blaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 2007 blaðiö VEÐRIÐ I DAG Skúrir Víða 8-13 m/s með skúrum eða slydduéljum. Lægir síðdegis. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast austan til. Á FÖRNUM VEGI HVAÐAAÐGERAVIÐ VARNARSVÆÐIÐ? Ólafur Valdimar Guðmundsson, rafverktaki „Ég myndi vilja sjá þetta nýtt undir háskólann." Guðný Steingrímsdóttir, ræstitæknir „Pað væri til dæmis hægt að nota þetta fyrir ráðstefnur eða háskóla." Anna Marsibil Clausen, nemi „Ég myndi vilja láta byggja tívolí, það eru engir almennilegir rúss- íbanar á íslandi." Hanna Valdís Hallsdóttir, nemi „Mér finnst að það ætti að koma þarna stórt tívolí." Auður ísberg, nemi „Setja þarna annað hvort tívolí eða fangelsi. Kannski tívolí fyrir fanga?" AMORGUN Rigning syðra Suðaustan 10 til 15 m/sog dálítil rigning sunnan- og vestanlands, en hægara og léttskýjað á Norður- og Austur- landi. Hiti víða 2 til 7 stig. H VÍÐA UM HEIM 9 Algarve 17 Glasgow 2 New York -8 Amsterdam 11 Hamborg 3 Orlando 8 Baroelona 15 Helsinki -12 Osló 1 Berlín 5 Kaupmannahöfn 0 Palma 21 Chicago -3 London 4 París 9 Dublin 10 Madrid 5 Stokkhólmur 1 Frankfurt 11 Montreal -12 Þórshöfn 8 Tilraunarstöðin að Keldum til rannsóknar: Hættulegt blýmagn mælist í neysluvatni ■ Margfalt magn á Keldum ■ Blóðprufur teknar af starfsfólki ■ Hið versta mál, segir prófessor í efnafræði Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Við erum náttúrlega rannsóknar- stofa og erum dugleg að mæla. Það kom okkur á óvart hversu hátt blý- magn reynist í vatninu hjá okkur og óhætt að segja að okkur hafi verið brugðið,“ segir Sigurður Ing- varsson, forstöðumaður tilrauna- stöðvarinnar að Keldum. I ljós hefur komið hættulegt blý- magn í neysluvatni stöðvarinnar, svo mikið að það ógnar heilsu starfsfólksins. Tekin voru saman- burðarsýni annars staðar í Reykja- vík og skilaði niðurstaðan mörg hundruðum meira blýmagni í neysluvatni tilraunastöðvarinnar. Blýeitrun gefur haft alvarlegar af- leiðingar fyrir fólk, sérstaklega óléttar konur og börn. Gripið hefur verið til viðbragðsáætlunar að Keldum. Blóðprufur teknar Víðir Kristjánsson, yfirmaður efna- og hollustuháttadeildar Vinnu- eftirlits ríkisins, segir málið vera í rannsókn. Hann segir blóðprufur verða teknar á næstunni af starfs- fólki stöðvarinnar. „Við höfum miklar áhyggjur af starfsfólkinu. Það hefur væntanlega verið að drekka þetta mengaða vatn í langan tíma og hugsanlega orðið fyrir langvarandi blýeitrun. Verið er að undirbúa sýnatöku úr blóði þess og þá sjáum við í raun hve mikil mengunin hefur verið,“ segir Víðir. „Við vonumst til þess að þetta hafi ekki verið það mikið í langan tíma að líkaminn hafi ekkert náð að vinna á þessu. Mælingin þarna var því miður bara svo miklu miklu hærri en annars staðar.“ ÞEKKTAR AFLEIÐINGAR BLÝEITRUNAR: Skemmdir á hella Skemmdir á taugakerfi Nýrnabilun Fósturskaöi Höfuðverkur Lystarleysi Heyrnartruflanir Vaxtarhömlun Hár blóðþrýstingur Meltingartruflanir Minnisleysi Verkir i vöðvum og liðamótum Hið versta mál Ingvar Árnason, prófessor í efna- fræði við Háskóla Islands, hefur ekki kynnt sér þetta mál sérstak- lega. Almennt segir hann hann blýið skaðræðismálm. „I stuttu máli sagt er þetta eigin- lega hið versta mál. Blýið er meðal þeirra málma sem teljast ansi vara- samir. Hættan er sú að blýið safnist fyrir í líffærum líkamans og af því skapast mikil hætta,“ segir Ing- var. „Ég veit náttúrlega ekki hversu mikið magn og hversu lengi þetta hefur verið svona. Að innbyrða blýið er öllu verra en innöndun því þannig blandast það auðveldlega meltingarveginum.“ Unnið ívandanum Öryggisnefnd stöðvarinnar hefur verið kölluð saman til að fara yfir öryggisþætti og stjórnin hefur fundið einnig. Sigurður vonast til þess að vandinn leysist fljótlega. „Við höfum eðlilega áhyggjur af þessu og höfum brugðist við með ýmsum hætti. Vinnueftirlitið er okkur til ráðgjafar í þessu því við getum náttúrlega hvorki notað né neytt vatnsins,“ segir Sigurður. „Verið er að skipta út öllum rörum í kringum húsið til þess að koma í veg fyrir vandann. Fram að því kaupum við allt vatn inn í húsið og vonumst til þess að geta komist fyrir vandann.“ Björn Bjarnason: Liggur enn á sjúkrahúsi Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra liggur enn á sjúkra- húsi vegna samfallins lunga. Á heimasíðu sína skrif- aði Björn eftirfarandi í gær: „Nú reynir á læknislistina á morgun, því að töl- fræði sýnir, að ólíklegt sé eftir jafn marga daga og ég hef verið hér í loft- tæmingu á LHS, að lunga lokist af sjálfu sér.“ Það var þann 5. febrúar síð- astliðinn sem Björn kenndi sér meins og var lagður inn á sjúkra- hús. Hann skrifaði í kjölfarið á heimasíðu sína að ástæða loft- brjósts væri gjarnan sú að litlar blöðrur, sem myndast hefðu á yfirborði lungans, spryngju og gat kæmi á lungað með þeim afleiðingum að loft læki inn í brjósthol. Framboð Margrétar: Unnið á fullu á bak við tjöldin Unnið er á fullu á bak við tjöldin að undirbúningi nýs framboðs, að því er Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, greinir frá. „Ég hef verið að leita að fólki sem er með nýja og aðra sýn á hlutina og við erum nokkur sem náum örugg- lega saman um einhvers konar framboð.“ Margrét kveðst alveg stað- ráðin í því að láta framboð verða að veruleika en segir að hún og þeir sem hún sé í viðræðum við þurfi að gefa sér tíma og þess vegna verði beðið með yfirlýs- ingar enn um sinn. „Ég finn ekki annað að það sé fullur vilji til að þetta komist á koppinn." fostudaga Auglýsingasíminn er 510 3744 Neytendasamtökin um bætur sem Esso greiðir: / Afangasigur í prófmáli „Við lítum á dóminn sem sigur, áfangasigur í prófmáli sem margir biðu spenntir eftir. Niðurstöðuna tel ég vera aðlaðandi en vonast eftir hærri fjárbótum fyrir Hæstarétti,“ segir Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna. í gær var Ker, fyrrum rekstrarað- ili Esso, dæmt til að greiða Sigurði Hreinssyni húsasmiði fimmtán þúsund króna skaðabætur ásamt fimmhundruð þúsund krónur í málskostnað. Með aðstoð Neytenda- samtakanna höfðaði Sigurður málið vegna tjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna. Lögmaður Kers, Kristinn Hallsson, er ósáttur við dóminn og segir ljóst að honum verði áfrýjað til Hæsta- Esso greiðir bætur Igær var Ker, fyrrum rekstraraðili Esso, dæmt til að greiða skaða bætur vegna ólöglegs samráðs olíufélag- anna. Málinu verður áfrýtjar til hæstaréttar. réttar. Jóhannes vonast eftir frekari bótum þar en fram til þess hafa sam- tökin lagt út tæpra tvær milljónir í málskostnað. „Við spyrjum að Ieiks- lokum fyrir hæstarétti og ég er að sjálfsögðu bjartsýnn. Grunnvinnan í þessu máli nýtist í öðrum málum. Við tókum að okkur þetta prófmál og nú verða skoðuð næstu skref í fleiri málum,“ segir Jóhannes.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.