blaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007
blaðiA
VEÐRIÐ í DAG ÁM0RGUN VÍÐA UM HEIM
Rigning
Rigning, einkum suðaust-
anlands. Austan 8 til 15 á
morgun. Kiti yfirleitt 5 til
10 stig.
Hlýnar
Gengur í suöaustan 10 til 15
m/s með snjókomu, fyrst
sunnan- og vestanlands, en
bjart norðaustantil fram eftir
degi.
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Ðublin
Frankfurt
15
9
16
9
-6
13
11
Glasgow
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Montreal
7
8
5
7
10
8
2
New York
Orlando
Osló
Palma
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
49
22
6
20
11
7
2
Svíþjóð:
Rannsakar
viðskipti Bildts
Ríkissaksóknari Svíþjóðar
hefur hafið rannsókn að eigin
frumkvæði á viðskiptum Carls
Bildts, utan-
ríkisráðherra
Svíþjóðar, með
hlutabréf sín í
rússneska gas-
og olíufélaginu
Vostok Nafta.
Bildt sat í
stjórn félagsins
sem á umtals-
vert magn hlutabréfa í rússneska
olíurisanum Gazprom. Þegar
Bildt tók við utanríkisráðherra-
embættinu sagði hann sig þó úr
stjórninni og seldi bréf sín með
miklum hagnaði sem sumir vilja
meina að séu duldar mútur.
Gagnrýnendur Bildts hafa bent
á að ákvarðanir hans sem utan-
ríkisráðherra geti haft bein áhrif
á Gazprom, enda vill íyrirtækið
leggja gasleiðslu um Eystrasalt.
Skoðanakönnun:
Baugsmálið
það stærsta
Samkvæmt niðurstöðum
könnunar sem Gallup Capacent
gerði fyrir Fjölmiðlavaktina telur
almenningur að Baugsmálið
hafi verið stærsta íjölmiðlamál
ársins 2006, eða 42,6 prósent
þeirra sem tóku afstöðu.
Næst á eftir mælast Kára-
hnjúkar sem 15,3 prósent þeirra
sem tóku afstöðu telja stærsta
fjölmiðlamál ársins 2006, en
til viðbótar við það má nefna
að 2,9 prósent aðspurðra
töldu almenna umfjöllun
um virkjanir og álver vera
stærsta fjölmiðlamál ársins.
Spilasalurinn í Mjódd:
Borgin veitti leyfi
síðastliðið sumar
■ Rúmlega 2.000 undirskriftir ■ Uppfylla skilyröi borgaryfirvalda
■ Afgreiðsla fór ekki í gegnum borgarráð
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@bladid.net
Háspenna ehf. fékk leyfi síðastliðið
sumar hjá borgaryfirvöldum fyrir
rekstri spilasalar í Mjódd, en þegar
búið var að gera nauðsynlegar brey t-
ingar á staðnum mótmæltu íbúa-
samtök í Breiðholti og borgarstjóri
fyrirhuguðum rekstri spilasalarins.
Spilakassar Háspennu ehf. eru allir
leigðir út af Happdrætti Háskóla
íslands.
„Við í Happdrætti Hl leigjum út
390 spilakassa en ekkert ákvæði er
til í reglugerðinni um fjölda kassa
sem við megum reka. Hins vegar er
þar ákvæði um að stjórnendur happ-
drættisins ákveði hvar happdrættis-
vélunum verður komið fyrir og þar
stendur hnífurinn í kúnni á milli
skilnings okkar og borgarstjórans í
Reykjavík á þessu máli. Ef viðskipta-
vinir okkar, eins og í þessu tilfelli
einkaaðilinn Háspenna ehf., óska
eftir því að fá að opna nýjan stað
leigjum við þeim kassa þá og því
aðeins að þeir fái leyfi fyrir rekstri
staðarins og uppfylli öll þar til gerð
skilyrði borgaryfirvalda," segir
Brynjólfur Sigurðsson, forstjóri
Happdrættis HI.
„I mínum huga er þetta svipað því
og ef einhverjir aðilar vildu opna
vínveitingastað og hefðu til þess til-
skilin leyfi frá borginni, en þá væri
því mótmælt og látið að því liggja að
það væru Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins og jafnvel fjármálaráðu-
neytið sem væru að fara að reka
staðinn,“ segir hann. Hann vill ekki
gefa upp hversu mikill hagnaður sé
af spilakössunum enda segir hann
það vera trúnaðarmál milli Happ-
drættis HÍ og dómsmálaráðuneyt-
isins. Hann tekur þó skýrt fram að
ólíkt því sem sumir virðist halda
yrði ekkert áfengi selt í þessum
spilasal og aldurstakmarkið yrði
miðað við 20 ár líkt og hjá öðrum
spilasölum Háspennu ehf.
Alls hafa 2.090 manns skrifað
nafn sitt á undirskriftalista gegn
fyrirhuguðum rekstri spilasalar
Háspennu í Mjódd hjá Gullsmíða-
verslun Ulrichs Falkners, en að sögn
verslunarmanna hefur ekki verið
tekin ákvörðun um hvenær hann
verður afhentur borgaryfirvöldum.
Að sögn Jóns Kristins Snæhólms,
aðstoðarmanns borgarstjóra, fór
umrætt leyfi í svokallaða embættis-
mannaafgreiðslu en ekki í gegnum
borgarráð. Því hafi borgarstjóra
verið ókunnugt um að það hafi
verið veitt fyrr en í haust.
Hvíta-Rússland:
Loka á olíuna
Hvít-Rússar lokuðu fyrir
olíuleiðslur frá Rússlandi i
gær þannig að engin olía berst
lengur frá Rússlandi til Póllands,
Þýskalands og Úkraínu. Deiluna
má rekja til þeirrar ákvörðunar
Rússa að tvöfalda verð á olíu.
Andris Piebalgs, framkvæmda-
stjóri orkumála hjá Evrópusam-
bandinu, hefur krafið Rússa og
Hvít-Rússa skýringa á lokuninni
og segist vera að íhuga að boða
til sérstaks fundar til að ræða
hugsanlegan olíuskort og birgða-
stöðu aðildarríkja. Talið er að
Þjóðverja hafi birgðir til 130 daga
en Pólverjar til áttatíu daga.
Indónesía:
Flakiö hugsan-
lega fundið
Mikið magn af málmi fannst á
hafsbotni við strendur Indónes-
íu í gær. Bandaríski sjóherinn
er væntanlegur í dag til að
staðfesta hvort um er að ræða
flak týndrar farþegaþotu sem
hvarf í afar slæmu veðri fyrir
viku með 102 innanborðs.
Mótmæli brutust út við
skrifstofur AdamAir í Jak-
arta, höfuðborg Indónesíu, í
gær þar sem mótmælendur
brenndu meðal annars flug-
vélalíkan í mótmælaskyni.
Þá bárust fréttir af því í gær
að fjórtán farþegar ferjunnar
sem sökk undan ströndum Jövu
fýrir tíu dögum hafi fundist á lífi.
Um sex hundruð farþegar voru í
ferjunni þegar hún sökk og hefur
tekist að bjarga um 250 manns.
1. Jonúar ver&a settar 90 km/klst. hra&atakmarknir.
Eigum enn til bila ó lager sem ver&a ón hra&a-
takmarkana. Nýtt útlit, Laramie búna&ur, le&ur, allt
rafknúið, klædd skúffa, ofl. Tveggja óra óbyrgð,
þjónusta&ur af Ræsi.
Sýningarbíll ó staðnum.
Okkar ver8: 4.400 þús.
www.sparibill.is
Dodge Ram
2500 5,9 L Disel.
Sex íslenskar konur sitja inni:
Sú frá Sierra Leone farin
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
Sex konur afplána nú fangelsisdóma
á íslandi og eru þær allar íslenskar,
að því er Erlendur S. Baldursson,
deildarstjóri hjá Fangelsismála-
stofnun greinir frá. Konurnar, sem
eru á aldrinum 27 til 51 árs, sitja
inni í Fangelsinu Kópavogsbraut 17
vegna skjalafals, fíkniefnabrota og
manndráps og voru þær úrskurð-
aðar í 2 mánaða til 12 ára fangelsis-
vistar. Engin þeirra er með barn hjá
sér í fangelsinu.
Konan frá Sierra Leone, sem
dæmd var í 5 ára fangelsi vegna fíkni-
efnasmygls og fæddi barn á meðan
hún sat inni, er nú farin af landi
brott. Hún var búsett í Hollandi
og samþykktu hollensk yfirvöld að
taka við henni aftur, samkvæmt upp-
lýsingum frá Fangelsismálastofnun.
Erlendur segir konuna hafa af-
plánað helming fangelsisdómsins.
Hún fæddi barnið nokkrum mán-
uðum eftir að hún hóf afplánunina
og var það því um tveggja ára þegar
hún var látin laus í lok nóvember á
síðasta ári.
Erlendur segir fanga heimilt að
hafa barn hjá sér sé það mjög ungt.
„Það er skoðað í hverju tilviki fyrir
sig. I vissum tilvikum er farið með
fanga út fyrir fangelsið að hitta börn
sín séu þau orðin stálpuð og farin að
hafa vit á þessu.“
Fangaklefi Konurnar sitja inni
vegna margvíslegra afbrota.