blaðið - 20.12.2006, Síða 6

blaðið - 20.12.2006, Síða 6
✓ Urval af sælkerakörfum með lífrænt ræktuðum vörum frá Rapunzel og Clipper. Gjafakörfur frá 1.990 Skólavörðustíg 6 * Sími: 562 4082 * www.yggdrasill.is RAFVÖRU MÁRKÁÐURINN VIÐ FELLSMÚLA JÓLAGJÖF HEIMILISINS OPIÐ ALLA DAGA laugard. 10:00-17:00 sunnud. 11:00-17:00 RAFVÖRU Lágvöruverslun með rafmagnsvörur VIÐ FELLSMÚLA - 108 REYKJAVÍK - SÍMI: 585 2888 Glæsileg jóladagskrá sjónváípsstöðvanna Ríkissjónvarpið Dagskrá Ríkissjónvarpsins er glæsileg að vanda og fyrst ber að nefna þátt á jóladag þar sem Sigurbjörn Einarsson biskup rifjar upp ýmsa atburði á viðburðaríkri ævi í samtali við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur. í samtalinu segir Sigurbjörn frá leyndarmáli sem hann á með Guði, hættumerkjum í samfélaginu af ýmsu tagi, lýsir afstöðu sinni til hjónabands samkynhneigðra og kirkju og af einlægni talar hann um ástina og sorgina. Á aðfangadag er upptaka frá jólatónleikum Fíladelfíukirkjunnar í Reykjavík þar sem fram koma Björgvin Halldórsson og Hera Björk Þórhallsdóttir. A annan í jólum er tónlistin í fyrirrúmi en þá má sjá heimildarmynd um ferð þriggja islenskra stúlknakóra til Toscana á Italíu og upptöku frá tónleikum Sálarinnar og Gospelkórs Reykjavíkur i Laugardalshöll 15. september síðastliðinn. Kvikmyndirnar eru ekki af verri endanum um jólin og þar má nefna Ástin grípur alla (Love Actually), Óperudrauginn (Phantom of the Opera) og Blóðbönd. Stöð 2 Það er um auðugan garð að gresja þegar jóladagskrá Stöðvar 2 er skoðuð og þar ber hæst úrval glæsilegrakvikmynda. Áaðfangadag er kvikmyndin Seabiscuit sýnd en það er sannsöguleg stórmynd sem var tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna. Skemmtileg mynd um kraftaverk. Þar á eftir er önnur kraftaverkamynd, Miracle, sem er sannsöguleg mynd um einn fræknasta sigur sem unninn hefur verið á Ólympíuleikum. Á jóladag er teiknimyndin The Polar-Express sýnd en það er einkar skemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna. Þekktir leikarar ljá persónum rödd sina og þar má nefna Tom Hanks og Daryl Sabara. Sama kvöld er kvikmyndin The Aviator sýnd en það er bíómynd úr smiðju Martins Scorsese sem fjallar um hinn goðsagnakennda rithöfund og flugmann Howard Hughes sem braut ítrekað blað í sögu flugsins. Skjár einn Kvikmyndir verða líka áberandi í frábærri jóladagskrá Skjás eins ogþar má nefna myndina Evitu, stórbrotna og dramatíska söngvamynd frá 1996 þar sem Madonna fer á kostum. Colombo lætur líka sjá sig á Skjánum um jólin, aðdáendum sínum til mikillar gleði auk The Greatest Story EverToldogCan't Buy Me love. The | Greatest Story Ever Told er meistaraverk frá 1965 um ævi Jesú en myndin var tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna. Leikaravalið er óvenju glæsilegt og þar má nefna Max von Sydow, Sidney Poitier, Martin Landau, Charlton Heston og Angelu Lansbury. Skjár einn mun líka sýna spennandi framhaldsmynd í tveimur hlutum yfir jólahátíðina en myndin er byggð á sögu eftir Robert Ludlum, höfund The Bourne Identity. Stephen Dorff, Mira Sorvino og Anjelica Huston leika í myndinni sem fjallar um meðlimi í leynilegri sérsveit sem er í kapphlaupi við tímann enda þurfa þau að koma í veg fyrir að banvænn vírus breiðist út og drepi milljónir manna. Síðast en ekki síst verður úrslitaþátturinn í Survivor: Cook Islands sýndur á jóladag en spennan verður án efa magnþrungin þar sem þetta er i fyrsta sinn sem fimm keppendur halda áfram í úrslitaþáttinn. ll|f ,> • •• Sirkus Það er um margt að velja í jóla- dagskrá Sirkuss og þar má til dæmis nefna MTV Movie Awards 2005 en það er útsending frá ár- legri kvikmyndaverðlaunahátið MTV tónlistarstöðvarinnar. Allar skærustu stjörnur kvikmyndab- ransans mættu ápiátíðina sem fór einkar vel fram.EÁ annan í jólum fær tónlistin að njóta sín en sýnt verður frá tónleikum Coldplay í Kanada sem teknir voru upp i mars siðastliðnum. Coldplay hefur verið með vinsælustu hljómsveitum heims undanfarin ár og hér gefst tækifæri til að upplifa stemninguna á tónleikunum sem ku hafa verið mögnuð. Sama 1 kvöld er sprenghlægilega kvikmyndin Me, Myself and Irene á dagskrá en þar leikur Jim Carrey lögreglumann á Rhode Island. Að öllu jöfnu er Charlie samviskusamur|fjölskyldufaðir en þegar hann gleyrhir að taka meðalið sitt eru vandræði á næsta leiti. Þá breytist Charlie í Hank Baileyg- ates, sjálfselskan rudda með kynlíf á heilanum. Og þegar Charlie og Hank falla báðir fyrir sömu konunni fer allt í háaloft. Jólamaturinn á að vera fljóteldaður - samkvœmt sœnskri könnun Það eru ekki bara íslendingar sem hafa lítinn tíma til jólaverka og und- irbúnings jólanna. Samkvæmt nýrri sænskri könnun heyra hreingerningar og smákökubakstur að mestu liðinni tíð þar í landi. Sífellt fleiri kjósa að kaupa mestallt tilbúið úti í búð, hvort sem það er matur eða kökur. Samkvæmt könnuninni vilja margir hafa heimagert góðgæti á borðum á jólunum en því miður hefur fólk ekki tíma fyrir slíkan lúxus. Um 42% þeirra sem þátt tóku í könnuninni kaupa tilbúinn jólamat eða telja sig ekki geta eytt meira en einum degi í undirbúning hans. Verslunareigendur hafa orðið varir við aukna sölu á tilbúnum hrís- grjónagraut, soðinni skinku, pipar- kökudeigi og rauðkáli, en sænskar húsmæður bjuggu sjálfar til sitt jóla- rauðkál hér á árum áður. Ekki hefur verið gerð slík könnun hér á landi svo vitað sé en líklegt má telja að jólaundirbúningur Islend- inga hafi breyst álíka mikið og ann- arra þjóða.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.