blaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 27

blaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 27
blaöiö LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 21' Lay Low á tónleikum Fyrstu tónleikartónlistarveisl- unnar „Tónar við hafið“ verða á Þorlákshöfn með tónleikum Lovísu Elísabetar Sigrúnar- dóttur, eða Lay Low, í Versölum næstkomandi miðvikudagskvöld klukkan 21. Salurinn er í Ráðhús- inu í Þorlákshöfn og þykir róm- góður og einstaklega hentugur til tónleikahalds. Menningarnefnd Sveitarfélagsins Ölfus efndi í fyrsta skipti til tónlistarveislunnar árið 2004 og er markmiðið að bjóða upp á fjölbreytilega dag- skrá tónlistarfólks af Suðurlandi og annars staðar að. Óperudagar Evrópu Þessa helgi halda óperuhús um alla Evrópu upp á fjögurra alda óperuhefð undir yfirskriftinni Óperudagar Evrópu. Samtök evr- ópskra óperuhúsa ætla að halda ráðstefnu í París þessa helgi þar sem áhorfendur, óperulistamenn, óperustjórar, fulltrúar fjölmiðla og ungt áhugafólk um óperur frá allri Evrópu taka þátt í viðburðum og umræðum um stöðu óperu- listarinnar í samfélaginu. Á sama tíma bjóða óperuhús víðsvegar um Evrópu upp á fjölbreytta dagskrá. í tilefni af Óperudögum Evrópu býður Islenska óperan upp á fjölbreytta dagskrá um helgina. Meðal þess sem þoðið er upp á í dag er Óperusöngur í Sund- höll Reykjavíkur klukkan 11.30 og kostar einn sundmiða inn. Klukkan 17 verða afmælistón- leikar Árnesingakórsins þar sem aðgangseyrir er 2500 krónur og í dag og á morgun klukkan 15 verða tónleikar að nafni Raddir framtíðarinnar. Þar gefst tækifæri til að heyra í ungum, efnilegum óperusöngvurum sem eru að stíga sín fyrstu skref á ferlinum, og aðgangur er ókeypis. Émilie Simon í Háskólabíói Miðasala á tónleika frönsku söng- konunnar Émilie Simon hefst á midi.is á mánudaginn næstkom- andi, en tónleikarnir verða þann 4.mars í Háskólabíói. Tónleik- arnir eru haldnir í tengslum við frönsku menningarhátíðina Franskt vor á (slandi. Söngkonan unga nýtur mikilla vinsælda í Frakklandi og þegar frumraun hennar kom út var henni strax líkt við ekki ómerkari tónlistarkonu en Björk okkar Guð- mundsdóttur. List í Lækjargötu Anima opnar nýtt gallerí á ann- arri hæð í Iðuhúsinu við Lækjargötu klukkan 17 í dag. Um er að ræða við- bót við Gallerí Animu sem hefur ver- ið starfrækt í eitt ár í Ingólfsstræti 8. Aðstandendur nýja gallerísins við Lækjargötu eru Hólmfríður Jóhann- esdóttir söngkona og Kristinn Már Pálmason myndlistarmaður. Að sögn Kristins er þetta nýja gall- erí með nokkuð óvenjulegu sniði. „Þetta er 100 fermetra salur og við ákváðum að hafa ekki framhlið á gall- eríinu þannig að það yrði opið og tæki á móti hverjum þeim sem kæmi upp á efri hæðina. Þannig færum við listina meira út til fólksins en höldum um leið I sérkenni gallerís,“ segir hann. Spurður um hvers konar list sé i boði, segir Kristinn, að þau Hólmfríð- ur leggi töluverða áherslu á málverk og ljósmyndir. „Við höfum ekki beint viljað gefa út opinbera yfirlýsingu um stefnu en það eru samt ákveðn- ir kontrastar ríkjandi, annars vegar raunsæi og hins vegar rómantík." Opnunarathöfn verður í dag klukk- an 17 og eru allir velkomnir. „Svo verð- ur það opið frá 10-22 alla daga vikunn- ar og það er óvenjulegt fyrir svona gallerí. Fólk getur þvi skoðað listaverk langt fram á kvöld og jafnvel kíkt við i kvöldgöngunni eða kaffihúsaferð- inni,“ segir Kristinn að lokum. ilbúinn fyrir útivistarfólkið! Suzuki Swi þús. Afborgun á mánuði* kr. 19.676 M $ SUZUKI ...er lífsstfll!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.