blaðið - 29.11.2006, Page 20

blaðið - 29.11.2006, Page 20
blaöið MIÐVIl 29. NOVEMBER 2006 Fundur a Hotel Borg Félagiö Ísland-Palestína stendur fyrir opnum fundi á Hótel Borg í kvöld í tilefni af al- þjóðlegum samstöðudegi Sameinuðu þjóðanna með réttindum Palestínumanna og 19 ára afmæli félagsins. Ræðumaður kvöldsins er Ziad Amro og hljómsveitin Bardukha leikur fyrir gesti. Allir velkomnir. . • Italía á hvita tjaldinu ítölsk kvikmyndahátíð er í fullum gangi í Háskólabíói en henni lýkur um næstu helgi. Þar leynist margur gullmolinn og er meðal annars hægt að sjá nokkrar af myndum Pupi Avati sem er einn virtasti leikstjóri Itala um þessar mundir. 'T Fóstbræður með Sinfóníunni Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar stígur á stokk með Sinfóníuhljómsveit íslands á morgun. Tónleikarnir til- heyra gulu röð hljómsveitarinnar og á efnisskránni eru forleikur að Don Giovanni eftir Mozart, Jon Juan eftir Richard Stauss og þrettánda sinfónía Dímítríj Sjostakovitsj. Rumon Gamba stjórnar hljómsveitinni og Sergei Aleksashkin syngur einsöng. Tón- leikarnir hefjast klukkan 19:30. Aðventutónar í sveitinni Kammerkór Akraness heldur tón- leika í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfjarðarsveit, laugardaginn 2. desember klukkan 17. Á efn- isskrá tónleikanna í Saurbæ er flutningur á Kantötu nr. 61 eftir J. S. Bach sem kórinn flytur ásamt strengjasveit og einsöngvurum. Auk þess verður flutt falleg aðventutónlist frá ýmsum tímum og má þar nefna meðal höfunda Johann Eccard, Andrew Carter og Báru Grímsdóttur. Einsöngv- arar með kórnum eru þau Laufey Geirsdóttir sópran, Jón Þorsteinsson tenór og Stefán Sigurjónsson bassi. Stjórnandi Kammerkórs Akraness er Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Akraneskirkju. Aðgangseyrir inn á tónleikana er 1500 krónur. futénleika i kvöld Oður til áttunda áratugarins tefán Hilmarsson og Eyj- ólfur Kristjánsson hafa árum saman glatt lands- menn með hugljúfum tónum og ómþýðum röddum og hafa þeir oft verið kallað- ir Simon og Garfunkel íslands. Um þessar mundir eru ákveðin tímamót hjá þeim félögunum en þeir gáfu ný- verið út sína fyrstu plötu saman. Af því tilefni verður mikið um dýrðir í Borgarleikhúsinu í kvöld en þeir halda þar tvenna tónleika með full- skipaðri hrynsveit, bakröddum og sextán manna strengjasveit. „Þetta byrjaði eiginlega allt með Draumi um Nínu árið 1991 þegar við keppt- um í Evrovisjón fyrir lslands hönd. Okkur finnst gott að setja upphafs- punktinn þar enda hefur það lag lifað góðu lífi með þjóðinni æ síðan og við megum varla sjást tveir sam- an án þess að við séum beðnir að taka Nínu,“ útskýrir Eyjólfur Krist- jánsson þegar hann er inntur eftir því hvernig samstarfið farsæla hafi byrjað. Vináttan mikilvæg Eftir sextán ára samstarf þótti þeim félögum kominn tími til að fara í hljóðver og vinna efni til út- gáfu, enda líklega margir aðdáend- ur orðnir langeygir eftir plötu frá þeim. Platan leit dagsins ljós á haust- dögum og ber titilinn Nokkrar nota- legar ábreiður. „Okkur fannst vera komin tími á þetta, enda yngjumst við ekki úr þessu,“ segir Eyjólfur hlæjandi. „Við erum á góðum stað á ferlinum, enn í mjög góðu formi og því er þetta prýðileg tímasetning fyrir okkur.“ Stebbi og Eyvi hafa all- an þennan tíma verið að vinna að sínum verkefnum hvor í sínu lagi. Stebbi hefur sungið með Sálinni og Eyvi hefur gefið út fimm sólóplötur með eigin efni. Þráðurinn hefur þó aldrei slitnað á milli þeirra tveggja þrátt fyrir að þeir hafi haft í nógu að snúast á öðrum vígstöðvum. „Við höfum verið með þetta sem hliðarverkefni og áhugamál með- fram öðrum verkefnum. Við höfum svipaðan tónlistarsmekk og það er líklega helsta ástæðan fyrir því að þetta samstarf hefur staðið svona lengi og gengið svona vel. Þetta er yndisleg og afslappandi tónlist sem við spilum og það er gott að hoppa yfir í þetta þegar maður er orðinn þreyttur á öðrum verkefnum. Svo erum við Stebbi ekki bara sam- starfsaðilar í tónlistinni, við erum góðir vinir og verjum miklum tíma saman þótt við séum ekki að spila. Við höfum til dæmis báðir mikinn áhuga á góðum vínum og golfi og sinnum þessum áhugamálum okk- ar saman.“ Ljúf og þægileg músík Tónlistin sem þeir félagar hafa spilað í gegnum tíðina hefur ver- ið einstaklega hugljúf og er nýja platan þeirra, Nokkrar notalegar ábreiður, engin undantekning. „Já, við höldum okkur við þann stíl, enda hefur hann virkað vel fyrir okkur í gegnum árin. Þetta er voðalega Ijúft allt saman og það má segja að platan sé nokkurskon- ar óður til áttunda áratugarins. Mörg laganna eru bandarísk og kannski ekki vel þekkt hér á landi en allt lög sem við höldum upp á og höfum verið að hlusta mikið á í gegnum tíðina," segir Eyjólfur. Fyrri tónleikar þeirra félaga hefj- ast í Borgarleikhúsinu klukkan 20 en þeir síðari klukkan 22. <vp^ PÓSTURIN N Glæpir á Grand Rokk Jólastörf við móttöku og afgreiðslu íslandspóstur hf. óskar eftir afgreiðslufólki sem fyrst í jólavinnu á pósthús víðs vegar á höfuð- borgarsvæðinu. Það er líf og fjör og nóg að gera hjá Póstinum fyrir jólin. Nánari upplýsingar gefa Heiða í síma 580-1263 og Herdís í síma 580-1128. Umsóknum skal skilað til: íslandspóstur hf. Stórhöfða 29,110 Reykjavík, merkt „afgreiðslustarf". Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu íslandspósts: www.postur.is Vegur íslensku glæpasögunnar hef- ur farið ört vaxandi hin síðari ár og ber öflug útgáfa í þessum geira þess glöggt merki. Hið íslenska glæpafé- lag hefur undanfarin ár staðið fyrir veglegu upplestrarkvöldi í byrjun desember þar sem höfundar glæpa- sagna lesa úr nýjum verkum sín- um og annað kvöld blæs félagið til þessa árlega viðburðar með pompi og prakt. Hið íslenska glæpafélag hefur verið starfandi í nær áratug og sér með- al annars um að tilnefna fulltrúa íslands í samkeppnina um bestu norrænu glæpasöguna en sá sem fer með sigur af hólmi í þeirri við- ureign stendur uppi með Glerlykill- inn í fanginu en Arnaldur Indriða- son hefur tvisvar hlotið lykilinn góða, fyrir Grafarþögn og Mýrina. Fimmtudagskvöldið 30. nóvember klukkan 20:30 munu þau Páll Krist- inn Pálsson, Stefán Máni, Steinar Bragi, Yrsa Sigurðardóttir og Ævar Örn Jósepsson lesa úr nýútkomn- um bókum sínum auk þess sem lesið verður úr bókum þeirra Arn- aldar Indriðasonar, Jökuls Valsson- ar og Stellu Blómkvist. Dagskráin fer fram á Grand Rokk við Smiðju- stíg og segir Eiríkur Brynjólfsson, gjaldkeri Hins íslenska glæpafélags, það vel við hæfi. „Við höfum hald- ið okkur þar undanfarin þrjú ár og átt prýðilegt samstarf við Grand Rokk. Umgjörðin hentar líka vel Sviðin jörð Magnús Einars- son og Freyr Eyjótfsson munu skemmta gestum á Grand Rokk með lögum af nýút- komnum diski sínum, Lög til þar sem kráin er svolítið skugga- leg við fyrstu sýn,“ segir Eiríkur leyndardómsfullur. Að upplestri loknum mun dauðakántrísveitin Sviðin jörð leika vel valin lög af ný- útkomnum diski sínurn, Lög til að skjóta sig við. Því má búast við lævi blöndnu lofti við Smiðjustíginn annað kvöld. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.