blaðið - 29.11.2006, Page 22

blaðið - 29.11.2006, Page 22
54 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006 blaðið Upp með skreytingarnar Nú er kominn tími til aö draga gömlu góöu jólaskreyt- ingarnar upp úr kössunum og skreyta húsið að innan sem utan. Skreytingarnar fylla ekki aðeins húsið af jólastemningu heldur lýsa þær einnig upp umhverfi okkar sem veitir ekki af í dimmasta skammdeginu. heimili Ýmsar hættur leynast á heimilinu um hátíðirnar A spítala um jólin Slys og óhöpp á heimilum koma því miður oft í veg fyrir að fjölskyldur eigi gleðileg jól. Eldsvoðum út frá kertaskreytingum fjölgar til muna á þessum árstíma eins og bent hefur verið á en ýmsar aðrar hættur leynast einnig á heimilinu. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sviðs- stjóri slysavarnasviðs Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar, segir að börn og eldri borgarar lendi einna helst í óhöppum og slysum í tengslum við hátíðirnar. „Eldra fólk lendir oft í óhöppum þegar það stendur í jólahreingerningum eða öðru slíku og er að fara upp á stóla og gera hluti sem það hefur kannski ekki jafnvægi lengur til að gera. Síðan sjá- um við líka óhöpp sem tengjast því þegar fólk er að setja upp seríur eða skreytingar og notar tröppur sem eru óstöðugar og ekki nægjanlega góðar,“ segir Sigrún sem hvetur fólk til að nota traustar undirstöður og fá aðstandendur til að aðstoða sig ef það treystir sér ekki til að gera hlut- ina sjálft. Brennd börn Börnum er einnig hætt við að lenda í slysum og óhöppum um há- tíðirnar, enda mikill erill á heimil- inu og fólk gefur sér oft ekki jafngóð- an tíma til að hafa auga með þeim og á öðrum tíma að sögn Sigrúnar. „Þá eru þau kannski í meira mæli að gera hluti sem þau ættu ekki að vera að gera. Það tengist til dæmis alls konar príli auk þess sem þau eru að brenna sig á bökunarofnin- um og helluborðinu. Það þarf því að gæta þess að krakkarnir séu ekki of nálægt eldavélinni," segir Sigrún og bendir jafnframt á að ef lítil börn eru á heimilinu þurfi einnig að huga að ýmsum smáhlutum, eins og jóla- skreytingum, sem þau geti stungið upp í sig. Eldra fólk viðkvæmara Afleiðingar slysa og óhappa geta verið alvarlegar fyrir eldra fólk enda Slys og óhöpp um jólin Með fyrir- hyggjusemi og aðgætni má koma í veg fyrir að fólk lendi í slysum og óhöppum um jólin. er það gjarnan viðkvæmara en þeir sem yngri eru. „Ef við lítum á heimaslys þá eru kannski eitt til tvö prósent barna sem þurfa á innlögn að halda þegar þau meiða sig og koma á slysadeild. Hjá öldruðum eru það 18 prósent þannig að afleiðingar slysanna eru miklu alvarlegri fyrir þá. Það eru einnig miklar líkur á því að viðkomandi einstaklingur nái ekki fyrri hreyfihæfni af því að vöðvarnir eru fljótir að rýrna ef hann þarf að vera í gifsi í nokkr- ar vikur. Að auki verður fólk oft smeykt við að fara út i framhaldinu og fer kannski síður í gönguferðir en hreyfingin er svo stór þáttur í forvörnum hjá eldra fólki. Það lend- ir því í eins konar vítahring," segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir. Athugið innihaldslýsingar Full ástæða ertil að neytendur lesi innihaldslýsingar matvæla jafnvel þó að þau séu auglýst sem heilsusam- leg. Þó að auglýst sé að tiltekin vara innihaldi lítið af sykri getur hún innihaldið mikið af öðrum efnum sem maður kærir sig ekki um svo sem salti eða fitu. Hreinlæti víða ábótavant Margir sjálfsafgreiðslubarir upp- fylla ekki skilyrði um hreinlæti og hitastig samkvæmt niðurstöðum könnunar sem gerð varísumar. Barinn á myndinni tengist ekki > greininni með beinum hætti. Myndtfyþór Aðbúnaður sjálfsafgreiðslubara víða óviðunandi Hreinlæti ábótavant -og hitastig of hátt Víða er misbrestur á því að sjálfsafgreiðslubarir (svo sem salatbarir) í verslun- um uppfylli skilyrði um hreinlæti og hitastig samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Um- Ihverfisstofnun og heilbrigðiseftirlit- ið gerðu í sumar. Þá er enn fremur skortur á skriflegum verklagsregl- um um starfsemina. Jafnvel eru dæmi um að ekki sé alltaf farið eft- Iir skriflegum reglum fyrirtækisins þar sem þær eru fyrir hendi. Herdís Guðjónsdóttir, matvæla- fræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að fyrirtækin eigi að fara eftir matvælareglugerðinni og sjá til þess að það séu til skriflegar hreinlætis- áætlanir og skriflegar verklagsreglur um starfsemina. „Ábyrgðin liggur náttúrlega hjá Íversluninni. Eftirlitið á ekki að þurfa að koma og segja þeim hvað þeir eiga að gera. Þeir eiga bara að fara eftir þeim reglum sem gilda. Þetta er nátt- úrlega kælivara og þá á að fara eftir reglum um kælivörur og hafa órofna kælikeðju eins og það heitir," segir Herdís. Fyrirtækin fá ábendingar frá heil- brigðiseftirlitinu um úrbætur og full- trúar þess koma síðan aftur og ganga úr skugga um að farið hafi verið eftir tilmælunum. „Sumum salatbörum hefur verið lokað og þeir síðan opnaðir aftur þegar menn eru búnir að setja sér ákveðnar reglur," segir Herdís. Hitastig of hátt Herdís segir að einnig hafi verið mjög sláandi í könnuninni að kæling hafi víða ekki verið nægjanleg. „Það var of hátt hitastig í mörgum tilfellum. Það á að vera 0-4 gráður en var mælt allt upp í 12 gráður,“ segir Herdís en of hátt hitastig minnkar geymsluþol og eykur hættuna á sýk- ingu. „Þetta er auðvitað vara sem er frammi allan daginn sem gerir hana enn viðkvæmari. Það er annað inni á veitingahúsum þar sem hún er bara frammi í kannski tvo tíma á meðan máltíðir eru reiddar fram,“ segir Her- dís. Hreinlæti við sjálfsafgreiðslubar- ina var einnig kannað og var því víða ábótavant. „Við tókum sýni af áhöldum, bökk- um, skurðarbrettum, hnífum og öðru og það var ekki nógu vel þrifið á öllum stöðum og þeir hafa fengið ábendingar um það. Sem betur fer er allt sem er í salatbörum keypt frá ein- um framleiðanda. Það er öruggara á þann hátt að það kemur frá einum framleiðanda sem fer eftir settum reglum,“ segir Herdís. Hætta á sýkingu Ef aðbúnaður er ekki sem skyldi við sjálfsafgreiðslubari er hætta á að sjúkdómsvaldandi örverur láti á sér kræla. „Fólk getur sýkst og fengið í mag- ann,“ segir Herdís og bætir við að einstök tilfelli séu til um veikindi sem rekja megi til slíkra bara. „Fyrir nokkrum árum varð hópsýking þar sem salat hafði komist í snertingu við soðna matvöru og var ekki geymt við nógu lágt hitastig. Það er alltaf hætta á því,“ segir Herdís sem telur að almenningur sé ekki nógu meðvit- aður um þessi mál. „Ég held að fólk geri sér enga grein fyrir þessu og sjálfsagt ekki verlsan- irnar heldur. Þær taka þessu oft ekki nógu alvarlega. Það getur líka kom- ið mengun frá viðskiptavini og það þyrftu því að vera stífar reglur um hvernig maður fær sér úr þessum sjálfsafgreiðslubörum,“ segir Her- dís sem vonast til að ástandið verði betra í kjölfar þess að fyrirtækin hafa fengið leiðbeiningar um breytt- ar vinnuaðferðir. 02 w HverjU h. 1 eru ódýrastir? Samanburður á verði 95 oktana bensíns AO Sprengisandur 111,20 kr. Kópavogsbraut 111,20 kr. Óseyrarbraut 111,20 kr. C-eGo Vatnagaröar 111,20 kr. Fellsmúli 111,20kr. Salavegur 111,20 kr. <E2> Ægissíða 112,70 kr. Borgartún 108,70 kr. Geirsgata 108,70kr. |dH5 Álfheimar 112,20 kr. Ánanaust 112,70 kr. Sæbraut 112,70 kr. Eiðistorg 111,10 kr. Hafnarfjörður 111,10 kr. Skemmuvegur 111,10 kr. jORKANj 03 Mýnbmin Arnarsmári 111,20 kr. Starengi 111,20 kr. Snorrabraut 111,20 kr. Skógarhlíð 108,20 kr. Bæjarbraut 112,70 kr. Gylfaflöt 112,20kr. Debet með kredit SPRON hefur sett á laggirnar nýja þjónustu, DMK, sem stendur fyrir Debet með kredit. Þjónustan er sérstaklega sniðin að fjármála- þörfum fólks sem er á leið út í lífið. Debetkort þjónustunnar hefur tvöfalda eiginleika, bæði debet- og kredit. DMK debetkortið er með sérstakri kreditheimild sem er bæði vaxtalaus og án nokkurs kostnaðar. DMK býður upp á ýmsa aðra þjónustu og má þar sérstaklega nefna 90 prósenta íbúðalán sem standa þeim til boða sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Þá er hefðbundin yfirdráttarheimild á hagkvæmum vöxtum innifalin í þjónustunni, DMK tiltektarlán, sem felur í sér að óhagstæðum skammtíma- skuldum er breytt í eitt hagstætt lán, ráðgjöf og tilboð hjá völdum verslunum og þjónustufyrir- tækjum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.