðskap hans vand-
lega. Mér fannst einkennilegt að ljóð
hans skyldu ekki hafa verið gefin út
í einni bók sem kannski lýsir því hve
hin svokallaða „miðöld“ í íslenskri
bókmenntasögu hefur þurrkast úr
minni þjóðarinnar. En miðöld hefst
þegar ritun Islendingasagna lauk
um 1350 og stóð þar til Hallgrímur
Pétursson kom fram á sautjándu
öld.“
Eru trúarljóð Jóns hefðbundin mið-
að við sinn tíma?
„Já, þau eru það. Eysteinn munkur
skapaði ákveðna hefð í trúarskáld-
skap með Lilju sem byggðist á því
að yrkja til alþýðunnar með skýru
kjarnmiklu orðalagi. Jón Arason er
mjög trúr þessari stefnu. Hann yrk-
ir á alþýðlegu og léttleikandi tungu-
máli með myndrænum lýsingum
þannig að það er auðvelt að læra
hann utanbókar . Hann or.ti einnig
jafnhendis heit trúarkvæði og gam-
anbragi. Þannig að hvort sem litið
er á trúarkvæði eða veraldleg kvæði
er Jón Arason einn helsti merkisberi
„miðaldar' í íslenskum skáldskap og
vel til þess fallinn að kynna nútíma-
fólki þennan gleymda tíma. ”
Jón orti líka veraldleg kvœði og
margir kunna etin utan að brot úr
þeim. Geturekki verið að ein skýring-
in á því hversu þjóðinni hefur alltaf
þótt vœnt um Jón biskup sé hversu
skemmtilegur og húmorískur hann
er í veraldlegum vísum sínum?
„Það kemur fram í mörgum heim-
ildum að Jón Arason þótti óhemju
skemmtilegur maður og eins Ari son-
ur hans. Jón komst skjótt til valda
vegna þess að hann var
röggsamur og vel fallinn
til þess að skapa kirkjunni
alþýðufylgi. Kvæði hans
áttu sinn þátt í vinsæld-
um hans enda leiftra þau
af húmor sem sést bæði
þegar hann lýsir baráttu
góðs og ills í trúarkvæðun-
um eða baráttu sjálfs sín í
gamankvæðum. Kímnin
í kvæðum Jóns er raunar töluvert í
andstöðu við það níð og heimsverk
(weltschmerz) sem varð síðar ein-
kennandi í íslenskum skáldskap, og
t.d. sést vel hjá Bólu-Hjálmari.
Er ekki staðreynd að
Jón var býsna gott skáld?
„Jú, mér finnst það og
vona að aðrir komist á
sömu skoðun við að lesa
ljóðin hans. Jón er einn-
ig talinn hafa haft mikil
áhrif á lúthersk trúar-
skáld sem komu á eftir
honum, eins og til dæm-
is Hallgrím Pétursson.
Hann sneyðir hjá kaþólskum yrk-
isefnum, sem er ákveðin þversögn.
Síðasti kaþólski biskupinn á íslandi
reyndist vera sá lútherskasti þegar
kemur að trúarkveðskap."
Ásgeir Jónsson „Kvæði hans áttu
sinn þátt í vinsældum hans enda
tt leiftra þau af húmor “ segir hann
B um veraldleg kvæði Jóns Arasonar
m biskups. BlaÖiÖ/Frikki
Cary Grant deyr
Á þessum degi árið 1986 lést leik-
arinn Cary Grant af völdum hjarta-
áfalls, 82 ára gamall. Kvikmynda-
ferill hans spannaði rúm þrjátíu ár.
Grant birtist fyrst á hvíta tjaldinu ár-
ið 1932, það var þó ekki fyrr en seint
á fjórða áratugnum sem hann fann
sinn eigin stíl. Persóna hans á hvíta
tjaldinu var hinn fyndni en um leið
fágaði karlmaður sem konum þótti
ómótstæðilegur og karlmenn öfund-
uðu. Hann lék í fjölda mynda og átti
afar farsæla samvinnu við Alfred
Hitchcock í myndum eins og Not-
orious og North by Northwest.
Einkalíf Grants var viðburðaríkt
en hann kvæntist fimm sinnum og
átti í nokkrum ástarsamböndum,
þar á meðal við Sophiu Loren.
Hann dró sig í hlé frá kvikmynda-
leik árið 1966. Tveimur áratugum
eftir dauða sinn er hans enn minnst
sem eins athyglisverðasta leikara í
sögu Hollywood.
Brottfarir
_ Departures
DMK Reglulegur
sparnaður*
- verðlaunaður með sérstöku mótframlagi!
Kynntu þér DMK Reglulegan sparnað og aðra
þjónustuþætti DMK á spron.is
* skv. útlánareglum SPRON
^spron
1