blaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 12
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarf ulltrúi: Ár og dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Þétt setið í háloftunum Lækkun á flugfargjöldum og hópferðum til sólarlanda hefur komið sér vel fyrir almenning, enda eru mun fleiri sem hafa efni á að skjótast á milli Ianda en áður tíðkaðist. Flestir fagna lággjaldaflugfélögum. Það er þó ókostur við að ferðast með þeim. Sætaraðirnar eru svo þéttar að venjuleg manneskja situr í hnút dragi hún niður borðið fyrir framan sig, að ekki sé talað um þegar sæti fyrir framan hana hefur verið lagt niður. Nú er það staðreynd að fólk hefur fitnað töluvert á undanförnum árum og það getur því verið kvöl fyrir feitar manneskju eða hávaxnar að troða sér í sæti í flugvél með þessu fyrirkomulagi. Ófrískar konur eiga líka bágt, bæði hvað varðar þrengslin og andrýmið. Þegar komið er að farþegum sem ætla að sitja undir börnum yngri en tveggja ára er málið orðið alvarlegt. Börn- unum líður svo illa í þrengslunum að þau gráta látlaust meðan á flugferð stendur. Þá eru ótaldir þeir sem eiga við innilokunarkennd að stríða eða aðra andlega sjúkdóma. Ferðir til Kanaríeyjanna; Cran Canari, Tenerife og Lanzarote hafa verið gríðarlega vinsælar meðal fjölskyldufólks í vetur. Flugið tekur upp undir sex klukkustundir og þar er einmitt boðið upp á þéttraðaða sætabekki svo fleiri farþegar komist fyrir um borð. Farþegar borga lægra verð en þurfa í staðinn að sætta sig við stöðugan barnsgrát og vanllðan fólks í tæpar sex klukkustundir á meðan á flugi stendur. Það er vart boðlegt. Það er umhugsunarefni hvort ekki verði að vera sérstakar sætaraðir fyrir mjög feitt fólk og þá sem ætla að halda á ungum börnum sínum um borð í vélunum. Fólk ætti þá að borga örlítið meira fyrir fargjaldið en fá í staðinn þægilegra flug fyrir sjálfan sig, barnið og aðra í vélinni án þess þó að um sé að ræða einhvers konar saga class. Vetrarferðir í sólina á Kanaríeyjum voru að mestu sóttar af eldri borg- urum á þessum árstíma en þetta nefur breyst og yngra fólk er að uppgötva hversu notalegt það getur verið að skjótast í hlýtt loftslag meðan kuldinn og myrkrið vofir yfir hér heima. Vetrarfrí í skólum hafa líka veitt foreldrum tækifæri til að komast burt með börnum sínum á þessum árstíma. Það er greinilegt að margir notfæra sér það. Verðlækkun á þessum ferðum skiptir hér örugglega líka miklu máli sem er hið besta mál. Flugferðirnar verða samt að vera bærilegar fyrir alla. Að sitja í þröngri flugvél til London og Kaupmannahafnar er erfitt fyrir marga en flugtíminn er miklu styttri heldur en í sólina og því er kannski ekki mikið kvartað á þeirri leið. Hins vegar ættu flugfélög að íhuga líðan farþega sinna þegar þeir raða sætabekkjunum svona þétt, sérstaklega fyrir lengri flugleiðir. Páskar eru framundan. Búast má við að íslendingar verði mikið á far- aldsfæti þá svo nú er um að gera fyrir eigendur ferðaskrifstofa og flugfélaga að gera ráðstafanir og breikka örlítið sætabil í vélum sínum. Þá koma allir glaðir heim úr fríinu, eins og vera ber. Elín Albertsdóttir Augiýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Mánar _ - | Tl\ » l_\ ífílSM ÍHM Með skinku og osti Fulleldaðir og tilbúnir á pönnuna eða í ofninn! HoIqus 12 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 blaöiö Enginn Reykvíkingur í Sjálfstæðisflokknum? Það er rétt svo að maður fylgist með pólitíkinni með öðru auganu heima í fæðingarorlofi. En út um það sá ég í vikunni Sturlu Böðv- arsson, sverð Sjálfstæðisflokksins sóma og skjöld í samgöngumálum, kynna framtíðaráætlanir sínar. Ekki hélt ég að fyrir okkur Reyk- víkinga gæti vont versnað í þeim efnum, enda erum við vondu vön af samgönguráðherrum Sjálfstæð- isflokksins. Þeir láta okkur greiða langstærstan hluta bensíngjaldanna en verja aðeins einum þriðja þeirra til samgöngubóta hjá okkur. I nýrri samgönguáætlun versnar þetta enn og er engu líkara en að í þingflokki Sjálfstæðismanna sé enginn Reyk- víkingur svo algjörlega eru verk- efnin hér hundsuð. Yfirbyggðar kappakstursbrautir Sem kunnugt er hefur mikill áhugi verið í tíð þessarar ríkisstjórnar á jarð- gangagerð milli fáfarinna staða. Svo fáfarinna raunar, að fréttir herma að þau nýjustu séu notuð til kappaksturs- æfinga enda ótrúleg framför á snjó- þungum svæðum að fá yfirbyggðar kappakstursbrautir með þessum hætti án nokkurs tilkostnaðar. Á þessum sama tíma er þessi sami Sjálf- stæðisflokkur að leggja fram áætlun sem á kjörtímabili borgarstjórnar gerir ekki ráð fyrir göngum við Mýr- argötu og á Miklubraut, fjölförnum þjóðleiðum sem vegna byggðaþró- unar þurfa að grafast í jörð að hluta. Hún gerir alls ekki ráð fyrir Öskju- hlíðargöngum eða Kópavogsgöngum til að auðvelda samgöngur milli miðborgarinnar og Kópavogs, Garða- bæjar og Hafnarfjarðar þó þar á milli séu farnar tugþúsundir ferða daglega. Hún gerir aðeins ráð fyrir hálfum mi- slægum gatnamótum á Miklubraut og Kringlumýrarbraut, hvernig sem það nú er hægt. Hinsvegar fullri kostun mislægra gatnamóta í Elliðaár- dal sem borgaryfirvöld hafa hafnað! Þá hefur flokkurinn eftir 16 ára samfellda setu í samgönguráðuneyt- inu ekki enn gert upp við sig hvaða leið eigi að fara með Sundabraut og Helgi Hjörvar hefur aðeins fundið fjármagn fyrir henni hálfa leið. Að Sundabrautin verði aðeins lögð hálfa leið fyrst um sinn hefur valdið íbúum Grafarvogs verulegum áhyggjum því þannig mun umferð til og frá borginni að verulegum hluta fara um hverfið. Er nema von að sagt sé að Reykvíkingar eigi enga stjórnarþingmenn? Og aug- ljóslega er orðið brýnt hagsmunamál vegfarenda í Reykjavík að skipta um samgönguyfirvöld. Almenningssamgöng- ur og loftslagsmál Eitt síðasta verkið mitt á þinginu áður en ég fór aftur í fæðingarorlof var að inna umhverfisráðherra eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslags- málum. Því miður var hún ekki tilbúin, en hefur nú litið dagsins ljós með markmiði um helmings samdrátt loftmengunar á næstu 43 árum. Það er útaf fyrir sig lofsvert, en ég spurði ráðherrann um af- stöðu ríkisstjórnarinnar til yfirlýs- inga Evrópusambandsins sem snúa að því að minnka mengun mun fyrr. Þar hafa menn sagt að þeir séu tilbúnir í 20% samdrátt innan 13 ára og 30% ef önnur iðnríki eru tilbúin til hins sama. Og eðlilegt er að spurt sé hvort við séum tilbúin í það. Og þá hvernig stjórnvöld hygg- ist gera það því aðgerðir ríkisstjórn- arinnar virðast flestar vera í allt aðra átt, einsog stóriðjupólitíkin, ofurgjöldin á dieselolíu og tollaaf- slættir fyrir mest mengandi bílana eru allt dæmi um. Og þegar við erum að ræða um samgönguáætlun sömu dagana er umhugsunarefni að í henni ætlum við að verja nærri 400 þúsund milljónum króna án þess að vart sé nokkurrar áherslu á almenn- ingssamgöngur. Áhugi ríkisins á almenningssamgöngum hefur aðal- lega falist í að leggja skatta og gjöld á þær. Strætó borgar 300 milljónir í ár fyrir að fá að veita almennings- samgöngur á höfuðborgarsvæðinu! Og þó almenningssamgöngur verði aldrei nema lítill hluti lausnar- innar þá er hægt að efla þær. Það sýnir nýi meirihlutinn á Ákureyri t.d. með því að hafa frítt í strætó og fjölga farþegum um helming með litlum tilkostnaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingar Klippt & skorið Jón Ásgeir Jóhannesson er farinn úr landi. Gestur Jónsson, lögmaður hans, tilkynnti þetta í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavikur í gær. Gestur sagði að Jón Ásgeir hefði farið úr landi í fyrradag en hann væri ekki með það á hreinu hvenær hann kæmi aftur. Það er svo sem ekki skrítið að Jón Ásgeir vilji taka sér smá hvíld eftir hafa verið þráspurður um sömu hlutina af saksóknara (fjóra hella daga. Það er örugglega ekkert sérstaklega skemmtilegt og líklega frekar lýjandi. Fyrir hinn venjulega Islending þá er þetta örugglega svipað og að vera fastur í Meistaranum hjá Loga Bergmanni Eiðs- syni í fjóra daga og Logi spyr alltaf: Hvað heitir þriðja fjölmennasta borg Tanzanfu? Ekki er vitað hvert Jón Asgeir fór en það koma nokkrir staðir til greina - helst myndi maður samt skjóta á London. Gár- ungarnir bíða nú eftir þvf að Jón Ásgeir kaupi sér enskt fótboltalið eins og Björgólfur eldri hefur gert. Ef Jón Ásgeir er að lesa þetta þá má benda honum á að klukkan þrjú í dag leikur Burton Albion gegn Dag & Red á Pirelli Stadium í ensku utandeildinni. Það væri metn- aðarfullt ef Jón Ásgeir myndi kaupa Burton Albion. Hann geturvel komið Burton í fremstu röð eins og hann gerði með Bónus. Lógó-ið er meira að segja gult. Sfðan myndu fáir stuðningsmenn taka eftirþví þó hann breytti nafninu f Baugur Albion og vellinum f Bónus Stadium. Það væri síðan smart ef Dorrit Moussaeff keypti Rushden & Diamonds. J ónína Benediktsdóttir hefur aldrei legið á skoðunum sínum á 365-fjölmiðla- veldinu, sem hún, Ifkt og menntamálaráð- herra, kallar iðulega Baug- smiðla. Á bloggsíðu Jónínu er ekki hægt að sjá annað en að hún hafi nú áhyggur af því að 365-miðlar séu að komast til áhrifa á Rík- isútvarpinu. Hvers vegna? Nú vegna þess að Kristín Edwald, sem var kosin í stjórn RÚV, er skyld Ara Edwald, forstjóra 365. Þau eru bræðrabörn. Mikið hljóta stjórnendur 365 að vera öflugir plottarar ef þeim hefur tekist að sannfæra Ara um að sannfæra Kristínu um að reyna að komast til áhrifa hjá Ríkisútvarpinu til þess að þeir geti loks togað þar í einhverja spotta.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.