blaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007
blaðið
fólk
folk@bladid.net
HVAÐ FINNST ÞER?
Muntu bjóða upp á
lambakjöt í Ullarhúsinu?
„Ja, á það ekki bara nokkuð vel við? Annars vil ég nota tækifærið og spyrja Gísla
Martein hvort það gildi aðrar reglur um mig en aðra eigendur strippstaða?
Ásgeir Þór Davíðsson
Eigandi Goldfinger
Ásgeir Þór Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger, keypti
nýverið Ullarhúsið við Austurstræti. Hann segir að þar komi til greina að
hafa nektardansstað þó svo ekkert sé enn ákveðið í þeim efnum. Gísli
Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að
borgarbúar séu fegnir að vera lausir við slíka staði.
HEYRST HEFUR...
Nú stendur yfir kosning fyrir
Hlustendaverðlaun Fm 95.7
en hátiðin sjálf fer
fram 23. janúar
næstkomandi.
Verðlaunin eru
veittfyrir þaðbesta
og markverðasta
sem fram kom í
tónlist á árinu 2006 en eitthvað
virðast tilnefningarnar vera á
eftir áætlun þar sem þrjár af til-
nefndum plötum ársins eru frá
árinu 2005 og sama má segja um
tvö af þeim lögum sem tilnefnd
eru til verðlauna. Útvarpsstöðin
er kannski ekki þekkt fyrir
mikla framúrstefnu og það
kemur því ekki á óvart að hún
skuli tilnefna sem nýliða ársins
Ampop og Trabant. Báðar þessar
hljómsveitir hafa fyrir löngu fest
sig í sessi og eru búnar að starfa
saman lengi og því langt frá því
að hægt sé að kalla þær nýliða.
Auglýsingaherferðir og
markaðsátök virðast falla
í grýttan jarðveg
meðal þjóðarinnar
og svo virðist sem
fólk sé að standa
upp og neita að
láta slíkar brellur
og herferðir yfir
sig ganga. Fyrsta dæmið voru
SMS-skeytin frá Dominos á að-
fangadagskvöld sem eyðilögðu
jólin fýrir mörgum. Bó-diskur-
inn í álpappír móðgaði margan
Hafnfirðinginn og markaðs-
menn Alcan sitja nú uppi með
heilu diskarekkana af tvöföldum
Bó. Brauðkarfa sem viðskipta-
vinir Kb banka fengu í jólagjöf
vakti ekkert nema spurningar
og vesen og nú er búið að gera
háðsútúrsnúninga á auglýsinga-
herferð Kaupþings. Síðasta her-
ferðin sem skaut yfir markið er
síðan herferð Ölgerðarinnar sem
sýnir bossa og styrkir í leiðinni
sleikkeppni stelpna á Netinu. Nú
er bara spurning hvort auglýs-
inga- og markaðsmenn fari að
skoða aðrar og hugmyndaríkari
leiðir til að koma fyrirtækjum
og málefnum á framfæri.
Krumpið komið til íslands
Krump er heitasta dansæðið sem
skekur heiminn um þessar mundir.
Nýlega var sýnd áhugaverð heimild-
armynd í Sjónvarpinu um krump
og þeir sem fylgjast með veruleika-
dansþættinum „So you think you
can dance” hafa ekki farið varhluta
af þessum nýja og hraða dansstíl.
Til marks um vinsælda dansins er
söngkonan Beyoncé er meðal þeirra
sem eru byrjaðir að krumpa.
Kynntist krumpinu í New York
Sandra Erlingsdóttir dansari
ætlaraðkennalslendingum krump
og kennsla hefst í Kramhúsinu nú í
vikunni. Sandra kynntist krumpinu
þegar hún var búsett í New York.
„Eg hef lagt stund á dans frá því
að ég var lítil og hef dansað afró síð-
astliðin 12 ár. I New York lagði ég
stund á afró og lærði hjá nokkrum
af þekktustu afrókennurum þar
í borg. Ég komst fyrst í kynni við
krump í New York og hef síðan verið
að kynna mér það enn frekar.“ segir
Sandra sem einnig hefur kennt hipp-
hopp í Kramhúsinu.
Dansinn undankomuleið
Krump er ættað frá harðbýlasta
hverfi Los Angeles-borgar, South
Central, og í dansinum gætir áhrifa
frá afródansi og hipphoppi. Dans-
inn er mjög hraður og honum fylgja
mikil átök enda er krumpdans
aðferð til að losa sig við reiði og
áhyggjur daglega lífsins með agr-
essívum hreyfingum. „Krumpið
kemur upphaflega frá clown-dansi
sem er dansstíll sem varð til í South
Central í kringum 1990.1 kringum
clown-dans varð til sérstakur skóli
og danshópur sem stofnaður var
af Tommy the Clown og dansinn
var einskonar undankomuleið fyrir
ungt fólk frá lífi í klíkum og eitur-
lyfjum," segir Sandra.
Alþjóðlegt æði í uppsiglingu
Krumpið kom fyrst fram í
kringum20ooogupphafsmennþess
voru allir í Clown-dansskólanum.
„Þetta er fremur agressívur dans
og í honum birtast margir dans-
stílar eins og hipphopp og break.
Það er í rauninni allt leyfilegt svo
lengi sem krumpforminu er haldið
á einhvern hátt. Upphaflega var
krump dansað þannig að fólk fór
inn í hring og spann og notaði
dansinn sem aðferð til að losa sig
við reiði og tjá tilfinningar. Nú er
alþjóðlegt æði í uppsiglingu og
byrjað að gera dansrútínur í anda
krumpsins,“ segir Sandra.
Sandra segist ekki vera í
nokkrum vafa um að íslendingar
geti tileinkað sér þennan dans og
er sannfærð um það að hvítir menn
geti líka krumpað. „Ég hvet alla til
að koma og prófa, það er ekkert að
óttast.”
Sandra Erlingsdóttir ætlar
að kenna íslendingum
krump Er sannfærð um að
hvítir menn geti líka krumpað
og hvetur alla til að prófa.
BlaÖiÖ/Frikki
SU DOKU tainaþraut
Lausn síðustu gátu:
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum
frá 1-9 lárétt og lóðrétt I reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða
lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan hvers níu
reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út
frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins:
7 5 6 9 2
1 3 9 5
3
2
5 4 7 1 6
7 1 8 9
2 8 5 7
6 1
8 9 v 4
7 9 3 8 1 4 6 2 5
4 8 2 5 3 6 7 9 1
5 1 6 7 9 2 3 4 8
1 4 7 9 5 8 2 3 6
2 5 9 1 6 3 4 8 7
3 6 8 4 2 7 1 5 9
6 2 1 3 8 5 9 7 4
8 3 4 6 7 9 5 1 2
9 7 5 2 4 1 8 6 3
eftir Jim Unger
3-23
© LaughingSlock Intemational Inc./dist. by United Media, 2004
Þú gleymdir afmæli kattarins, er það ekki?
A förnum vegi
Ætlar þú í heilsuátak
nú á nýju ári?
Ari Trausti Guðmundsson
lausapenni
Nei, ég er heilsuátaki allan árs-
ins hring.
Sigríður Anna Harðardóttir
ríkisstarfsmaður
Er maður ekki alltaf í heilsuátaki?
Álfhildur Kristjánsdóttir,
heimavinnandi húsmóðir
Já, að sjálfsögðu.
Ragnheiður Adolfsdóttir
bókasafnsfræðingur
Ekki annað en bara það sem ég
er í dagsdaglega.
Iðunn Brynjarsdóttir nemi
Nei, ég er svo mikið í íþróttum
að ég held ég þurfi þess ekki.