blaðið - 20.12.2006, Qupperneq 12
blaðið
Barnamergð í Dimmuborgum:
Þingeysk leikskólabörn
hitta jólasveina
Það var aldeilis líf í tuskunum
í Dimmuborgum þegar leikskóla-
börn víðsvegar úr Þingeyjarsýsl-
unum mættu þangað ásamt leik-
skólakennurum til að heilsa upp
á jólasveinana. Stéttarfélögin í
þessum tveimur sýslum brydduðu
upp á þvi að bjóða tveimur elstu
árgöngunum í öllum leikskólum í
sýslunum að koma í skemmtilega
rútuferð að hitta jólasveina sem
hafa verið að vafra um í Dimmu-
borgum. Börn víðsvegar úr Þing-
eyjarsýslunum lögðu í þetta ferða-
lag og kom til dæmis hópur barna
frá Kópaskeri en þau þurftu að
leggja á sig 150 kílómetra ferðalag
til þess að hitta karlana.
Það voru alls 115 manns, leik-
skólabörn og leikskólakennarar,
sem mættu uþþ úr hádegi 13. des-
ember til að heilsa upp á bræðurna.
Fljótlega eftir að í Dimmuborgir
var komið byrjuðu Stúfur og Þvör-
usleikir að skjóta upp sínum gráa
kolli og fljótlega höfðu bræður
þeirra, Stekkjastaur og Ketkrókur,
bæst í hópinn. Jóna Matthíasdóttir,
sem er sérstakur milligöngu-
maður milli jólasveinanna og
umheimsins, segir að ferðin hafi
heppnast gríðarlega vel, veðrið
hafi verið gott og börnin mjög kát
með að fá að hitta og leika sér við
jólasveinana. „Börnin þurftu að
tala mikið við þá, segja þeim að
þau væru stillt og þæg að sofna og
ræða um hvað kæmi í skóinn."
Eftir að börnin höfðu eytt dá-
góðri stund í Dimmuborgum
með jólasveinunum var haldið
í tveimur rútum í Sel, hótel þar
sem börnin fengu heitt kakó,
kleinur og piparkökur. Stekkja-
staur og Ketkrókur fengu að
koma með í rútuna og vakti það
mikla lukku barnanna að hafa
bræðurna með í rútunni. Jóna
segir að skemmtilegasta afleið-
ingin af ferðinni hafi verið sú að
börnin fengu að kynnast öðrum
börnum sem eru í öðrum leik-
skólum. „Ég hitti eina stelpu sem
er á Laugum og hún sagði ein-
mitt við mig að hún væri í svona
ferð og það væri ekki bara að
hún myndi hitta jólasveina, hún
myndi líka hitta krakka á öðrum
leikskólum og myndi kynnast
nýjum börnum.“
Nokkrar góðar
jólamyndir
Jólin og ekki síst jólaundirbúning-
urinn er tími fjölskyldunnar. f að-
draganda jólanna er fátt þægilegra en
að öll fjölskyldan kúri sig saman yfir
góðri jólamynd til að gleyma stress-
inu sem fylgir oft jólunum. Hér fyrir
neðan fylgja nokkrar ráðleggingar
um góðar jólamyndir sem henta fyrir
alla fjölskylduna en einnig nokkrar
sem henta hinum eldri.
It's a wonderful life.
Klassísk jólamynd
frá árinu 1946. James
Stewart leikur hér
mann sem er orð-
inn svo bugaður af .««
áhyggjum að hann
íhugar að binda enda á
líf sitt á jólunum. Þá kemur til sög-
unnar góðhjartaður verndarengill
sem sýnir hversu mikilvægur hann
er öllum þeim sem í lífi hans eru og
hvernig líf annarra hefði orðið ef
hann hefði aldrei fæðst.
Mirade on
34th street. ^
Önnur klassísk jóla- ,
mynd frá árinu 1947 ) f™
semhefurveriðendur- Mí
gerðfyrirþásem vilja 34
ekki horfa á gamlar
myndir. Gamall maður sem
tekur að sér að vera jólasveinn í stór-
verslun lendir í vanda þegar hann fer
að lýsa því yfir að hann sé hinn eini
sanni jólasveinn.
How the Grinch
stole Christmas.
Grínleikarinn Jim
Carrey fer á kostum
í hlutverki hins ill-
gjarna Trölla sem
leiðist jólahald ná-
granna sinna og ákveður því að
stela frá þeim jólunum. Fyndin jóla-
mynd fyrir alla fjölskylduna.
PAYNE
Scrooged
Endurgerð á hinu
klassíska ' jólaævin-
týri Charles Dick-
ens. Hér leikur Bill
Murray illgjarnan
fjölmiðlamann sem
glímir við að setja
upp beina útsendingu á jólaævin-
týri Dickens um leið og hann þarf að
glíma við sína eigin þrjá drauga sem
vilja beina honum á hinn rétta veg í
lífinu. Kannski ekki fyrir börnin en
fín fyrir hina fullorðnu.
Elf
Will Farrell fer á
kostum í hlutverki
manns sem hefur
alist upp á norður-
pólnum á meðal
álfa en kemst svo
skyndilega að því á
þrítugsaldri að hann er ekki
álfur. Hann heldur því til New York
til að hafa uppi á föður sínum til að
endurnýja kynnin.
Perlan • Öskjuhlíð • Sími: 562 0200 ■ Fax: 562 0207 • perlan@perlan.is
SKOTU
• Skötu- og jólahlaðborð •
Þorláksmessa - 23. desember
Frá hádegi á Þorláksmessu og fram eftir degi bjóða matreiðslumeistarar Perlunnar
upp á sannkallaða skötuveislu sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Jólahlaðborðið er einnig opið á meðan.
Gjafabréf
Allt árið um kring!
Gjafabréf Perlunnar má nota hvenær sem hentar.
Skemmtileg gjöfsem gleður sælkerana.
Gefðu einstaka kvöldstund í Perlunni í jólagjöf.
Jólahladborð
Milli jóla og nýárs
Eitt vinsælasta jólahlaðborð á landinu heldur áfram milli jóla og
nýárs. Fyrir mat er gestum boðið að bragða á sérvöldum eðalvínum.
Verð: 6.250 kr.
Allt í steik
Janúar &febrúar
Hin árlega steikarveisla Perlunnar „Allt í steik“ hefst strax eftir
áramót. Ekki er seinna vænna en að panta borðið þitt strax.
Fjögurra rétta veisla frá aðeins 3.990 kr.