blaðið - 11.01.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 11.01.2007, Blaðsíða 12
30 I HEIMILI & HÖNNUN FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2007 blaöiö Þegar hressa skal andann og heimilið Feng shui eru ævaforn kínversk fræði sem ganga út á að bæta heilsu, samskipti, fjármál og í leiðinni lífs- gæði öll. Svala Rún Sigurðardóttir, feng shui-ráðgjafi, sat fyrir svörum varðandi feng shui og heimilið. „Við gerum þá grunnkröfu til heimilis að það sé griðastaður íbúa þar sem þeim geti liðið vel. f raun er það meginmarkmið feng shui að búa þannig um hnútana að heimilið sé sannkallaður óskastaður.” Svala bætir við að oft á tíðum standi heim- ili alls ekki undir fyrrnefndum grunnkröfum. „Með hjálp feng shui er hægt að gera „leiðréttingar" á orku innan heimilis og snúa henni til betri vegar.” Staðreyndin er sú að á mörgum bæjum er orkan of þung eða jafnvel stöðnuð. Þá reyn- ist oft vel að gera breytingar á hí- býlum, sem þurfa þó ekki að vera stórvægilegar. Þegar Svala er fengin inn á heim- ili, byrjar hún á því að meta 5 grunn- þætti íbúa út frá fæðingardögum; eld, jörð, vatn, málm og tré. Hver einstaklingur hefur eitthvert fyrr- nefnt efni í meirihluta. Svala reiknar einnig út heimilið og sér samkvæmt því hvernig íbúar þess passa inn í það og hvað þarf að betrumbæta. „Eftir útreikninga á íbúum og híbýlum sé ég oft skörun sem þá þarf að gera „leið- réttingu" á. Það getur verið t.d. þegar „málm“- svefnherbergi er málað hvítt, en þá er orkan algerlega sett á hvolf.“ Svala segir algengt að fjölskyldur séu á sama stigi, en það er alls ekki alltaf. Oft reynist mjög flókið að raða saman tölum, heimilisfólki og húsakynnum. „Mikilvægt er að taka reglulega til og henda út því sem ekki er notað. Einnig er nauðsynlegt að reyna að takmarka raf- segulbylgjur í svefnher- bergjum landsmanna. Sagt er að umhverfið móti manninn (og öfugt) og þá er eins gott að hafa það í lagi; orkuflæði og andrúmsloft. Hægt er að nálgast Svölu, feng shui- ráðgjafa, í gegnum tölvu- póstfangið svalarun@ msn.com. Barrtré á íslandi: Krúnudjásn Heimili fólks er athvarf þess. Fólk treystir því að það sé öruggt heima hjá sér, því líði vel og allt sé þar eins og það vill hafa það. En það er frekar tilgangslaust að fylla heimili sitt af fallegum hlutum ef garðurinn er illa raektaður og fullur af alls kyns illgresi. Fallegur garður er oft ávísun á fallegt heimili en í mörgum tilfellum kann fólk lítið sem ekkert að hugsa um það líf sem vex og dafnar í garðinum. Nú fyrir jólin kom út þriðja bókin í bókaflokknum Við ræktum og ber hún nafnið Barrtré á íslandi, handhægur leiðarvísir fyrir rækt- endur. Margir einkagarðar skarta stórum fallegum barrtrjám sem eru til fleiri hluta nytsamleg en að hengja á jólaseríurnar í einn mánuð á ári. Auður I. Ottesen, ritstjóri bókar- innar, segir að Barrtré á íslandi fjalli um fimm ættkvíslir og 34 teg- undir barrtrjáa sem vaxa á íslandi, uppruna þeirra og reynslu hér á landi. Einnig er komið inn á aðra þætti sem tengjast trjánum. „Við tökum líka fyrir umönnun þeirra, fuglana sem sækja í trén og skor- dýrin og sjúkdómana sem herja á þau.“ Hún segir að bókin gefi góða mynd af því hvernig barrtré þrífast á íslandi. „í bókinni er að finna áhugaverðar upplýsingar um hvenær trén bárust til íslands, hvernig þau hafa vaxið, upplýs- ingar um hvar sé að finna hæstu einstaklingana og vaxtarlíkur þeirra og framtíðarhorfur.“ Hún bætir við að bókin henti jafnt fag- mönnum sem áhugamönnum. Flest barrtré sem vaxa á (slandi eru ættuð frá norðurhveli jarð- ar. Frumbyggjar Norður-Ameríku litu á trén sem lífsbjörg og nýttu sér þau til matar, lækninga og sem smíðavið. í bókinni eru teknir saman margir skemmtilegir punktar um það hvernig barrtré hafa verið notuð í gegnum tíð- ina og þar voru frumbyggjarnir einstaklega framtakssamir. Þeir notuðu til dæmis mýralerki til að smíða snjóþrúgur og örvar. Mjúkar barrnálarnar notuðu þeir sem fyllingu í kodda eða sængur. Trjákvoða fjallaþinsins var tuggin gegn andremmu og nálarnar voru brenndar til að bæta lyktina í híbýlum þeirra sem og til að fæla burt flugúr. Einnig voru nálarnar malaðar niður til að nota í barna- púður og ilmvötn. Barnahúsgögn sem stækka Barnahúsgögnin okkar bjóða upp á ótai samsetningarmöguleika og sveigjanleika sem gerir þér kleift að nota eitt og sama rúmið allt frá því barnið hættir í grindarrúminu og fram á unglingsár. ' 'r'í-JÖ ■. r 3ja ára 6 ára 12 ára g Hægt er að i hækka rúmin I á öruggan og fljótlegan hátt. Stigar með sterkum handriðum. Álagsprófaðar heilsudýnur sem endast vel. Mikið úrval fylgihluta fyrir stelpur og stráka. UUiUKitiíl JJÍIÍOILID Sérverslun með barnahúsgögn og fylgihluti Fossaleynir 6 - 112 Reykjavík | Sími: 586 1000 - Fax: 586 1034 | www.husgogn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.