blaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 49

blaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 49
blaðið LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 49 listaverk og fyrir mér er það húmor- inn í myndinni en ég ætlast ekki til að allir skilji þetta á sama hátt og ég. Ég vil að fólk upplifi hana á sinn hátt. Mér finnst þetta verkefni óskaplega skemmtilegt og mig langar til að takast meira á við þetta listform í framtíðinni.“ Er ekki reiður listamaður Sigtryggi verður tíðrætt umhúmor, enda segir hann að sér sé nauðsyn- legt að hafa húmor í list. „Ég alhæfi ekki um list, að list eigi að vera svona eða hinsegin. Mér finnst ekki nauðsynlegt að allir hafi húmor í list. Mér finnst list eiga að vera afskap- lega órætt og skringilegt kvikindi og það sem kætir mig við list er að hún skuli vera eins margræð og und- arleg og hún er. Það væri skelfilegt ef )að væru einhverjar reglur sem við )yrftum að fara eftir í þeim efnum. mínu lífi skiptir húmor mig miklu máli, húmor veitir mér ánægju, hjálpar mér að takast á við hluti og gefur mér innsýn. Sum þeirra verka sem hafa hvað mest áhrif á mig eru hálfgerðar háðsádeilur. Mér finnst oft sem húmor nái að varpa góðu ljósi á hluti og hann nær að sýna hluti út frá ákveðnu sjónarhorni, jafnvel nýju sjónarhorni. Hann nær líka að umvefja hlutina ákveðinni umhyggju. Fyrir mér er húmor voða mikil umhyggja fyrir verkefninu, að minnsta kosti eins og ég nálgast það. Ég geri grín að sjálfum mér eins og öðrum. Eg vil meina að ég eigi skilið að lifa af list og hafi til þess hæfileika sem mér beri að nýta. Hins vegar er ég mjög þakklátur fyrir það og þakka fyrir það að geta lifað af minni list- sköpun. Það eru margir listamenn sem eru mjög reiðir, ég er ekki reiður listamaður. Ég hef aldrei verið það, ekki einu sinni þegar ég var pönkari, enda var ég aldrei mjög góður pönk- ari. Ég held ég hafi verið alltof glaður og það hefur ekkert breyst.“ Útlendingafælni Sigtryggur og fjölskylda hans bjuggu í Bandaríkjunum í sjö ár og flytja þaðan til Hollands árið 2000 þar sem Sigtryggur varð stúdíónörd, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég setti upp lítið stúdíó heima hjá mér og eyddi miklum tíma þar. Fyrir utan það eru Hollendingar með út- lendingafælni sem við Islendingar Íiurfum að vara okkur á að fá ekki. slendingar hafa alltaf verið vasaras- istar og það er voða stutt í það hérna. Þegar við fáum útlendinga í miklu magni til þess að vinna hér þá er voða stutt í hagsmunaárekstra og fælni. Það verður að taka á þessum málum af alúð og skilningi vegna þess að við þurfum að geta boðið fólk velkomið hingað til þess að vinna. Ef við erum að flytja inn fólk til að vinna hérna fyrir okkur þá þúrfum við að geta tekið á móti þeim. Þetta upphlaup í kringum Frjálslynda flokkinn var sjokkerandi. Verst að þeir skyldu reyna að nota þetta sem lýðskrum, að minnsta kosti var þannig lykt af því,“ segir Sigtryggur sem hefur áhuga á stjórnmálum en reynir að gaspra ekki mikið um það. „Ég er þverpólitískur, málefnalega sinnaður en lítið fyrir flokka. Flokks- pólitíkin höfðar ekki til mín.“ Enn ástfanginn Sigtryggur talar um að hann sé af- skaplega mikill fjölskyldumaður og hafi alltaf verið. „Við hjónin erum búin að vera saman síðan við vorum krakkar, síðan ég var 18 ára og hún 16 ára. Ég held að það hve ólík við erum hafi haldið okkur saman. Þetta er eitt af þessum samböndum afskap- lega ólíkra einstaklinga sem bera gagnkvæma virðingu hvor fyrir öðrum. Ég held að við náum aldrei að skilja hvort annað til fulls og það sé að hluta til einhver aflvaki í okkar sambandi,“ segir Sigtryggur og við- urkennir að hann sé enn ástfanginn. „Ekki á sama hátt og ég var fyrir tutt- ugu árum. Ástin breytist af því fólk eldist, þroskast og elskast. Það er Hka svo gott að fá að eldast. Þetta gengur voða mikið út á það að vera sáttur við sjálfan sig, og það sem maður er að gera, sína nánustu og sitt umhverfi. Fólk er mikið í baráttu við sjálft sig og umhverfi sitt. Mér finnst við alltof lítið einbeita okkur að því hvað við erum mikið forréttindapakk. Við búum á landi sem er erfitt en gífur- lega fagurt, hreint og ómengað. Við umgöngumst það að mörgu leyti eins og sóðar og þá meina ég í mörgum skilningi." Ósáttur við virkjunarstefnuna Enda segir Sigtryggur að hann sé ósáttur við virkjunarstefnu Islend- inga. „Ég er ósáttur við að fólk haldi að við þurfum endilega að selja ein- hverjum stórfyrirtækjum orku til álframleiðslu til að draga fram lífið á þessu skeri. Ég held að það sé grát- legur misskilningur. Ekki það að fólk fyrir austan þarf að vinna og fá atvinnu. Mér finnst að ástæðan fyrir stóriðjustefnu stjórnvalda sé jafnmikið kvótakerfið eins og hvað annað. Það sem mér finnst fallegast við bók Andra Snæs Magnasonar er að hann er að tala um heildarsýnina, hvernig lítum við á það sem við erum að gera í þessu landi. Að sumu leyti er gagnrýni sjómanna á Austurlandi á listamenn í Reykjavík réttlætanleg, ég skil hana. Ég skil að þeir séu að hæðast að kaffihúsapakkinu í Reykja- vík sem situr og er að skrifa merki- legar bækur. Ég skil þetta en þeir hafa ekki alfarið rétt fyrir sér þvi Andri er að tala um pólitik. Bókin hans er einhver sú pólitískasta bók sem ég hef lesið, einmitt út af því að hún fjallar um hugafar, sem er eitthvað sem skiptir máli. Það skiptir máli að mynda sér gott hugarfar.“ svanhvit@bladid.net Sigtryggur Baldursson: ,Mér finnst list eiga að vera afskapiega órætt og skringi■ legt kvikindi og það sem kætir mig við list er aö hún skuli vera eins margræð og undarleg og hún er.“ Nýr jólakortavefur POSTURINN Sparaðu tíma og fyrirhöfn, sendu falleg jólakort - farðu á Jólakortavefinn á www.postur.is og kláraðu málið. Swrí'r Falleg og persónuleg jólakort í tölvunni þinni á www.postur.is Með Jólakortavefnum á www.postur.is verða jólakortasendingar að laufléttri skemmtun fyrir framan tölvuna. Þetta er svona einfalt: a) Þú ferð inn á www.postur.is og smellir á „Jólakortavefur" b) Þú velur mynd eða myndir úr myndabanka Póstsins eða þínar eigin myndir til að senda viðtakendum. Þú getur sent viðtakendum mismunandi myndir. c) Þú skrifar textann á kortið. Þú getur sent viðtakendum mismunandi texta. d) Þú útbýrð heimilisfangalista á vefnum sem síðan uppfærist sjálfkrafa. e) Eftir að þú hefur lokið við kortin sér Pósturinn um afganginn: Sendir kortin til prentsmiðju þar sem þau eru prentuð og þeim pakkað: Pósturinn sér svo um að koma þeim til viðtakenda, heim að dyrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.